Í framhaldi að pistli mínum um Uppvakninga og Náhirði, þá fór ég að hugsa um hve auðveldlega þessi svikaráð renna í gegnum umræðuna. Meginskýring þess er sú að stærstu fjölmiðlar landsins eru skipaðir fólki sem er hallt undir málstað bretanna.
En af hverju veit ég ekki.
En það er ömurlegt þegar erlent stórveldi er með beinar kúgunaraðgerðir, sem knésetja munu þjóðina ef fram ná að ganga, að þá þurfa þeir engu að kosta til, nema að hóta, restina sjái svo innlendir sporgöngumenn þeirra um.
Allt það sem hefur styrkt málstað Íslands hefur verið þaggað niður eða gert tortryggilegt. Málefnalegar greinar Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar Blöndal voru uppnefndar sem röfl um lagatæknileg atriði og þegar breskir lögmenn á virtri lögmannsstofu þar í landi, tóku undir sjónarmið þeirra, þá voru þeir afgreiddir með þeim frasa að þeir væru að reyna að verða sér út um viðskipti, svo dæmi séu nefnd.
Allt þetta getur verðið meira en rétt, en á það hefur ekki reynt í íslenskum fjölmiðlum því þeir hafa ekki fengið tækifæri til að kynna mál sitt í þar. En þeir sem sjá annmarka á málflutning íslensku þjóðarinnar, þeim er hampað, þeir fá að mæta í Kastljósi og við þá eru tekin viðtöl í blöðum og útvarpi. ´
Og svo þegar skriðþunginn jókst í málflutningi þeirra sem gátu fært rök fyrir, að hvorki væri um þjóðréttarskuldbindingar að ræða af Íslands hálfu, og eins væru ekki um smáupphæðir að ræða, eins og fyrst var fullyrt, að þá fá þessi sjónarmið umfjöllun, en það hefur ekki brugðist hjá fréttastofu Ruv, að fenginn er aðili til að gera lítið úr þessum rökum, eða þá hreinlega til að ljúga því blákalt að ef þjóðin greiði ekki ICEsave þá bíða hennar miklir hörmungar af völdum annarra þjóða Evrópu, og þá ýmislegt týnt til.
Það fyndnasta sem ég man eftir er sú fullyrðing sem fékk mikið pláss í fjölmiðlum og kjaftaþáttum, var sú fullyrðing konu einnar út í bæ í blaðagrein, að hún hefði það eftir breskum vini sínum að íslendingar þyrftu að læra albönsku ef þeir greiddu ekki, og sú sama kona var fengin í vinsælan þjóðmálaþátt til að ljúga því blákalt, án þess að þáttarstjórnandi gerði athugasemd við lygi hennar, að ef við samþykktum ekki kröfur bretanna umyrðalaust, þá yrðum við að greiða allar innistæður ICEsave útbúsins í Bretalndi og Hollandi. Ótrúlegt fyrst að á annað borð var gripið til tröllasagna, að því væri ekki bætt við, að íslenska þjóðin yrði líka krafin um um stuðninginn sem breskir bankar fegnu frá breska ríkinu, með þeim rökum að þeir hefðu farið á hausinn vegna samkeppni íslensku bankanna. Og það hefðu fundist trúgjörn fífl sem hefðu trúað þessu eins og nýju neti, því eitthvað óeðli hefur gripið um sig í hluta íslensku þjóðarsálinni, hún vill aðeins heyra um sína synd og sekt. Í því andrúmslofti vaða lygaflytjendur uppi.
En 1.000 milljarða skuld er ekki grín. Og jafnvel þó íslensku neyðarlögin haldi og eigur Landsbankans komi á móti, þá er samt um gríðarlegar upphæðir að ræða. Einn Riddari heimskunnar, sem til skamms tíma talaði eins og Jóhann Sigurðardóttir um 75-100 milljarða, hann sagði í Kastljósi í gær að skuldin gæti verið frá bilinu 300-700 milljarðar.
Fjármálaráðuneytið, sem þó er stýrt til að segja aðeins hluta sannleikans, reiknaði út að árleg afborgun gæti farið í 60 milljarða í beinhörðum gjaldeyri. Vissulega brengluðu útrásarvíkingarnir allt töluskyn landsmanna, en eftir að þeir féllu, þá eru það gömlu tölurnar sem gilda. tökum þrjú dæmi þar um.
Deila Davíðs Oddsonar við Öryrkjabandalagið á sínum tíma var um hvort ríkisstjórninni væri skylt að standa við loforð þáverandi heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, um að setja 900 milljónir í viðbót við þá 1.000 milljónir sem ríkisstjórnin hafði samþykkt til að leiðrétta kjör öryrkja. Þjóðfélagið var skekið í marga mánuði út af deilum um heilar 900 milljónir. Í dag eru þetta kannski 1.500 milljónir.
Um núverandi niðurskurð til heilbrigðismála, sagði Elsa Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, að sjálft kerfið væri í hættu, fólk gerði sér ekki grein fyrir því hvað þegar væri búið að þrengja að starfsfólki og það væri að örmagnast. Og við erum að ræða um 6 milljarða, tíu sinni minni upphæð sem viðskiptaráðherra segir að þjóðin fari létt með að greiða bretum í stríðsskaðabætur.
Og útflutningsverðmæti loðnuafurða er á annan tug milljarða, og þá á eftir að draga frá kostnaðinn í erlendum gjaldeyris sem fer í að afla teknanna.
Samt eru 60 milljarðar pís af köku segja Borgunarsinnar við þjóð sína.
Aðeins veruleikafirrt fólk heldur þessu fram í fullri alvöru, en auðvita trúir þessu ekki nokkur maður meðal ráðamanna okkar. Spurningin er því hvað rekur þetta fólk áfram????
Veit einhver svarið??
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ótrúlegt fyrst að á annað borð var gripið til tröllasagna, að því væri ekki bætt við, að íslenska þjóðin yrði líka krafin um um stuðninginn sem breskir bankar fegnu frá breska ríkinu, með þeim rökum að þeir hefðu farið á hausinn vegna samkeppni íslensku bankanna."
Já, þú segir nokkuð, Ómar. Það kemur næst. Það verður okkar næsta stríð. Og þú sem hélst þú ætlaðir að hætta!? Heldurðu ekki að við ættum að fara að panta varðskipin?
ElleE (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 00:47
Og nei, veit ekki svarið við hvað rekur fólk áfram í firringunni. Kannksi mútur, kannski lífslátshótun, kannski bara veruleikafirring.
ElleE (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 00:57
Blessuð Elle, þetta er búið hvað ICEsave varðar.
Það er hvorki stuðningur á þingi, eða meðal þjóðarinnar að ganga af kröfum bretanna.
Ég var bara að hæðast af þeim sem endalaust trúa tröllasögum. Það er ótrúlegt að það skuli finnast á 21. öldinni, vel menntað fólk sem hefur ekki heyrst minnst á lög og reglur. Og það skuli ekki vera læst á einfaldan lagatexta eins og EES samninginn. Og láta þar að leiðandi mata sig á lyginni, og síðan bera hana á borð fyrir þjóð sína.
Já, ég er að fara að hætta, með áróðurs og ádeilublogg mitt um ICEsave, en sú törn er að renna saman við þá næstu, sem er að blogga um allt og ekkert, án annars tilgangs að orða hugsanir sínar.
Í svona bloggi eins og ég hef rekið, þá skiptir máli hvort einhver lesi, annars er tilganginum ekki náð. Það setur vissar hömlur á gagnrýnina, en eftir því sem umræðan hefur flotið á netinu, þá er ég kominn á lokahnykkinn, sem mér varð ljós strax í haust.
ICEsave er siðlaus lögleysa, keyrð áfram á annarlegum tilgangi. Og þeir sem það gera, eiga ekkert gott skilið í umfjöllun um þá. Þeir ljúga, þeir blekkja, og þeir höfða til heimsku fólks, eða þess eiginleika sem er arfur úr svörtustu forneskju mannsins, hjarðhegðunarinnar.
Og þetta þarf að segja, pistlar mínir um hvað rekur menn áfram eru af þessu meiði. Ég á einn lokapistil eftir um það, og þá ætla ég að spinna örlítið út frá skrifum Sigurðar Líndals. Vissulega set ég þetta fram þannig að margur hristir höfuð, og segir hvaða vitleysa. En tekst mér að gróðursetja efa, sem síðan gæti spírað og leitt til sjálfstæðs mats???? Ég veit það ekki, fyrir hvað standa þessar flettingar sem eru á síðunni??? Ég veit allavega að þær komu ekki þegar ég var málefnalegur og byggði gagnrýni mína á tilvísanir í þá mæta menn, Stefán og Lárus. Og hver hefur lesið grein Sigurðar Líndals????
Allavega ekki fréttamenn á Morgunblaðinu og hjá ríkisútvarpinu. Annars væri þetta fólk ekki svona glatað í sinni fréttamennsku. Menn eins og Þórólfur, komast upp með sitt rugl vegna vanþekkingar viðmælenda þeirra. Engin spyr um hagsmunatengslin og hvað býr að baki.
Af hverju er Helgi Hjörvar ekki búinn að segja af sér eftir örgrein hans í Morgunblaðinu? Hann laug til um ICEsave skuldbindingarnar og í öllum lýðræðisríkjum, þá kæmist þingformaður ekki upp með slíka lygi, í jafn mikilvægu máli, nema auðvita á Íslandi.
Vegna þess að fagmennska okkar lykilfréttamanna er 0 í þessu máli, og fleirum málum sem þjóðin er að takast á við í dag.
En þetta er búið Elle, við höfðum sigur hvað landráðin varðar. Og þá er það afslöppun og sýran, mér finnst ekki veita af smá skammti í dag, og þá er ég ekki að tala um þá sem er notuð til að skvetta á fólk, heldur þá sem Bítlarnir sungu um í Gula kafbátnum.
En sjálfsagt verður stríðnispúkinn með í för.
Og svo má vel vera að lúðrar herhvatarinnar glymji, rís upp þjóð og skundaðu í Byko og fjárfestu í svörtum ruslapokum. Þá læt ég mig ekki vanta.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 4.10.2009 kl. 12:15
"Af hverju er Helgi Hjörvar ekki búinn að segja af sér eftir örgrein hans í Morgunblaðinu? Hann laug til um ICEsave skuldbindingarnar og í öllum lýðræðisríkjum, þá kæmist þingformaður ekki upp með slíka lygi, í jafn mikilvægu máli, nema auðvita á Íslandi." Hann hefur oft orðið mannorði sínu til mikillar skammar sem og nokkrir í hans auma flokki. Og einu sinni hélt ég hann og Jóhanna og Össur væru heiðvirt fólk!? Heiðurinn hvarf gjörsamlega og kemur ekki aftur.
Lýðræðið vantar og það þarf að laga. Öllu er miðsýrt með valdi. Það er óhugnanlegt að fólk í Alþingi og ríkisembættum komist upp með óheiðarleika og svik og þarf að bola þannig fólki út og halda þeim úthýstum. En Ómar, áttu nokkuð pistilinn eftir Helga Hjörvar? Og ef svo, geturðu kannski sett hann inn við tækiifæri? Og passaðu að gegnsýrast ekki!
Ætla að láta inn link í pistil eftir Nathan Lewis, þar sem hann vísar í skrif Michael Hudson um IMF, Ísland og Lettland:
NATHAN LEWIS:
This is the trick: replacing private debts with public obligations. Lots of people loaned money to banks and corporations in Iceland. They are now facing huge losses.What is supposed to happen here is: they take their losses. There was no government guarantee. Why should someone with no relation to this business deal have to pay off their losses just because they happen to live in Iceland?
The IMF should be abolished.
ElleE (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 18:38
Blessuð Elle.
Er nokkur hætta af gegnsýringu eins og ástand jarðar er í dag. Og framtíð barna okkar sést ekki í gegnum villuljós græðgi og Nýfrjálshyggju.
Og ég vil taka það fram að ég trúi á áærun sem andstæðu afærunar. Þetta er allt ágætisfólk, bara villt í villuljósinu sem ég minntist á hér að ofan. Og pistill Helga er fyndinn, en rangur í öllum meginatriðum. En það er annarra að halda uppi vörnum fyrir Davíð, ég læt mér nægja þjóðina.
En pistillinn er hér fyrir neðan kveðjuna.
Kveðja að austan.
Óreiðuskuldir hrunsins
Frá Helga Hjörvar:
HELGI HJÖRVAR,
formaður efnahags- og
skattanefndar Alþingis.
Frá Helga Hjörvar:
Ómar Geirsson, 4.10.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.