1.10.2009 | 10:18
Sorg Íslands er mikil.
Þetta er konan sem þjóðin treysti til að gæta sinna hagsmuna.
Áður en lengra er haldið, þá skulum við hafa eitt á hreinu, hún fer með rangt mál. Ég vil vísa í grein Sigurðar Líndal, lögspekings, þar sem hann reifar forsendur ICEsave Nauðungarinnar. Linkurinn er hér: http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Krafa breta byggir ekki á löghelgun. Hvað þá að um alþjóðalegar skuldbindingar sé að ræða. Og forsætisráherra lýgur að þjóð sinni þegar hún kennir glæpinn við neyðarlögin. Lögspekingar hafa marghrakið þau rök, en vitgrannir fjölmiðlamenn,ásamt Riddurum heimskunnar, hins sér íslenska álitsgjafakjaftæði, hafa blekkt þjóðina til að trúa þessum lygum.
Neyðarlög Alþingis fólu ekki í sér mismunun á grundvelli þjóðernis, og þau kváðu ekki um ábyrgð íslenska ríkisins á innlánum.
Þetta er lygi, og forsætisráðherra þjóðarinnar er að ljúga, hvort sem hún hefur slæma ráðgjafa eða hún gerir það vísvitandi.
Hvorumtveggja eru landráð samkvæmt stjórnarskrá Íslands.
En Riddarar heimskunnar munu spyrja, ef ekki ICEsave, hvað þá????
Og hvað þá????
Er þetta allt saman steingelt fólk sem á ekki börn????
Hví lætur það sem 1.000 milljarðar skipti það ekki máli???'
Fyrir 6 árum, þá áttu öryrkjar mikið undir 900 milljónum, og fengu ekki vegna þess að þáverandi forsætisráðherra hataðist við formann Öryrkjabandalagsins. Núna er sagt að það sé ekkert mál að borga á bilinu 40-80 milljarða í beinhörðum gjaldeyri, árlega!!!!
Enginn er svona heimskur. Þeir riddarar heimskunnar sem ljá þessu máls, eru keypt leiguþý. Aldagömul staðreynd um ódýru leiðina til að brjóta undir sig smáþjóðir. Í stað stríðs, þá kaupir þú mann og annan og færð þá til að bulla út í eitt.
Á meðan er þrælahlekkjum ICEsave kastað yfir þjóðina.
Aumingja Samfylkingarfólkið að trúa þessum leiguliðum.
Það mun taka margar aldir fyrir þetta fólk að laga sína æru. Vonandi munu verða starfandi sterkir miðlar eftir þúsund ár. Það er mjög leitt að hverfa inn í söguna sem trúgjarnt fífl.
Og hafa selt þjóð sína í leiðinni.
Aumt er þetta fólk sem trúir lyginni.
Kveðja að austan.
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 423
- Sl. sólarhring: 745
- Sl. viku: 6154
- Frá upphafi: 1399322
Annað
- Innlit í dag: 356
- Innlit sl. viku: 5211
- Gestir í dag: 329
- IP-tölur í dag: 325
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djö.... þú ert alltaf jafn beittur! Tek undir hvert orð. Við erum í vondum málum. Ég er eiginlega orðin viss um að ríkisstjórnin naugði þessum samningi í gegnum þingið
SÓ (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 10:51
Takk SÓ.
Eg væri ekki beittur ef þeim tækist það.
Það voru ekki viðhlæjendur sem lásu blogg mitt í gær.
Trúðu aldrei Riddurum heimskunnar og nýjasta útspili þeirra um, hvað tekur við eftir ICEsave.
Þeir hafa alltaf trúað því sem rangt er, og skilja ekki ennþá sinn hlut í Hruninu.
Hvort sem þú ferð á Eyjuna, og Pressuna, þetta eru bjánabelgir dagsins í dag.
Aumkunarvert fólk, sem hélt að það væri pís og köku að borga tugi milljarða vegna þess að það væri gjaldmiðill af Evrópu sambandinu.
Í það fyrsta, þá skaltu benda Riddurum heimskunnar á einfalda staðreynd, ESB aðild Íslands hefur ekkert með ICEsave að gera, heldur mikilvægi Íslands á Norðurslóðum. Þetta fatta allir nema bjánabelgirnir sem tala um "þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands" og aumingja fólkið sem fær ljúgara í þætti sína til að tala um að ef við borgum ekki bretunum, þá munum við borga allar skuldir Björgúlfs, og Björgúlfs, fullyrðing sett fram í því trausti að fólk sé fífl, og vilji læra Albönsku.
Og í öðru lagi, þá skaltu hlæja af þeim þegar þeir tala um að ICEsave sé grundvöllur íslenskrar endurreisnar. Þetta eru næstum því sextíu og sex ára rök. Þá var trúgjörnu fóki talið í trú um að hinn alþjóðlegi sósíalismi gæti ekki þryfist nema það sylti í hel. Og flestir dóu þöglir fyrir hina miklu fórn.
Þó sagan sé VinstriGrænum hugleikinn, þá er hún viðfangsefni bóka, ekki hins napra raunveruleika svika og lyga, sem Samfylkingin býður okkur upp á, og nýtur til þess stuðnings hluta af menntaelítu VinstriGrænna.
Þetta fólk er ullapjakk, og skítalyktin af því mun engu koma í gegnum þingið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 11:25
það er löngu búið að hrekja allt þetta blaður í þér. Regluverk EES varðandi banka er alveg skýrt.
Ef við borgum Icesave þá gerist þetta: Lánafyrirgreiðslur ganga upp, við styrkjum gjaldeyrisforðann, lánshæfismat ríkissins og stærstu fyrirtækja hækkar sem veldur styrkingu krónunnar, það verður hægt að afnema gjaldeyrishöftin og við komums uppúr þessari kreppu á næstu árum. Afborganir Icesave verða aldrei íþyngjandi enda miðaðar við hagvöxt. Með styrkingu krónunnar lækkar Icesave skuldin sem og allar aðrar erlendar skuldir.
Ef við borgum ekki og sendum þeim puttann þá gerist þetta: Botninn hrynur endanlega úr krónunni því engar erlendar lánafyrirgreiðslur fást og gjaldeyrisforðinn brennur smámsaman upp. Við sitjum uppi með gjaldeyrishöft lengi. Hrun krónunnar veldur óðaverðbólgu, atvinnuleysi upp á tugi prósenta með tilheyrandi landflótta. Varla þarf að taka fram hver áhrifin verða á samskipti við flestar aðrar þjóðir enda eigum við ENGA VINI í þessu nema kanski Færeyinga og Pólverja. -Allar aðrar þjóðir, þar á meðal vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum segja að við verðum að borga þetta og hafa allar þessar þjóðir rangt fyrir sér?
Ég segi nú bara að taka sénsinn á þessu með því að láta þjóðrembu og eitthvað ímyndað stolt ráða ferðinni er svo heimskulegt að það tekur engu tali. Tjónið sem þjóðin gæti setið uppi með er svona 1000 falt á við það að borga þennan helvítis reikning.
Óskar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:08
Blessaður Óskar.
Ert þú kominn úr skúmaskotum bábiljunnar? Langt síðan ég hef séð skrif þín.
Þú getur kannski svarað þeirri spurningu sem mér er hugleikin, hvað fáið þið landráðarnir út úr þjónkun ykkar við glataðan málstað????????
Í það fyrsta þá hefur þú aldrei lesið regluverk EES samningsins, annar værir þú ekki að gera þig að fífli með þessu blaðri þínu. Það er hvergi minnst á ICEsave í regluverki EES, enda hefðu þeir þurft að vera skyggnir, því EES samningurinn er rúmum tíu árum á undan ICEsave.
En þú ert kannski meðlimur í sálarrannsóknarfélaginu, en trúðu mér, reglumeistarar ESB eru það ekki, enda myndu þeir hlæja að rökleysu þinni.
En EES samningurinn er með skýr ákvæði um hvað skal gera ef einstök aðildarríki fara ekki eftir samningnum, og hvað skal gera ef þau innleiða ekki tilskipanir ESB á fullnægjandi hátt. Og það gerðu íslensk stjórnvöld, enda hefur eftirlitsbatteríið ekki gert neinar athugasemdir við framkvæmd Íslands á þeirri tilskipun sem ég reikna með að þú kallir "regluverk EES".
Og þetta hefur enginn hrakið, því það er ekki hægt að hrekja skýran lagatexta, jafnvel þó þú kostir til þess færustu hártogunarlögmenn heims. En miðað við rökhæfileika þína, þá gæti ég trúað að þú værir með þá í vinnu í að rífast við Galileo um hvort jörðin væri flöt, um allt má efast ef menn eru ekki læsir á staðreyndir.
Og þú hlýtur að vinna við að skrifa handrit fyrir grínuppistandara þegar þú lýsir hvað muni gerast við það að við skrifum undir.
Það má vel vera að þú sért það heimskur að þú trúir því að krónan lúti öðrum lögmálum en þeim að virði hennar sé einföld jafna, reiknuð út frá því hvað mikið kemur inn versus það sem fer út. Orðagjálfur þitt, eins og annarra af þinni ætt heimskunnar, hefur ekkert að gera með skráningu krónunnar. Þó bjánar trúi á hið óskilgreinda orð "Trúverðugleiki", þá hefur það bullorð hvergi fasta með gildi í útreikningum á virði gjaldmiðla. En þetta er þekkt tískuorð þegar spákaupmenn fífla þá en það er önnur saga. Í dag eru þeir ekki virkir á markaðnum, og því fer verðgildi krónunnar eftir því hve þjóðin flytur út á móti því sem hún flytur inn, og mismunurinn þarf að dekka afborganir og vexti á erlendum lánum.
Þau rök að auknar afborganir og auknar vaxtagreiðslur, styrki krónuna, eru svo heimskuleg að menn þurfa að vera í vinnu sem heimskingjar til að trúa þeim. En þeir sem blekkja fólk með heimskunni, eru ekki trúgjörn fífl, þeir eru á kaupi við sinn hráskinnsleik. Og svo má ekki gleyma þeim vitgrönnu, sem voru sérstaklega ræktaðir til að trúa öllu sem þeim er sagt.
Hvort þú ert trúgjarnt fífl, keypt leiguþý, eða vitgrannur fjölmiðlamaður, væri gaman að fá að vita, mig hefur alltaf langað til að vita hvað knýr fólk áfram í sínu bulli gegn sínum eigin hagsmunum. Er þetta sameiginlegur arfberi okkar og læmingjanna????? Fróðlegt að fá að vita.
Og um hvað ert þú að tala ef við fáum ekki að skuldsetja okkur ennþá meira????
Hvar hefur þú verið síðasta árið???? Á Mars????
En þér til upplýsingar þá vil ég geta þess að krónan er að styrkjast á Aflandsmarkaði, því útflutningur okkar er svo sterkur. Það sem veikir hana í dag er strútseðli landsmanna, því þeir kusu yfir sig fólk sem telur það sér tekna að geyma hausinn i sandi, í stað þess að horfast í augun á vandanum. Krónan væri mun styrkari ef við værum ekki að greiða þessa heimskulega vexti af krónubréfum okkar, og það eru þær greiðslur sem veiktu undirstöður hennar, ekki þessi skortur á trúverðugleika sem þú vísar í.
Því meira sem fer út, því lægri þarf krónan að vera gagnvart Evrunni, til þess að minna sé flutt inn. Höfuðmeinsemd íslensku krónunnar eru hinar geðveikislegu vaxtagreiðslur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefst af hagkerfinu, ekki skortur á lánum.
Lán veikja krónuna, og um það eru allir erlendir hagfræðingar sem hingað hafa komið, sammála um, og hver fyrir sig hefur meiri status í hagfræðinni en íslensku hagfræðidvergarnir til samans. Enda eru þeir keyptir talsmenn heimskunnar.
En ef þú færð ekki kaup fyrir þína heimsku, þá ert þú aumkunarverður maður.
Og hvað kemur það ICEsave eða krónunni við hvort "Allar aðrar þjóðir, þar á meðal vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum segja að við verðum að borga þetta og hafa allar þessar þjóðir rangt fyrir sér ". Hvað kemur það lögfræðihlið ICEsave við, og hvað kemur það gengi gjaldmiðilsins við?????
Hefur það einhver áhrif á gengi krónunnar þó þessir embættismenn sem þú vitnar í, hætti að kaupa þorsk??? Keyptu þeir mikið af honum fyrir????? Ert þú virkilega svo vitgrannur að trúa því að álit þessara manna hafi einhver áhrif á þorskkaup þessara þjóða??? Svona meiri en þróun á kaupgetu þessara þjóða, eða þá hvernig til dæmis Víetnömunum tekst að koma eldisfiski sínum óskemmdum á markað???
Óskar, ég verð að spyrja þig. Trúir þú á jólasveininn???? Ef svo er þá verð ég að fá að vita það. Þá hef ég loksins lifandi sönnun þess gagnvart drengjunum mínum að það sé til fullorðinn maður sem trúir hverjum sem er.
Ef ekki, þá skaltu hafa vit á að byrja þinn málflutning á skynsamari máta en þú gerðir í upphafi innslags þíns.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 14:15
Ómar þetta svar þitt var nákvæmlega í þeim anda sem ég bjóst við frá þér, þú drullar á lyklaborðið, talar með rassgatinu eins og þú hefur svo oft gert áður. Það er háttur rökþrota manna að svara þannig, sérstaklega algengt hjá sveitavargnum svo maður tali nú ekki um ef bjálfarnir tengjast framsóknar- eða sjálfstæðisflokknum.
Tal um mars, heimsku, jólasveinninn og sálarannsóknarfélagið í sambandi við Icesave er náttúrulega alveg í takt við vinnubrjögð ykkar sjallanna í málinu. Reyndar ágætt að halda því til haga að Icesave er algjörlega í boði sjálfstæðisflokksins frá A-Ö , sjálfstæðisflokkurinn gaf flokkshollum glæpamönnum bankann sem réðu svo glæpalýð úr röðum sjalla til að stjórna glæpabankanum. Icesaver var svo afraksturinn sem flokkurinn skellti framan í þjóðina, kúlulánapakkið er svo á harðahlaupum undan ábyrgðinni. Fleiri orðum ætla ég ekki að eyða á þessa bloggsíðu þína, eða réttara sagt þennan skítakamar á netinu enda á maður ekki að eyða tíma eða orðum á vitleysinga.
Óskar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:28
Blessaður Óskar minn.
Þú ert þá masókisti ofna í að vera bjáni.
Gaman að heyra það. Mig langaði að vita hvort það væru peningarnir eða heimskan sem ræki þig áfram.
En svona er að vera fattlaus.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 16:04
Óskar: "Það er löngu búið að hrekja allt þetta blaður í þér. Regluverk EES varðandi banka er alveg skýrt."
Og get ekki rakið öll hrottalegu orð þessa andskota. Hins vegar ætti að klaga hann, ef ekki kæra fyrir níð. Og loka á hann fullkomlega. Kannski ætti þessi ómannlegi og óvitri fjandi mannlegs fólks að lesa EES lögin? Jú, þó eru skýr og það er líka það eina sem hann viss. Þau eru heiðskýr og kol-fella hvert einasta heimska og skítuga orð sem kemur út úr honum. EKki við því að búast að hann skilji neitt af því í allri sinni forheimsku þó:
From the EEA/EU directive 94/19/EC,
"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized."
And still more from the EU LAWS on deposit guarantee schemes:
"The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a member state itself or by any of its local or regional authorities."
ElleE (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:01
Átti að vera: Jú, þau eru skýr og það er líka það eina sem hann vissi.
Fróðlegt væri að vita hvaðan hann fær peninga til að skrifa níð um alla sem verjast gegn ICE-SLAVE kúgun.
ElleE (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:05
Og sorg Íslands er mikil að hafa fólk í landinu eins og fjandmanninn að ofan. Rök hans eru engin og hann vísar í lög sem kol-fella allt sem hann heldur ótrauður fram og rakalaust.
Dirk Bezemer (hollenskur háskólakennari), Gunnar Tómasson (hagfræðingur), Michael Hudson (bandarískur prófessor): ICESAVE: FJÁRKÚGUN:
http://extra.volkskrant.nl/opinie/artikel/show/id/4009/EU_moet_geen_deurwaarder_spelen
http://mbl.is/media/81/1681.pdf
http://www.tilveraniesb.net/veitur/erlent-efni/erinnheimtahlutverkesb
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/16/misbydur_umgjordin_um_icesave/
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/01/stondum_ekki_undir_skuldabyrdi/
http://www.visir.is/article/2009432041148
Gunnar Tómasson, bréf til Alþingismanna, 11/08/09:
http://vald.org/greinar/090811.html
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item287405/
Jón Danielsson,hagfræði-prófessor: Útreikningur Icesave-samnings gallaður, 21. júlí, 09:
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item290657/
Jón Daníelsson, 8/08/09:
OF MIKIÐ GERT ÚR MIKILVÆGI GJALDEYRISVARASJÓÐS:
http://www.visir.is/article/20090808/FRETTIR01/296838643/-1
Jón Steinsson lektor í hagfræði, 7/08/09: Alltof mikið gert úr mikilbægi erlendu lánanna:
http://eyjan.is/blog/2009/08/07/jon-steinsson-hagfraedingur-allt-of-mikid-gert-ur-mikilvaegi-erlendu-lananna/
Ragnar Hall hrl: Það má ekki samþykkja Icesave samninginn óbreyttan: og Eiríkur Tómasson lagaprófessor tekur undir, 20. júlí, 09:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/20/menn_somdu_af_ser/
+
ElleE (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:41
Blessuð Elle, þú ert reið þykir mér.
En mér finnst það alltaf fyndið þegar fólk kemur inn á bloggsíðu manns, hundskammar mann fyrir allskonar vitleysu, og klikkir síðan út með það að það ætli aldrei að skamma mann oftar því maður sé svo ömurlegur. Eins og það sé mér að kenna að það sé að lesa skrif mín.
En ég get huggað mig við að það er ekki verið skamma mig fyrir að vera kona sem er að taka masterinn í stjórnsýslufræðum.
En það er ekki snatarnir sem eru vandamálið, sástu Riddara heimskunnar sem mætti í Kastljósið í kvöld. Í þessum manni kristallast ógæfa Íslands, vitið er notað til að svíkja þjóðina.
En Ögmundur er minn maður.
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 2.10.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.