Æ,Æ, ósköp eruð þið treg að fatta.

Það dugar ekki að þið viljið sætta ykkur við svipuhögg Samfylkingarinnar.

Það dugar ekki til að þið séuð tilbúin að svíkja þjóð ykkar í ICEsave málinu.

Það dugar ekki til þó þið setjið alla ykkar í hugræna atferlismeðferð þar sem þeim er kennt að elska auðmagn og IFM.

Það þarf nefnilega tvo í tangó.

Samfylkingin er búin að fá nóg af ykkur.

Jóhanna er búinn að taka ákvörðun um að slíta þessari stjórn.

Annars hefði hún ekki auðmýkt ykkur svona opinberlega.

Og hún mun halda því áfram.

Ef þið svíkið þjóðin í ICEsave, þá tekur bara eitthvað annað við.

Til dæmis virkjanir og stóriðja.

Niðurskurður í heilbrigðismálum.

Nefnið það bara.

Þið eruð fórnarlömb þessarar stjórnar.

Aumingja þið, greyin.

Kveðja að austan.


mbl.is Styðja áframhaldandi samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki skil ég þetta hatur á Samfylkingunni, ég er sjálfur hægra megin við miðju í stjórnmálum og hef oftast kosið Sjálfstæðisflokkinn í kosningum.

Reyndar varð verulegur ágreiningur milli mín og flokksins þegar Davíð tók við og óx sá ágreiningur með árunum. Ágreiningurinn skapaðist vegna ofurtrú flokksins á einkavæðingu  einkavæðingarinnar vegna. Ekki virtist vera haft til hliðsjónar hvaða hag almenningur hefði af einkavæðingunni heldur var keyrt á þetta vegna þess að trúin á markaðinn og markaðinn einan réði för.  Ein afleiðing af óstjórn síðustu ára var að fyrr en seinna þá kæmu upp alvarleg vandamál vegna þeirrar hagstjórnar sem rekin var hér.

Ef flokkurinn hugsar um velferð almennings ætti hann að byðjast afsökunar á þeirri stefnu sem var fylgt síðustu 8-10 ár og reyna í alvöru að hjálpa almenningi í stað þess að vera með svona innihaldslaust skítkast eins og til dæmis þú Ómar viðhefur.

Svona framferði er þér og þínum líkum til mikillar minnkunar.

Kveðja Arthur

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arthur minn.

Svona í það fyrsta þá ert þú mjög sjálfhverfur að halda að aðeins sjálfstæðismenn gagnrýni Samfylkinguna.  Sá ágæti flokkur er sá eini sem ég hef ekki kosið um ævina.  Bara að taka það fram svo þú haldir ekki að við séum tvíburar, ég og Sjálfstæðisflokkurinn.

Og svo við höfum það á hreinu, þá hata ég ekki Samfylkinguna, tók reyndar þátt í prófkjöri hennar hér í mínu kjördæmi, því þar buðu tveir toppmenn sig fram, sem því miður fengu ekki brautargengi.

En ég hata ICEsave, sú Nauðung er tilræði við sjálfa siðmenninguna.  Og í öllum siðmenntuðu löndum væri búið að loka samningamenn Íslands inni og ákæra þá fyrir landráð, og þar sem menn væru blóðheitir, þá létu menn það ekki duga.  Í ljósi þessarar afstöðu minnar, þá tel ég mig frekar orðvarann, en hitt. 

En það er ekki mín sök hvað stjórnarskrá Íslands kallar gjörðir þessara manna.  Ég samdi ekki landráða kafla hennar.  Og ég samdi ekki mannréttindaskrá Evrópu, um hvað má gera fólki, og hvað ekki.  Til dæmis er þrælahald bannað, bæði beint eða óbeint.  Ef þú kallar það skítkast að benda á gjörðir þessa fólks og hvað það er að gera, þá gott og vel.  Þú mátt stinga hausnum í sandinn mín vegna, en farðu ekki fram á það við aðra.

Og ef þú kallar núverandi stjórnarstefnu "hjálp við almenning", þá áttu við mikið veruleikavandamál að glíma.  Hvernig getur þú kallað 1.000 milljarða króna skuldabagga á almenning "hjálp".  Getir þú komið með vitrænt svar við því, þá skal ég koma sína þér þá virðingu að ræða við þig, án þess að hæðast að þér í leiðinni.

En þeir sem vilja rústa þessari þjóð, eiga annars ekki neina virðingu skylda.  Ekki fyrr en þeir biðja þjóð sína afsökunar. 

Ég hef það á samviskunni að hafa þagað í aðdraganda Hrunsins, en ég ætla ekki að hafa það á samviskunni að hafa þagað á meðan drög voru lögð að Helreið íslensku þjóðarinnar.  Og orðin eru mín vopn og ég skammast mín ekki neitt fyrir þau.  Þetta fólk rauf friðinn með gjörðum sínum.  Það laug að þjóð sinni að henni bæri skylda til að greiða þessa peninga og það gat ekki sagt satt um eitt einasta atriði þegar það reyndi að keyra Svavars samninginn í gegnum þingið án þess að upplýsa þingheim um efnisatriði hans.  Og síðan ætlar það núna að keyra í gegn lögbrot með minnsta mögulega þingmeirihluta.

Þetta er bein stríðsyfirlýsing gagnvart þeim hluta þjóðarinnar sem sættir sig ekki við þennan gjörning.  Og aðeins smámenni sætta sig við að framtíð barna þeirra er lögð í rúst án þess að snúast til varnar.

Og þetta blogg mitt er mín vörn.  Og þú móðgar mig Arthur þegar þú talar um skítast.  Í dag hef ég stundað einelti, sem er miklu grófara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 22:48

3 identicon

Gott og vel Ómar,um  hvað sníst Icesave, það er að gera upp við viðskiptavini Landsbankans eins og Íslensk stjórnvöld gerðu upp við hinn helming viðskiftavina bankans er höfðu íslenskt heimilisfesti. Það var gert með þeim hætti að íslenskir viðskiftavinir fengu greitt að fullu alla innistæðu reikninga sinna. Í raun var ekki til neitt í tryggingarsjóði til að mæta innlendum eða erlendum innistæðum í bönkunum. Hvaðan komu þá þær tryggingar? Það var gengið lengra í neiðarlögunum lög um tryggingarsjóð kveða á um, þe 20000 evrur, það var borgað upp í topp. En viðskiftavinum Landsbankans í Evrópu sem áttu viðskifti við útibú bankans en ekki dótturfélögarófa mismunað.

Ef þetta fólk fer í hópmálsókn við tryggingarinnustæðusjóð og Íslenska ríkið þá verður að öllum líkindum litið til þessarar mismununar og Íslenska ríkið dæmt til að borgaallar innustæður þessara viðskiftavina eins og þeirra Íslensku.

Hvað gerist þá?

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 23:53

4 identicon

 Verð samt að leiðrétta sjálfan mig örlítið þar sem bretar og hollendingar fóru inn í dæmið og borguðu þessum einstaklingum innistæðurnar þá verða að sjálfsögðu ekki málsóknir frá þeirra hendi, en líklega munu þessar þjóðir fara þá leið í staðinn og þá fyrir EFTA dómstólnum.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 00:17

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arthur.

Gaman að heyra í þér aftur og núna skal ég svara þér af fyllstu kurteisi.  En þú verður að fyrigefa að ég er syfjaður og ætla því að vitna í aðra að mestu leyti.

Forsendan sem þú gefur þér er röng, íslensk stjórnvöld hafa ekki ábyrgst innlán á Íslandi, yfirlýsing þar um er marklaus, aðeins Alþingi getur gert það.  Svona þér til upplýsingar þar sem ég sé að þú trúir fullyrðingum núverandi ráðamanna, þá ætla ég fyrst að peista bút úr grein þeirra Stefáns Más Stefánssonar prófessor og Lárusar Blöndals, hæstaréttarlögmanns en greinin heitir "Mismunun og ICEsave".  Þessum rökum hefur aldrei verið hnekkt af málsmetandi lögfræðingum enda er það ekki hægt.  Staðreyndir eru staðreyndir.

Forgangsréttur innistæðueigenda innan „gömlu“ bankanna.

Með 6. gr. laga nr. 125/2008 (neyðarlögin) var kveðið á um að við skipti á búi fjármálafyrirtækis skyldu kröfur vegna innstæðna samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta njóta rétthæðar samkvæmt 1. mgr. 112. gr. gjaldþrotalaga.

Þetta þýðir að kröfur innstæðueigenda í fjármálafyrirtækjum fá forgang og verða greiddar áður en kemur til greiðslu á kröfum almennra lánadrottna úr búum þeirra. Umræddar reglur um forgang hafa almennt gildi þannig að þær gilda jafnt fyrir innistæðueigendur hér á landi og í útibúum erlendis.

Ákvæðið felur því ekki í sér mismunun gagnvart erlendum innstæðueigendum því að þeir sitja við sama borð og þeir íslensku sé tekið mið af réttarstöðunni innan „gömlu bankanna“.

Fólst mismunun í stjórnsýsluákvörðuninni um yfirtöku banka?

Með 3. mgr. 1. gr. neyðarlaganna var gert ráð fyrir því að ríkið geti stofnað „hlutafélag“ til að taka við rekstri fjármálafyrirtækis. Samkvæmt þessari heimild tók íslenska ríkið yfir Glitni banka hf., Kaupþing banka hf. og Landsbanka Íslands hf. að öllu leyti á haustdögum 2008, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.

Með stjórnsýsluákvörðun Fjármálaeftirlitsins var „innlend bankastarfsemi“ tekin út úr gömlu bönkunum og stofnað um þau hlutafélög í opinberri eigu. Þar með fylgdu innistæður í bönkum hér á landi hvort sem þær tilheyrðu innlendum eða erlendum aðilum. Hér er um að ræða hlutafélög sem njóta ekki ríkisábyrgðar að neinu leyti. Fullt verð verður greitt fyrir þann hluta, sem tekinn var, þannig að nettóandvirði rennur inn í bú gömlu bankanna og kemur þar til úthlutunar með venjulegum hætti.

Gera verður ráð fyrir því að innistæðueigendurnir í „nýju bönkunum“ séu einkum persónur eða fyrirtæki sem eiga heimili og stunda vinnu eða hafa starfsemi hér á landi. Það er forsenda fyrir tilvist hvers fullvalda ríkis að til séu bankastofnanir sem eru tengdar ríkinu traustum böndum og hafa það hlutverk að geyma, ávaxta og miðla peningum til verkefna innanlands. Fullvalda ríki verður tæpast byggt og rekið á annarri forsendu.

Spyrja má hvort innistæðueigendur íslenskra bankaútibúa erlendis hafi með umræddri aðgerð verið beittir mismunun miðað við eigendur innistæðna sömu banka hér á landi.

Þess er þá fyrst að geta að ríki eru sjálfstæðir aðilar bæði að EES- og ESB-rétti og mynda raunar grundvöll eða stoðir samninganna um þau. Þannig er réttur og tilvist þjóðríkja sérstaklega varinn í samningunum um ESB og EES-samningurinn telst samningur milli sjálfstæðra ríkja og ESB. Sú grundvallarregla gildir að þær stofnanir sem starfa eftir samningunum um ESB eða EES geta ekki tekið sér neitt vald sem ekki er veitt þeim í samningunum.

Samkvæmt Maastrichtsamningnum ber ESB að virða einkenni og stjórnkerfi aðildarríkjanna enda er þar gert ráð fyrir tilvist aðildarríkjanna með margvíslegum hætti. Þessi sjónarmið eiga auðvitað enn frekar við um EFTA/EES-ríki sem hafa ekki tekið þátt í þeim samruna sem ESB stefnir að. Af því leiðir svo aftur að heimilt er og lögmætt að taka tillit til sjónarmiða sem varða brýna efnahagslega hagsmuni eins aðildarríkis án þess að taka tillit til efnahags annars aðildarríkis þar sem slík sjónarmið eiga ekki við að sama skapi. Það er því ljóst að hvert ríki hefur víðtækan rétt til að verja tilverurétt sinn hvort sem miðað er við samningana um ESB eða EES.

Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú að fyrrgreindar aðgerðir stjórnvalda voru taldar nauðsynlegar til að verja og viðhalda bankakerfi innanlands. Slíkt hefði ekki verið unnt að gera með því að tryggja innistæðueigendum í erlendum útibúum sömu meðferð. Þeir sem þar áttu innistæður eru ekki í neinum sambærilegum hagsmunatengslum við Ísland og þeir sem eiga innistæður hér á landi. Verulegar líkur eru á því að innstæðueigendur erlendis hefðu einfaldlega tekið út allar innistæður sínar ef reglurnar hefðu verið látnar ná til þeirra og þar með gert innlenda bankastarfsemi að engu. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að eigendur innistæðna erlendis hefðu leyst út íslenskar krónur og notað hér á landi með sama hætti og þeir sem áttu innistæður hérlendis.

Meginatriðið er að innistæðueigendur útibúa, t.d. í Bretlandi og Hollandi, eru ekki tengdir íslenskum hagsmunum með sama hætti og menn og fyrirtæki með heimili hér á landi, t.d. með hliðsjón af fjárfestingum, félagslegri aðstoð, sköttum og fleiri atriðum.

Af þessu má ráða að innistæðueigendur í erlendum útibúum íslenskra banka voru í annarri stöðu heldur en þeir sem áttu inneignir í sömu bönkum hér á landi. Réttarstaða þeirra var með öðrum orðum ekki sambærileg. Af því leiðir að ekki var um mismunun að ræða við fyrrgreinda aðgerð.

Þessu til viðbótar er rétt að koma því á framfæri að það er vel þekkt í Evrópurétti að ráðstafanir sem kunna að fela í sér mismunun en eru engu að síður óhjákvæmilegar vegna þjóðfélagsþarfa í almannaþágu fá staðist. Má nefna marga dóma dómstóls ESB því til sönnunar. Enginn vafi er á því að verði talið að efnahagslegt hrun hafi blasað við hér á landi nægir það til að réttlæta frávik frá umræddri meginreglu.

Skilyrðin fyrir frávikunum eru þó ávallt þau að gætt sé meðalhófs. Er erfitt að sjá að vægari kostur hafi verið í stöðunni. Þess ber einnig að gæta að samkvæmt dómafordæmum dómstóls EB hafa aðildarríkin sjálf talsvert mat um það hvort fyrrgreindum skilyrðum hafi verið fullnægt enda tæpast á færi dómstóls að meta aðgerðir til að koma í veg fyrir efnahagshrun heillar þjóðar.

Yfirlýsing stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á greiðslu til innstæðueigenda

Forsætisráðherra gaf þá yfirlýsingu seint á síðastliðnu ári að íslenska ríkið myndi tryggja innlánseigendum hér á landi fjárhæðir þeirra á innistæðureikningum. Yfirlýsingin mun hafa verið sett fram umfram skyldur íslenska ríkisins og væntanlega í þeim tilgangi að tryggja að unnt væri að starfrækja innlenda innlánastarfsemi í framtíðinni, reyna að viðhalda sparnaðarvilja almennings, tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir efnahagslegt hrun.

Þrátt fyrir þetta er hér aðalatriðið að yfirlýsing ráðherra af þessu tagi er óskuldbindandi því henni var aldrei fylgt eftir með lögum (hún krefst samþykkis í fjárlögum, fjáraukalögum eða venjulegum lögum) né kom hún til framkvæmda á einn eða neinn hátt. Þvert á móti verða innistæðueigendur í „nýju bönkunum“ að sætta sig við að bankarnir eru reknir í formi hlutafélaga og ábyrgðin í aðalatriðum takmörkuð við gjaldþol þeirra félaga.

Af þessum sökum fellur umrædd yfirlýsing stjórnvalda hvorki undir 4. gr. EES-samningsins né önnur ákvæði hans um fjórfrelsið. Í fyrri skrifum okkar höfum við einnig talið að yfirlýsingar af þessu tagi féllu ekki undir gildissvið nefndrar 4. gr. Verður sú umræða ekki endurtekin.

Og ég get líka linkað á grein eftir Sigurð Líndal sem tekur þetta mál mjög vel fyrir.  En niðurstaða þessara lögmanna er sú að engin lagarök mæla með ICEsave, þó rétt geti verið að láta undan hótunum, en það eru ósannindi að blanda lögum og alþjóðlegum skuldbindingum inn í það dæmi.

En hér er linkurinn á Sigurð Líndal.

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Ef þú lest þetta þá munt þú sjá hvað ég á við.  Ef þú vilt frekar ræða málin þá skal ég fúslega svara þér, ef þú heldur þig við skoðanir mínar en gerir mér ekki upp annarra manna skoðanir.  Þá verð ég alltaf svo leiðinlegur.

Kveðja að austan.

"

Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 00:39

6 identicon

Gersamlega óskiljanlegt hvað fólk getur endalaust varið ólöglega kúgun og nauðung, Ómar.  Í pistlum þínum fara mikinn 2 menn og verja það óverjanlega.  Og saka þig um skítkast.   Maður getur þurft að verjast skítkasti með skítkasti.  Icesave er skítkast gegn saklausum börnum, foreldrum og gamalmennum.   Og óverjanlegt skítkast.  

Rök þessa fólks snúast ætíð um mismunun og á milli þess að þeir saka alla sem hata Icesave um að vera Sjálfstæðismenn: Þig, mig, Jakobínu, Guðmund Jónas, Pál Viljálmsson og þó ekkert okkar hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn.  Og  Jón Val þó hann hafi formlega og opinberlega sagt sig úr flokknum.    

Sterk rök hafa verið færð gegn þeirri svokölluðu mismunun á þjóðerni þegar verið var að  verja fall bankanna í landinu.  Og eins og þú sýndir að ofan.  Líka hefur mér fundist það sterkt hjá þér, Ómar, þegar þú kemur með dæmið um Lehman Brothers.   Við getum ekki varið alla banka heimsins og alla innistæðueigendur heimsins þó við séum nú sterk.   Og þó við höfum fulla samúð með þeim útlendingum sem töpuðu.   Og fullan skilning á reiði þeirra, enda vorum við sjálf rænd og erum sjálf fokreið.    Það er verk þeirra stjórnvalda að verja sína skattborgara, enda gerðu þeir það og vilja núna rukka okkur fyrir það. 

ElleE (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 12:35

7 identicon

Og fann þetta um firruna um mismunun eftir þjóðerni: 

"Innlendar innistæður, hvort sem er í eigu Íslendinga eða útlendinga, voru ríkistryggðar.   Innstæður í erlendum útibúum, hvort sem þær voru í eigu Íslendinga eða útlendinga, voru ekki ríkistryggðar.   Sumir Íslendingar og sumir útlendingar nutu ríkisábyrgðar en aðrir ekki.    Það er því ekki hægt að halda því fram verið sé að mismuna á grundvelli þjóðernis.    Þetta er mismunu á grundvelli landsvæðis og til þess gert að lágmarka skaða á Íslandi."

ElleE (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 12:49

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Takk fyrir innlitið.  Já, það kom einhver síðbúinn gusa á mig sem ég ákvað að kæfa í fæðingu.  Ég ber fulla virðingu fyrir mönnum sem kíkja við og nota þekkingu sína og rökhæfni til að sýna fram á að ég viti ekki mínu viti og sé vitleysingur.  En ég áskil mér að svara á móti en tel mig halda mig innan siðlegra marka.  Kannski dálitið stríðinn, en sleppi stóryrðum, það er gegn viðkomandi persónu.  Og svo má guð hvað kemur útúr debatani, stundum dús, stundum ekki.

En þeir sem byrja á stóryrðum, þeir eru réttdræpir í umræðunni, það er á meðan þeir undirgangast ekki eðlilegar kurteisisreglur.  Þú segir ekki öðrum fyrir hvað þeir eiga að segja í bloggum sínum en þú mátt nýta þér athugasemdarkerfið til að setja út á viðkomandi skoðanir eða koma með önnur þau andmæli sem þú vilt.  En sem gestur.  Ekki innrásarmaður.

Við Arthur enduðum samt þokkalega sáttir, hann kom aftur og þá kurteis, sem ég átti nú reyndar ekki von á, miðað við fyrstu andsvör mín.  Og hann virðist vera að melta, allavega er hann hættur að útskýra fyrir mér mína villu.  Kannski er hann farinn að spá í hvort villan sé hjá honum.

En hvað um það, alltaf gaman að finna fyrir jákvæðum stuðningi.

Og enn einn dagur í niðurtalningu ríkisstjórnarinnar er hafinn.  Skyldi þeir vera búnir að mynda nýjan meirihluta bak við tjöldin????  Af hverju eru fjölmiðlamenn ekki að taka viðtöl við bakmakkarana í stað þess að taka viðtöl við ráðamenn sem ráða engu í dag því enginn ber virðingu fyrir þeim, og allir vita að þeir eru history.

"there is something in the air"

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 2.10.2009 kl. 12:54

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð aftur Elle.

Marga Hildinn hef ég háð um þessu einföldu staðreynd að neyðarlögin verji landsvæði, og innan þess svæðis er ekki um mismunun að ræða.

En fólk meðtekur þetta ekki, sérstaklega vegna þess að Riddarar heimskunnar kyrja þennan söng í sífellu.  Meira að segja sá mæti maður, Egill Helgason, leyfði Silju Báru að bulla svona í síðasta þætti hjá sér.  Þó hefði maður haldið að Egill hefði kynnt sér greinar Stefáns og Lárusar.  Menn sitja niður að bulla svona, og það að þetta bull skuli grassera á ríkisfjölmiðlunum, það vekur upp efasemdir um hvaða hagsmuni sé verið að verja.  

En svona er þetta, það er ekki öll vitleysan eins.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 2.10.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 443
  • Sl. sólarhring: 730
  • Sl. viku: 6174
  • Frá upphafi: 1399342

Annað

  • Innlit í dag: 373
  • Innlit sl. viku: 5228
  • Gestir í dag: 344
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband