9.10.2009 | 08:33
Forsenda gagnrýni er að hafa eitthvað sjálfur fram að færa.
Hvar á að skera niður, hvernig á að afla tekna.
Það er eftirtektarvert hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft lítið til málanna að leggja. Þeirra eina sýn hefur verið óraunsætt virkjunar og stóriðjutal. Lausnin á misgengi í efnahagsmálum hefur verið að auka það misgengi.
Þegar Kárahnjúkaframkvæmdirnar fóru af stað, þá var varað við álaginu á hagkerfinu, hættan var sú að það myndi ofhitna og springa. Og það sprakk, vissulega kom fleira til, en brennuvargurinn sem kveikir skógareldinn, getur ekki haft það sem afsökun að eldsmaturinn hafi verið meiri en hann reiknaði með.
Kjarninn er alltaf sá að þú átt ekki að kveikja elda.
Í dag er ekki þensla og því myndi stóriðjan hleypa vissu lífi í atvinnustarfsemina. En hennar höfuðmeinsemd er misgengið, gífurlegum fjármunum er dælt inn í hagkerfið í mjög stuttan tíma, og svo?????
Ekkert.
Búið að reisa öll hús og mannvirki, og þá vantar ný verkefni fyrir þær þúsundir manna og tækja sem komu að uppbyggingunni. Hingað til hefur svarið verið að reisa bara nýtt og nýtt orkuver, nægir eru kaupendurnir, en er einhver varanleg lausn í því fólgin??? Eykst ekki vandinn????
Eru orkuauðlindirnar ótakmarkaðar??? Er hægt að skuldsetja orkufyrirtækin út í hið óendanlega???
Svarið við báðum spurningunum er nei.
Og þetta nei gerir það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn rekur Popúlisma, það er sá hluti hans sem áttar sig vel á þeim takmörkunum sem við er að glíma, en sá hluti hans sem trúir sýnum eigin orðum, er skaðlegur þjóðinni sökum ákveðinna takmarkanna sinna.
Vitleysan mun ekki byggja upp Ísland aftur úr þeim rústum sem hún kom landinu í. Svo einfalt er það.
Á þá ekki að nýta orkuauðlindirnar??' Vissulega, en með skynsemi í för, ekki þeim stöllum heimsku og fáfræði.
Og því verður að spyrja þingmenn Sjálfstæðisflokksins; hvað eruð þið að gera á Alþingi???
Hvernig ætlið þið að takast við þann vanda sem við blasir??? Hvernig ætlið þið að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum???? Skera niður??? Hækka skatta??? Og þá hvar ætlið þið að skera niður og hækka skatta????
Hvað ætlið þið að gera öðruvísi en Steingrímur Joð Sigfússon???
Og svarið er ekki Vúdúhagfræði stóriðjunnar þó það afli ykkar stundarvindsældar.
Við alvöru vanda þarf raunhæf svör.
Kveðja að austan.
Að keyra miskunnarlaust áfram felur í sér dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nágrímur vældi út í eitt meðan Dabbi og co voru að þenja ríkisbáknið.
Hvað ætlar hann svo að gera þegar hann kemst að..... sama og venjulega EKKERT!!!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.