3.10.2009 | 14:05
Enda ekki von, þetta fólk er hætt að starfa saman.
Núna er tími hinna breiðu hnífa.
Báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru búnir að gefast upp á ríkisstjórnarsamstarfinu. Eina ástæða þess að stjórnin fór ekki frá, þegar Ögmundur sagði af sér, er sú, að hvorugur flokkurinn hafði tiltækt nýtt stjórnarmunstur.
Á meðan lafir stjórnin.
Og ráðherrarnir nota sína málaflokka til að vinna sér inn prik.
Svandís tefur Helguvík. Dálítið skrítið í ljósi þess að uppbygging þar var þungmiðja "starfspakka" ríkisstjórnarinnar. En ekki skrítið ef það á að sprengja stjórnina, því þetta útspil er aðeins hugsað til að róa stuðningsmenn VinstriGrænna, sem illa hafa getað kyngt svikunum í stóriðjumálunum, ofan á svikin í ESB umsóknarferlinu.
Í sama ljósi verður að skoða þessa frétt. Hvað VinstriGrænn vill ekki stóriðju og umhverfisskatt. Og það mun ekki reyna á innheimtu hans, því Steingrímur mun ekki þurfa að fylgja málinu eftir. Hann veit það mæta vel að hann verður farinn frá, en deilurnar hjálpar honum að endurheimta status sinn innan flokksins, sem óneitanlega hefur veikst undanfarna mánuði.
Nei, á svona vinnubrögðum á enginn að taka mark á.
Þetta er aðeins liður í hráskinnleik stjórnmálanna.
Og á meðan brennur Ísland.
Kveðja að austan.
Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.