2.10.2009 | 13:17
Bjarni, lestu Nei, vefrit kommúnista.
Þeir vissu þetta fyrir og reyndu að útskýra þetta fyrir þér og þínum í íhaldinu.
En það er ekki of seint að iðrast og bæta fyrir gjörðir sínar.
Þú,og flokksfélagi þinn, Villi Egils, hafið báðir komist að þeirri niðurstöðu að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé að vinna gegn hagsmunum Íslands.
En þetta er meiningarlaust hjal, nema þið segið þá satt og standið við orð ykkar.
Þið þurfið að lýsa því yfir að það hafi verið mistök að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til Íslands, og þau mistök verði að leiðrétta.
Þið verið að lýsa því yfir að þið iðrist að hafa ekki hlustað á þá ungu hagfræðinga, sérmenntaða í kreppum og afleiðingum þeirra, sem ráðlögðu ykkur að fylgja ekki tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sögðu ykkur að fylgja svipaðri stefnu og aðrar þjóðir gerðu, að lækka vexti og örva efnahagslífið. Seðlaprentun kallaði seðlabankastjóri Bandaríkjanna þetta í viðtali við CNN.
Og Vilhjálmur Egilsson á sérstaklega að biðja Lilju Mósesdóttur afsökunar fyrir að hafa hæðst að efnahagstillögum hennar síðastliðið haust. Það var hún sem hafði rétt fyrir sér í öllum meginatriðum, ekki hann og þetta er Vilhjálmur sjálfur að viðurkenna með ummælum sínum um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Það er aldrei of seint að iðrast, það er aldrei of seint að taka upp málstað þjóðarinnar.
Við þurfum að losna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og það á að láta reyna á réttarstöðu Íslands í ICEsave deilunni.
Sumt er svo augljóst að það á ekki einu sinni að þurfa að nefna það.
Kveðja að austan.
Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt hjá þér Ómar, ef menn hafa ekki þann manndóm í sér að segja satt og rétt frá, játa yfirsjónir sínar og viðurkenna að hafa tekið rangar ákvarðanir, þegar það á við, þá hafa þeir ekkert í stjórnmál að gera.
Meira en nokkru sinni fyrr þurfum við á heiðarlegu stjórnmálafólki að halda. Við erum nú síðustu mánuði búin að vera að horfa upp á óheiðarleika og subbuskap stjórnmálanna opinberast með miklu offorsi svo að það fer hrollur um man. Fólk sem hefur gefið sig út fyrir að vera heiðarlegt, vinna heiðarlega og af sanngirni hefur umturnast og sýnt í orði og athöfnum að ekkert mark er á því takandi.
Það er sama til hvaða stjórnmálaflokks er litið, þetta verður að breytast, þjóðin hefur ekki efni á óheiðarleika í stjórnmálunum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.10.2009 kl. 13:59
Get ekki verið meira sammála þér Tómas.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 2.10.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.