Ögmundur greindi frá Landráðum,

og Morgunblaðið slær því upp að honum þætti vænt um stuðninginn.

Er ekkert fréttanef eftir á blaðinu???

Ef það er rétt að Ögmundur hafi vikið úr ríkisstjórn vegna þess að hann gat ekki sætt sig við þá kröfu forsætisráðherra að samið yrði við breta og Hollendinga á þeim forsendum að íslensk stjórnvöld gæfu frá sér réttinn til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.

Ef satt er, þá er um landráð að ræða.

Íslensk stjórnvöld eru krafin um gífurlegar fjárhæðir með tilvísun í alþjóðlegan samning þar sem meðal annarra er skýrt kveðið á um hvað eigi að gera ef til ágreinings kemur.  Hvað Ísland varðar þá skera ESA og EFTA dómstóllinn úr um allan ágreining sem kemur upp um framkvæmd landsins á tilskipunum ESB.

Og nú er þess krafist að íslensk stjórnvöld nýti sér ekki þann rétt sinn að fá lagalega úr því skorið hverjar skuldbindingar landsins séu samkvæmt samningi sem þau eru rukkuð eftir.  

Mér er það til efs að svona tillaga hefði verið samþykkt hjá Vichy stjórn Frakka, enda ráku Þjóðverjar hana þegar hún samþykkti ekki hvað sem er.  Kvislingar Noregs áttu líka sin takmörk enda voru þeir líka reknir frá stjórn.

En á Íslandi er Ögmundur rekinn, sá ráðherra sem sagði að sumt má ekki gera, sama hvað hin ytri ógn er mikil.

Sumt gerir maður ekki.

En firringin á Íslandi í dag er það mikil að alvara málsins er ekki frétt, heldur er það fréttnæmt hverjum þykir vænt um hvern og hvað fólki þykir vænt um hvað einhverjum öðrum þykir vænt um það.

Og á meðan er fólk boðið upp og hrakið úr húsum sínum.

Og bretarnir kúga landsmenn með fulltingi ráðamanna okkar.

Sumum er ekki viðbjargandi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Þykir vænt um stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Ögmundur er að tala um hótanir og kúgun.  Það er með ólíkindum og fásinna að ætla að leggja allt að 1000 milljarða á 300 þúsund manns fyrir glæpabanka með nauðungar-loforði um að við megum ekki fara með málið fyrir dóm.   Það er kúgun og brot á mannréttindum að mega ekki fara með mál fyrir dóm.   Og heimta að Alþingi sættist á stórhættulegan samning óséðan ig hóta þeim Alþingismönnum sem sætta sig ekki við nauðungina.  

Það vefst þó enn fyrir mér hvað Ögmundur vill, Ómar. því hann segist enn styðja ríkisstjórnina.  Og líka vegna þess að hann studdi EU-umsókn gegn loforðum VG.  Og þessvegna er ég óviss hvað hann vill og get ekki alveg tekið hann alvarlega

ElleE (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 15:35

2 identicon

"Og þessvegna er ég óviss hvað hann vill og get ekki alveg tekið hann alvarlega."   Það sem ég meinti, Ómar, er að ég skil ekki af hverju hann styður ríkisstjórnina.   Ríkisstjórnin ætti ekki að hafa nokkurn stuðning vegna brota gegn Alþingi og þjóðinni varðandi EU og Icesave og skuldamála í heild.  Þó veit ég vel að fullyrðingar Ögmundar um hótanir og kúganir eru ekki rangar.  Það þarf líka að koma því til skila til mbl að fréttin hafi farið norður og niður með fyrirsögninni sem passaði engan veginn við fréttina. 

ElleE (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Reykjavíkurbréfið í morgun sýnir að það blása nýir vindar á Morgunblaðinu, og héðan af verður erfitt að keyra þetta mál áfram á blekkingum.  

En af hverju segist Ögmundur styðja stjórn þar sem hann er í grunninum á móti þeim forsendum sem hún vinnur eftir?  Og í raun þá gildir hið sama um Guðfríðu Lilju, hún styður ekki stefnuna en hún styður forsendur stjórnarinnar.

Og ætli einfaldasta svarið sé ekki pólitík, það er alltaf verið að horfa marga leiki fram í tímann.  Núverandi stjórnarkreppa gæti endað með kosningum, og hvorki Samfylkingin né VinstriGrænir vilja fá á sig stimpilinn að vera óábyrgur flokkurinn sem sleit fyrstu vinstri stjórninni frá 1979.  En þetta er svo barnalegt.  Það er mikil vá yfirvofandi og við henni þarf að bregðast og síðan útskýra af hverju.  Einhverjar söguskýringar eru ekki issjú í núverandi stöðu.

En Samfylkingin er að sprengja, "leki" Jóhönnu er enn eitt dæmið um svipuhögg hennar á bak VinstriGrænna.  Sá sem trúir því að gamli rebbi meini orð af því sem hann sagði í fréttum í dag, hann er grænn.  Reyndar er hugsanlegur möguleiki að Steingrímur sé kominn með Stalíns heilkennið, en Þjóðverjar voru komnir um 500 km inn í Rússland áður en sá rebbi vildi viðurkenna mistök sín í refsskákinni, og í millitíðinni mátti ekki viðurkenna árásir Þjóðverja.

En ég trúi því ekki.  Steingrímur er að brugga og brugglyktin svífur yfir Austurvelli í dag.

Og það er stutt í sprengjuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2009 kl. 19:10

4 identicon

". . Steingrímur sé kominn með Stalíns heilkennið, . . "   Sjokkerandi lesnig, Ómar.  cyclops   Það skyldi þó ekki vera?  Nei, vil ekki trúa því heldur, - hinsvegar hætti Steingrímur að tala um ógn og ægivald IMF.  Hann steinþagnaði eftir að VG komst í ríkisstjórn.  Geta menn ekki lengur verið heiðarlegir um glæpasamtökin nema þeir séu í stjórnarandstöðu eða andófsmenn?  Nema Ögmundur?   

ElleE (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 21:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle,

Núna er of stórt spurt, af hverju gera menn allt til að þóknast valdaelítunni??  Er andstaðan aðeins í nösunum á fólki sem þráir völd, og markaðssetur sig til vinstri.  Veit ekki.  Grímur Atlason sagði það í Silfrinu um daginn að nú væri það "realisminn" sem réði för, eins og stefna VinstriGrænna, sé það ekki. 

Ég veit það ekki, ég ætla þó að þetta fólk telji sig vera gera það rétta í stöðunni, en það er greinilegt að það skammast sín fyrir sínar lífsskoðanir þegar á reynir, svona eins og nýríkir sem skammast sín fyrir uppruna sinn.

Eina sem ég veit, er að á einni nóttu, þá hættu Vinstri Grænir að vera vinir mínir í Netheimum, ég skipti nefnilega ekki um skoðun á einni nóttu.  Að mínum dómi þá selur þú ekki lífsskoðanir þínar fyrir "realisma".  Og nýfrjálshyggjan er ekki realismi, hún er helstefna eins og nasismi og kommúnismi, og kemur kapítalisma ekkert við, ekkert frekar en kommúnisminn tengist jafnrétti og bræðralagi.

Og þú deitar ekki andskotann.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 11.10.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband