Ekkert í hendi, en samt átti að svína á þinginu.

Jóhanna Sigurðardóttir kallaði á stuðning stjórnarliða við lausn ríkisstjórnarinnar á ICEsave deilunni.  Þó var ljóst að bretarnir gegnu ekki að fyrirvörum Alþingis sem samþykktir voru við ríkisábyrgðina í sumar.  Og Alþingi eitt getur samþykkt ríkisábyrgðir.  Allar skuldbindingar stjórnvalda eru marklausar án þess að til komi samþykki þingsins á þeim.

Svo einfalt er það.

Hvað var það þá sem Jóhanna Sigurðardóttir krafði samstarfsflokk sinn um að samþykkja óséð?   Var það ríkisábyrgðin, án fyrirvara, með þeim orðum að við reyndum krakkar en viðsemjendur okkar hlógu að okkur.  Því er ekkert annað en að samþykkja upphaflegan samning.

Eða átti að setja fyrirvara á fyrirvarana, þeir giltu nema í þeim tilvikum sem viðsemjendur okkar væru á móti þeim?

Það sem styrkir grunsemdir manna um einmitt þessa lausn er sú áróðursherferð sem hófst í fjölmiðlum ICEsave sinna, hver fúaspýtan á fætur annarri var dregin á flot til að fólk öðlaðist Sýn á hina miklu dásemd samningsins.

ICesave var sjálf forsendan, upphaf og endir hinnar miklu endurreisnar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur smíðað fyrir landslýð.

Og þeir sem voru á móti voru rægðir niður, miskunnarlaust.  Hælbítar af ýmsum gerðum voru sóttir upp í háskóla til að vitna í Ruv um skaðræði þess að þingræði gilti í landinu.  Um skaðræði þess að fólk gerði athugasemdir um slíkar gífurlegar fjarskuldbindingar.  Eftir viðtalið við einn stjórnmálafræðinginn þá datt manni það helst í hug að það ætti að kljúfa þennan arm VinstriGræna frá flokknum og banna þeim setur á Alþingi.  

Skömm þessa fólks var algjör.  Það var á móti endurreisninni, það var á móti 1.000 milljarða skuldaklafa vegna viðskipta einkaaðila á erlendri grund.  Þetta voru sveitamenn og þjóðrembur.

Í dag er það upplýst að það þarf að semja upp á nýtt eða Alþingi þarf að bakka með sína fyrirvara.  

Hvor hafði þá rétt fyrir sér allan tímann, ríkisstjórnin eða Ögmundur??

Til hvers var verið að rægja allt þetta fólk; Ögmund, Guðfríði Lilju, Lilju, Atla, Ásmund, eða hvað það heitir allt þetta fólk með samvisku í röðum Vinstrigrænna.

Það er ekkert í hendi, það er enginn samningur.  

Svar bretanna var NEI.

Þetta vissi Jóhanna allan tímann.  Samt rak hún Ögmund úr ríkisstjórninni.  Samt lýsti hún því yfir opinberlega að Steingrímur Joð væri Heybrók sem gerði allt sem hún skipaði honum að gera. 

Það á meðal að svíkja stefnu flokks síns og hugsjónir.

Allt fyrir hina miklu endurreisn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hina nýju guða Íslenskra vinstrimanna.

En það sem upp úr stendur í öllum þessum skítmokstri er þáttur ríkisfjölmiðlanna.  Aðeins vesælt fólk tekur þátt í þeim vinnubrögðum sem voru ástunduð þar síðustu vikuna.

Aumt er fólk sem selur sæmd sína fyrir titilinn bretavinur.

Og aumast er fólkið sem naut trausts og misnotaði það.

Kveðja að austan.


mbl.is Icesave-mál hafa ekki haggast neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ruglaðasta við þetta hjá V-G er ekki að Ömmi og co hafi snúist, NEI. Hann og hanns eru á upprunalegu stefnunni. Það er Nágrímur og hirðin hanns sem hefur snúist 180 gráður og róa nú lífróður til að halda sér inni á þingi ekki til neins annars en að halda áfram að þiggja ölmusu fyrir ekki neitt!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Sagði Þorsteinn Pálsson ekki í viðtali við Morgunblaðið núna um daginn að Steingrímur ætti mikið hrós skilið fyrir staðfestu sína við að framfylgja stefnu  Sjálfstæðisflokksins.

Ég vona að Þorsteinn hafi ekki verið að hæða Steingrím.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 453
  • Frá upphafi: 1412815

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband