2.10.2009 | 13:56
Öfugmæli Náhirðis í útvarpi uppvakninga
Fréttamenn ríkisútvarpsins geta ekki verið venjulegt fólk. Hegðun þeirra minnir einna helst á á þau fyrirbrigði sem má sjá í mörgum ódýrum breskum hryllingsmyndum þessa daganna. Þetta fólk er hvorki þessa heims eða annars. Það er verið að leggja þúsund milljarða skuldabagga ICEsave á þjóðina, og það er verið að leggja atvinnulífið í rúst með Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Afleiðingarnar verða skelfilegar fyrir þjóðfélagið og munu valda mörgum miklum þjáningum ef ekki verra. Og til þess að þessi skelfing gangi eftir, þá er beitt skipulögðum blekkingum af hálfu stjórnvalda, auk beinna lyga og rangfærslna.
Ekkert venjulegt fólk getur tekið þátt í þeim hráskinnsleik, þetta hljóta því að vera uppvakningar, sem hafa yfirtekið raddir og líkama þess ágæta fólks, sem einu sinni vann á þessari stofnun. Það er engin önnur rökrétt skýring á þeirri þvælu sem dynur á fólki dag eftir dag og er sett fram til þess eins að blekkja og afvegleiða umræðuna.
Í dag fékk Náhirðir ríkisstjórnarinnar að fara enn einu sinni með rulluna sína að tafir á afgreiðslu ICEsave væri skýringin á því hve hægt miðaði í endurreisn landsins. Og þetta fékk hann að fullyrða án nokkurs rökstuðnings.
"Arbeit macht frei" eru frægustu öfugmæli sögunnar í ljósi þess hver urðu örlög þeirra sem þurftu að lesa. Margt annað gerir tilkall til að lenda í annað sæti, til dæmis sú fullyrðing Bandaríkjamanna á sínum tíma að þeir væru að hjálpa víetnömsku þjóðinni að brjótast undan oki kommúnista, hlálegt í ljósi hinna skelfilegu loftárása sem dundu á landið.
En íslenskir vitleysingar eru líka sterkir kandídatar þegar þeir fullyrða að núverandi ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar, sé vegna tafa á ICEsave, það geri gæfumuninn að þjóðin samþykki 1.000 milljarða skuldahlekki vegna þess að annars fái hún ekki risalán til styrkja gjaldeyrisforðann sinn.
Svei mér þá hvort þetta sé ekki heimskulegra en sú viska að frelsun fólks felist í því að brenna það upp til agna með Napalm sprengjum.
En núverandi ástand og þær dökku efnahagshorfur sem við blasa, eru vegna þess að stjórnvöld, bæði núverandi og fyrrverandi, hengdu hatt sinn á Óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það er til skjalfest, og myndfest, að það var varað við þessum ráðum strax í upphafi og það var fullyrt að þau myndu gera illt verra. Það allt hefur ræst.
Þetta er svipað og þegar þú bendir manni á að ef hann kasti grjóthnullung í stóra glerrúðu, þá brotnar hún. En það má náttúrulega reyna þau öfugmæli að eftir að grjótið hefur brotið rúðuna, að segja að hún hafi brotnað vegna þess að Ögmundur Jónasson stóð á sannfæringu sinni í ICEsave deilunni. Eins gerði það útslagið hjá stelpunum okkar á EM, það var ekki búið að semja í ICEsave.
Já, mikil er ábyrgð Ögmundar.
Eða þá kannski hitt, mikil er ábyrgð fólks sem heldur að það sé uppvakningar.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 68
- Sl. sólarhring: 597
- Sl. viku: 5652
- Frá upphafi: 1399591
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 4822
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll kappi.
Þetta á bara eftir að versna, þ.e. fréttaskáldin á ruv. Ef þú lítur yfir fjárlagafrumvarpið þá er tvennt sem sker í augun með tilliti til ástandsins, hækkun framlags til áróðursdeildarinnar (ruv) og löngu þörf hækkun til verndaranna (lögreglan) með áheyrslu á löggæslu en ekki rekstur eins og vaninn er sem ég er reyndar mjög sáttur við og löngu er orðið tímabært. En ætli hækkun til lögreglu sé ekki til komin vegna hræðslu við almenning, sem er svo sem skiljanlegt í ljósi þess hvernig kratarnir og kratavinafélagið hafa komið fram við þjóðina.
Íslandi allt
Es. Vona að þú sért skárri í bakinu í dag, þjóðin þarf á því að halda að þú getir setið við tölvuna og rifið kjaft út og suður.
Umrenningur, 2.10.2009 kl. 14:52
Blessaður Umrenningur.
Ögmundur fær hrós í dag fyrir að segja kúgurum okkar sannleikann.
En við þurfum einnig að líta okkur nær. Þessi kúgin væri aðeins prump út í loftið, ef ekki til kæmi víðtækur stuðningur innanlands, og þá er ég ekki bara að tala um Samfylkinguna, vitgrannir fjölmiðlamenn, og Riddarar heimskunnar eru traustari stuðningsmenn bretanna en nokkurn tímann Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.
Þess vegna er ég svona agressívfur út í þetta fólk. En hjá rótgrónum siðmenntuðum þjóðum, væri þetta fólk skotið fyrir landráð, því sjálfstæði og fimmta herdeild mixar ekki vel saman. Þannig, að þannig séð er ég bara engill.
En án gamans þá eigum við ekki að láta eins og það sé allt í lagi að samborgarar okkar svíki þjóð sína og fá klapp fyrir. Sjáðu hvað Bjarni Ben sagði í dag um vinnubrögð IFM, þetta sagði ég Netheimum í allan vetur að væri hin raunveruleg ógn sem steðjaði að þjóðinni, og mjög fáir tóku undir, helst fólk sem var til vinstri. Svona geta vindarnir snúist.
En bakið er eins og það er, en það fær meiri tíma í næsta mánuði. Og þjóðinni er alveg sama um það Umrenningur minn. En hvort mér hafi tekist að planta inn í umræðuna meiri hörku gegn landráðum, veit ég ekki. Ég reyndi þó.
Og auðvita er ég ekki hættur, en eins og ég sagði við þig um daginn, þá ætla ég meira að vera ég sjálfur, fara í sýruna. ICEsave ógnin var það alvarleg að hún yfirtók bloggið, hvað eigum við að segja, tilgangurinn helgaði meðalið, en núna fær maður frelsi til að fara út suður. Og hafa gaman af.
Og Ögmundur er minn maður.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 2.10.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.