Og þetta eru samstarfsmenn!!!

En Samfylkingin gleymir einu.

Hún er ekki í neinni stöðu til að hæðast að og hóta sínum samstarfsflokki.  

Hún sveik nefnilega íhaldið á ögurstundu og slíkt gerir maður aðeins einu sinni.

Núna er hún að svíkja VG.

VinstriGrænir hafa réttilega bent á að í gildi eru lög á Alþingi sem kveða á um ákveðna fyrirvara á ríkisábyrgðinni.  Núna krefst Samfylkingin af þeim að þeir breyti þessum lögum svo bretarnir verði ánægðir.

Og það er ekki nóg að biðja um svikin, heldur er óskin borin fram með svipuna á lofti. 

Hvílík lágkúra.

Svikin eru svo í eðli þessa fólks, að það gat ekki einu sinni gert Steingrími Joð kleyft að leysa málin í kyrrþey.  Takist Steingrími að  beygja þingflokk sinn, þá verður það gert undir háðsglósum Samfylkingarinnar.  

"Svona, sjáið hverjir eru ábyrgu aðilarnir í stjórninni". "Það þurfti að stilla þeim upp við vegg til að  þeir samþykktu ICEsave".

Og flokkur sem lætur stilla sér upp við vegg er búinn í pólitík.

Þetta vissi Ögmundur, og því fór hann og slapp óskaddaður frá hildarleiknum.  

Steingrímur Joð ætlar að biðja restina af þingflokki sínum að fremja pólitískt sjálfsmorð með sér.

Finnst einhverjum það líklegt að þetta unga og efnilega fólk í VinstriGrænum vilji enda sinn stjórnmálaferil á þann hátt  að fórna sér fyrir tapaðan málstað að beiðni formannsins????  Formanns, sem vinnur skítverkin fyrir samstarfsflokkinn og uppsker háðið eitt og lítilsvirðingu í staðinn, og er síðan svikinn á Ögurstundu.

Hafi þetta fólk eitthvað í pólitík að gera, þá hallar það sér strax að Ögmundi;

Hann er hinn sterki foringi VinstriGrænna.  Það er hann sem getur látið flokkinn ná vopnum sínum á ný.  Eina von Steingríms í pólitíkinni er að láta eins og ekkert sé og leiða flokkinn út úr ríkisstjórninni.

Annars er hann history eins og ICEsave svikin.

Og þetta vissi Jóhanna allt fyrir.  Hún er búin að taka þá ákvörðun að fórna stjórninni, en það þarf að leika leikritið á enda.

Við sáum alla þessa atburðarrás í lok janúar á þessu ári.

Þetta leikrit hefur áður verið leikið á Alþingi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Stendur og fellur með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 1438617

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 233
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband