Er leiðtogi að fæðast hjá Samfylkingunni???

Össur segir satt og  rétt frá.

Bretar fjárkúga þjóðina.

Núverandi stjórnarmeirihluta hugnast það ekki.

Og nýju tíðindin eru að Össur viðurkennir að þessi óhugur er ekki aðeins bundinn við Ögmund og Lilju.

Maður sem segir satt á erfiðleika tímum, hann er efni í leiðtoga.

Hvað segir Jóhanna?????

Kveðja að austan.


mbl.is „Upplausnin er okkur augljós“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Össur hafði uppi álíka stór orð sl. haust, þásem starfandi utanríkisráðherra í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar. En hvað gerðist? Ekkert. Enda Össur vindbelgur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.10.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hjörtur.

Kannski eru vindarnir þannig að hann blæs í rétta átt.

Allir nema Riddarar heimskunnar sjá, að ICEsave er bæði ólöglegt og heimskulegt.  Aðeins eitt mælir með samþykkt ICEsave, og það er aðildarumsóknin að ESB.  Og Riddararnir trúa því, að þá verði skuldir okkar feldar niður.

En þjóðin kaupir ekki þau rök svo þetta er að lokum spurning um vindáttina.  Og Össur virðist gera sér grein fyrir henni.  Og hann gæti verið lausn Samfylkingarinnar úr þeim ógöngum sem hún er í.

Aðeins eitt heldur þessari stjórn á lífi, og það er skortur á kjark hjá Bjarna og Sigmundi.  Ef þeir myndu bjóða VG stjórnarforystu sem sigurvegara síðustu kosninga, þá erum við laus við ICEsave, IFM og ESB.  

Samfylkingin er að kveikja, og þá talar Össur.

Fyrirsögn mín er tilvísun í þessa flóttaleið Samfylkingarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við höfum sagt satt og rétt frá Ómar og ekki erum við leiðtogar. Ég get ómögulega séð Össur fyrir mér sem leiðtoga, mann sem mærði og dásamaði útrásina og forkólfa hennar. Ég get ómögulega gleymt montferðum hans erlendis mánuðina fyrir hrun. Nýji leiðtoginn, ef við þurfum hann þá, mun ekki koma úr röðum núverandi stjórnmálamanna held ég.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.10.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Ég er aðeins að velta því fyrir mér hvort Össur sjái tækifæri í ICEsave klúðrinu til þess að endurheimta forystu Samfylkingarinnar.  Það er himinn og haf milli yfirlýsinga hans og Jóhönnu.

Miðað við Jóhönnu þá er Össur raunsæismaður.

Og ef Samfylkingin er út í horni, þá er allt betra en núverandi pattstaða.

En ég er ekki að spá í þann leiðtoga sem þjóðin þarfnast til að koma sér út úr ógöngunum.  Hann er þarna einhversstaðar, ég persónulega er dálitið hrifinn af Ögmundi.  En það er náttúrulega mitt mat. 

En ruglið er svo yfirgengilegt.  Sjálfstæðisflokkurinn hleypti bjánabelg í ræðustól sem talaði um nýjann meirihluta um stóriðju, eins og það væri mál málanna.  Að láta gjaldþrota orkufyrirtæki vera ennþá meira gjaldþrota.  Og sá blessaði maður hefur þær ranghugmyndir í kollinum að orkuauðlyndir Íslands séu ótakmarkaðar.

En það er ekki málið, á meðan svona rugl er ekki þaggað niður í Sjálfstæðisflokknum, þá viðhelst núverandi pattstaða, og jafnvel gætu menn verið svo heimskir að reyna stjórn Hrunflokkanna.

Jæja, þá erum við komnir í miðja byltinguna.  Byltingu gegn heimsku.  

En ég bara trúi því ekki upp á fjórflokkinn.  Bara trúi því ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2009 kl. 15:38

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Rétt, ruglið er yfirgengilegt og æpandi. Margir kvarta við mig undan því að því finnst eins og verið sé að rugla það í rímnu og það big time. Veit ekki hverju eða hverjum það á að trúa eins og til dæmis hvernig á að verja pólverjaláninu. Ruglið og bullið er orðið svo geðveikt að ég hef mig ekki til að tjá mig nema á bloggum eins og þínu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.10.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Arinbjörn.

Já, ástandið væri miklu betra ef Ruv stæði með þjóðinni og ástundaði fréttamennsku, ekki áróður.  Fréttamennsku af ætt Sigrúnu Davíðsdóttur.

Jóhanna Vigdís, okkar ágæti vanhæfi þingfréttamaður, ræddi við Steingrím í kvöldfréttum.  Og þau höfðu áhyggjur af lokuðum lánalínum vegna ICEsave deilunnar.  En hvað ætlar þetta fólk að fá mikil lán???   Og hvernig á að borga þau????

ICEsave er í besta falli að taka 40 milljarða árlega úr hagkerfinu og því er ekki mikið til skiptanna að borga af öðrum skuldum.  Eiga þetta því að vera einlínu lánalínur, við fáum lánin en þurfum ekki að greiða til baka????

En það er ekki kjarni málsins.  Sá þvingaður sparnaður sem ICEsave myndi verða, hann er mun meiri en við þurfum að láni vegna stórframkvæmda næstu árin.  Það er fáranlegt að borga fyrst 40 milljarða úr landi, til þess að fá kannski ??????, Orkuveitan bað til dæmis um 10 milljarða að láni.  

Það er rosaleg innri mótsögn í þessu dæmi, og vitiborinn manneskja hefði spurt fjármálaráðherra okkur út í þær, en ekki samsinnt honum í einu og öllu vegna fyrirfram mótaðra skoðana.

Og á meðan veit fólk ekki hverju það á að trúa.  Réttu upplýsingarnar eru á netinu, en ekki auðfundnar.  En lygin veður uppi í þeim fjölmiðlum sem fólk treystir.

Því styður það líkgröft barna okkar.  Í góðri trú, en áttar sig ekki á þeim skelfilega glæp sem er verið að gera þjóðinni.

En Jakobína var flott í Speglinum.   Gunnar á heiður skilið.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 7.10.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband