Við höfðum sigur!!!!!

Héðan af mun enginn þingmeirihluti nást um neina niðurstöðu ICEsave málsins án þess að hin lögformlega leið EES samningsins verði farin.

Við skulum gera okkur grein fyrir því að felli hann dóm gegn íslensku þjóðinni, þá fellur hann um leið dóm yfir Evrópu sem samfélagi siðaðra þjóða.

Meira að segja andstæðingar okkar, bretarnir, viðurkenna að tilskipun ESB um innlánstryggingar gerir sérstaklega ráð fyrir að það sé ekki ríkisábyrgð á innlánstryggingum.  Þeir málflutningur byggist á því að ríkisábyrgðin hafi verið afleiðing af einhverju óskilgreindu ferli innan Evrópska regluverksins, því það hafi verið ætlast til að innlán væru tryggð upp af vissu marki.  

En veikleiki þeirra röksemda er sá að þeir geta ekki bent á eina einustu setningu í Evrópskri löggjöf sem segir þetta hreint út, það er aðeins hægt að vísa í álit þeirra sem eiga hagsmuna að gæta að löggjöfin sé túlkuð á þann veg að um ríkisábyrgð sé að ræða.

En það er auðvelt að túlka hluti á ákveðinn veg ef sú túlkun brennur ekki á þér.  Þetta er eins og siðleysið sem birtist í gamla góða brandaranum þar sem Reykvíkingurinn henti Hafnfirðingnum út úr flugvélinni með þeim orðum, "allt fyrir Ísland".  Það er ofsalega auðvelt að krefjast fórna af öðrum sem hvarflar ekki að þér að framkvæma sjálfur.

Engin þjóð í Evrópu mun sætta sig við þvílíkar álögur og íslenska landráðafólkið ætlast til af þjóð sinni, bara svo það megi vera mem í Brussel.

Núna mun hefjast mikill hráskinsleikur þar sem Samfylkingin mun útlista allar hörmungar helvítis sem bíður þessarar vanþakklátu þjóðar fyrir að hafa ekki undirgengist skuldahlekkina með bros á vör.   Bæði mun vera vitnað í Dante og eins hina fórnfúsu Azteca sem gáfu börn sín á fórnaraltari prestanna svo sólin kæmi upp næsta morgun. 

En trúgjörn fífl, fólk sem trúir á útskúfun alþjóðasamfélagsins eða að núna þurfum við að greiða allan ICEsave reikninginn og um leið allar aðrar bankaskuldir bretanna, það er hópur í útrýmingarhættu, og því mun Samfylkingin ekki uppskera miðað við erfiðið.  

Íslenska þjóðin mun sanna það fyrir henni eitt skipti fyrir öll;

Landráð og föðurlandssvik borga sig ekki.

Og þessi orð mín koma aðildarumsókn að ESB ekkert við.

ICEsave Nauðungin er skýlaust brot á stjórnarskrá Íslands og hefur það alvarlegar afleiðingar að sá gjörningur varðar við landráðakafla hegningarlaganna.  Það er bannað að ráðstafa skattpeningum þjóðarinnar til að greiða ríkisútgjöld annarra landa, jafnvel þó þau lönd hafi í hótunum við þjóðina.  Og það er bannað að setja eigur þjóðarinnar upp í pant.  

Ef það gilda lög í landinu og þeim er framfylgt, þá geta ábyrgðarmenn ICEsave Nauðungarinnar hvenær sem er átt von á því að nýr dómsmálaráðherra láti draga þá fyrir landsdóm og þar verði þeir látnir svara til saka fyrir gjörðir sínar.  Það er eins gott þeirra vegna að hótun bretanna sé til skjalfest og sé það alvarleg að þetta fólk eigi minnsta möguleika á sýknun.

Það er siðrof í samfélaginu og algjör lögleysa að ungt ógæfufólk sé dæmt í 8-10 ára fangelsi fyrir villu sína, en þeir sem blekkja þjóð sína til að skrifa upp á skuldabréf, án nokkurra lagalegra raka, að lágmarki 1.000 milljarðar með vöxtum, án þess að hafa neina tryggingu fyrir því að eignir komi á móti.  Miðað við tíu ára dóminn í vikunni, þá er svona 1.500 ár eðlileg refsing fyrir þennan glæp, því hann hefði táknað endalok íslensks þjóðfélags.

Og samstarfið við Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn er föðurlandssvik, því í því samstarfi er gert ráð fyrir að fórna skuldurum landsins á altari peningaafla.  Og stærri svik er ekki hægt að framkvæma því stærsti hluti skuldaranna er ungt barnafólk.

Já, þessi stjórnarslit voru ekki bara mikil gæfa fyrir íslenska þjóðina, þau voru einnig mikil gæfa fyrir það ógæfufólk sem stóð að ríkisstjórninni, þeirra beið algjör útskúfun úr íslensku samfélagi.

Það er jú þannig að sumt gerir maður ekki.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Ómar, framhaldið verður, tja getur maður sagt fróðlegt?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 30.9.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Þetta er búið hjá þeim.  Þeir hafa ekki það bakland að geta gengið gegn samþykkt Alþingis frá því í sumar.  

En leikritið sem núna er í gangi, það kveður á um nokkrar rýtingsstungur í viðbót.  Hverjir fá þær, veit ég ekki, en þær munu gleðja fréttamenn sem alltaf eru jafn hissa þegar er verið að spila með þá.

En ég held að tvennt komi til að þeir slíta ekki strax.  Það fyrra er að menn eru hræddir við stimpilinn sem kallast að vera óábyrgur.  Á meðan Riddarar heimskunnar stjórna umræðunni, þá telst það óábyrgt að vera á móti heimskunni og ICEsave.  En þetta heldur ekki lengi.

Og það seinna sem ég held að spili sterkar inn í, það er sú staðreynd að menn hafa ekki náð að mynda nýjan meirihluta, þú slítur ekki nema í neyð, ef stólar eru ekki klárir.

En þetta er búið.

Minni vakt er lokið í bili.  Og ég sem var búinn að semja í huganum lokapistil minn um ICEsave, og hann var dramatískur.  En í staðinn fékk ég þessa skemmtun í dag.   Mér finnst ekkert leiðinlegt að hafa rétt fyrir mér, og ekki var verra að hlusta  á Ögmund taka undir allt sem ég hef sagt hér lengi.  

Burt með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, höfnum ICEsave og plan B er að standa í lappirnar.

Ég eigna mér þetta því ég hef sagt þetta í meiri samfellu en Ögmundur, en ég veit að þetta hafa verið hans innstu hugsanir í langan tíma.  

Og bloggið er vettvangur til að skapa þann þrýsting að eitthvað láti undan.  Og til þess þarf einhver að taka að sér að vera leiðinlegur og ögrandi í málflutningi.  

En því tímaskeiði lauk hjá mér í dag, nema þegar þannig liggur á mér.  Óbermin eru jú ennþá og margir telja þá bjargvætti.

En hvað um það, þetta er búið að vera gaman, en núna er að safna kröftum fyrir næsta uppgjör.

Heyrumst,

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 00:51

3 identicon

Já, miðað við alvarleikann eru 1.500 ár eðlileg refsing fyrir þann glæp, Ómar.  Hví er ekki búið að draga fólk frá völdum?  Og koma þeim fyrir landsdóm?

ElleE (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle,

Ég veit ekki, kannski skortur á að fólk lesi rétta bloggið???'

Og trúi Riddurum heimskunnar of mikið.  Fólkinu sem bullaði út í eitt í aðdraganda Hrunsins, og er ennþá að, án þess að sjá nokkurn tíman hvað það hefur alltaf haft innilega rangt fyrir séð.

Fólk geri grín að Árna Matt, þegar hann spurði um hvort fólk þyrfti ekki að kaupa sér ný gleraugu, en undir hans orð var tekið á fjölmiðlum, ég man til dæmis þegar feitur rauðkollur hló að Ögmundi, rétt fyrir kosningarnar 2007, en hvor hafði rétt fyrir sér????

Hluti af okkar vanda er sá að Andstaðan eltir þá uppi sem hrópa gegn okkar þjóð, bara ef þeir hnýta í Sjálfstæðiflokkinn og útrásarvíkingana í leiðinni.  Og ef það þarf að verja virkilega mikla illsku gegn þjóðinni, þá dugar að vitna í Davíð Oddsson.

Var ekki Þóra Kristín vinsæl hjá Andstöðunni????  Hún sem var svo skelegg að vinna gegn íhaldinu.  En á meðan tók hún ekki eitt viðtal við fólk sem hélt uppi vörnum fyrir hagsmuni Íslands í ICEsave deilunni.  Án þess að ég sé að gera lítið úr vanda fortíðar, þá er það liðið, og ég er ennþá lifandi, en ég vil helst ekki að landráðar drekki mér og mínum, á meðan fólk er að tala um Davíð Oddsson eða þá það hve Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið mikill Nýfrjálshyggjuflokkur.  Gott og vel, má vera, eitthvað slíkt hefur komið út úr mínum munni hér áður fyrr, en það er ekki hann sem stjórnar í dag.

Eins er það með menn eins og Þorvald Gylfa, hetju Hrunsins eins og DV kallar hann.  En þessi ágæti maður er nr. 2 á eftir Hannesi í kenningum Friemans, og hann var kátur þegar hann frétti af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Taldi okkur vera lánsöm að vera ekki söltuð niður í tunnu, slíkt hefði verið gert, illverki sjóðsins væru bara annars stigs hjá okkur, ekki þriðja stigs, eins og gagnvart gulu fólki, eða brúnu.  Og eftir þessi orð, var maðurinn klappaður upp í Háskólabíói.  

Nei, Elle, núverandi ástand er að meginhluta hægt að rekja til okkar í Andstöðunni.  Það erum við sem þekkum ekki muninn á réttu og röngu.  

Á meðan getum við ekki gert kröfu til stjórnvalda.  Þannig séð eru þau að fylgja ráðum fólks sem við klöppuðum upp.

Þú uppskerð eins og þú sáir.

En ég var að djóka með 1.500 árin, vill afsökunarbeiðni, og þá eigum við að horfa fram á við.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 445
  • Sl. sólarhring: 730
  • Sl. viku: 6176
  • Frá upphafi: 1399344

Annað

  • Innlit í dag: 374
  • Innlit sl. viku: 5229
  • Gestir í dag: 344
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband