Það sem Ögmundur sagði er mjög einfalt.

"Frekar yfirgef ég stjórnina en að samþykkja það sem Samfylkingin biður mig um".

Stefna hans og sannfæring er mikilvægari en ráðherrastóllinn.

Ögmundur er maðurinn, sem næstum því gaf allt eftir, svo fyrsta hreina Vinstristjórnin frá minnihluta stjórninni 1979, gæti komist á koppinn.

En hann gat ekki svikið þjóðina.

Þá fórn var hann ekki tilbúinn að axla.

Aumt er það fólk sem tekur breta fram yfir sína þjóð.

Ögmundur er ekki einn af þeim.

Það eitt mun tryggja sess hans sem mannsins sem ekki sveik á Ögurstundu.

Hans framtíð í íslenskri pólitík er tryggð.

Framtíð annarra þingmanna VinstriGrænna er að ráðast á meðan þessi orð eru skrifuð.

Vonandi muna þau orð Nóbelsskáldsins að betra er að vera barður þræll en feitur þjónn.  

Samfylkingin lætur svipuhöggin dynja á þeim núna, en þau eiga ennþá vonina í brjósti.

Vonina um að senn taki kúgunin á enda.

Þeirra er framtíðin ef þau skynja sinn vitjunartíma.

Þeirra stuðningsfólk væntir þess að þau standi á sannfæringu sinni.

Myndum nýja stjórn um mannlíf og fólk.

Segjum bless við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gjöreyðingarstefnu hans gagnvart íslenskri þjóð.

Við þurfum ekkert alþjóðlegt fjármagn, við þurfum fólk.

Við þurfum ekki hundruð milljarða að láni til að auðmenn geti áfram fíflað þjóðina.  

Við þurfum aðeins lífvænleg skilyrði fyrir heimili og fyrirtæki til að þau fái þrifist.

Segjum bless við gömlu ráðin og gömlu varðhunda auðmannanna.

Byggjum nýja framtíð á okkur sjálfum.  Fólkinu í landinu.

Gefum bretaLeppunum frí.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Var ekki að fórna sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband