Úphs, hvað segir Samfylkingin núna.??

"Þú ert rekinn Már".

"Rekinn fyrir að vilja setja landið á hausinn."

Samfylkingin er nýbúinn að stilla VinstriGrænum upp við vegg og úthrópa þá nánast landráðamenn vegna efasemda í þeirra röðum með ICEsave Nauðungina og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Lykilatriði þessarar efnahagsáætlunar er hávextir, afskiptaleysi gagnvart þeim erfiðleikum sem heimili og fyrirtæki berjast við, og gífurlegar lántökur í erlendri mynt, ekki til að aðstoða fyrirtækin eða heimilin, nei, til að styrkja gjaldeyrisforðann, sem á mannamáli þýðir að eiga til peninga svo spákaupmenn geti fíflað krónuna.

Og þeir sem efast eru stimplaðir ógnvaldar íslensks efnahagslífs.

Í þessum tilgangi þá lét forsætisráðuneytið fjölmiðla birta matreiddar upplýsingar eftir Hrannar B Arnarsson spunakokk, úr greinargerðum Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins um hvað myndi gerast ef Íslendingar myndu hætta að vinna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  

Og það var ekki fögur lýsing.

Daginn eftir kemur síðan Már Seðlabankastjóri og segir að við þurfum ekki öll þessi lán, þau geri ekki neitt annað en að auka vandann og veikja gengið.

Hvílíkt böst, hvílík niðurlæging fyrir spunakokka Samfylkingarinnar.  Og hvílík smán fyrir síamstvíburana Gylfa og Villa, sem létu samtök sín gagnrýnislaust endurróma dómsdagsspár spunameistarana.  Ætli þeir komist ekki aumast út af öllum út úr þessari umræðu.

Nú, eða þá að ASÍ, Vinnuveitendasambandið, og Spunameistaraeldhús Samfylkingarinnar sameinist um þá kröfu sem ég byrjaði þennan pistil á.

"Rekið manninn, hann sagði satt".  

En hver sem gagnsókn þeirra verður, þá er morgunljóst að um fyrstu frétt verður í fréttatímum Ruv, þeir bregðast ekki sínum húsbændum.

Sumum líður vel í skítnum ef þeir fá klapp á kollinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Þarf ekki að taka öll lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 572
  • Sl. sólarhring: 636
  • Sl. viku: 6303
  • Frá upphafi: 1399471

Annað

  • Innlit í dag: 488
  • Innlit sl. viku: 5343
  • Gestir í dag: 448
  • IP-tölur í dag: 441

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband