Stjórnin er fallin.

Hvað sem verður sagt um Jóhönnu Sigurðardóttir, þá er hún enginn vitleysingur í pólitík.  Þrátt fyrir að þetta ár hafi verið henni erfitt, þá er hún einn hæfasti pólitíkus sem landið hefur alið.  Verkefnið sem hún tók af sér var óvinnandi, jafnvel fyrir Súperman, því vandinn er svo risavaxinn, að aðeins þjóðarsátt getur leyst hann.  Þingmeirihluti, sem nýtur stuðnings um helmings þjóðarinnar, á ekki sjens í dæmið, hverjir svo sem flokkarnir eru sem mynduðu hann.

Þetta hef ég bent á í blogginnslögum mínum alveg frá upphafi Hrunsins, nú sé sá tími sem menn slíðra sverðin og sameinist um að bjarga þjóðinni.  Þetta hafa líka aðrir mætir menn bent á, frægastur þeirra er Davíð Oddsson, þá verandi í Seðlabankanum.  En flokkakerfið tók sína valdabaráttu fram yfir hagsmuni þjóðarinnar, og það kaus velferð fjármálakerfisins fram yfir velferð almennings. 

Ræðan hans Steingríms J. Sigfússonar, frá því í byrjun október 2008 er klassík, og er ennþá í fullu gildi.  Það hefur ekkert breyst.  Þörfin á samstöðu er ennþá sú sama, og vanhæfni sundrungarinnar er öllum augljós.  

Og það þarf að reka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi.

 

En af hverju þessi formáli um frétt um meinta óþolinmæði Jóhönnu???

Svarið er augljóst öllum sem eru eldri en tveggja ára í pólitík.  Með þessum leka setur hún óbærilegan þrýsting á Ögmund Jónasson.  Hún veit sem er að Ögmundur, eins og aðrir stjórnmálamenn, er sjálfhverfur og fórnar ekki sinni pólitískri framtíð fyrir hvort sem er óstarfhæfa ríkisstjórn.  Samþykki Ögmundur einhvern ICEsave bastarð sem gengur gegn samþykkt Alþingis frá því fyrr í sumar, þá er hann búinn að vera í pólitík.  Því þá hefur hann ekki bara brugðist stuðningsmönnum sínu, hann hefur um leið brugðist sjálfum sér því sérstaða hans hefur alltaf verið hans málefnalega sjálfstæði.  

Það tekur enginn mark á tómri tunnu þó hátt glymji í henni.

Þetta veit Jóhanna, þetta veit Ögmundur.  Sjálfsagt vita þetta allir áhugamenn um pólitík, nema hugsanlega vitgrannir fjölmiðlamenn.  Þess vegna geta pólitíkusarnir endalaust spilað með þá.  

 

En af hverju þennan millikafla????  Af hverju er ekki strax boðað til blaðamannafundar og útförin tilkynnt?????

Svarið felst í refsskák stjórnmálanna.  Báðir flokkar eru að skapa sér vígstöðu.  Í dag er augljóst að það er aðeins einn armur innan ríkisstjórnarinnar sem vill þessa stjórn áfram.  Og hann heitir Steingrímur Joð Sigfússon, aðrir sjá sinn hag best borgið með því að stjórnin springi.

Jóhanna og hennar fólk ætla að veðja á stuðninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Þau munu kenna VinstriGrænum um allt sem miður fór vegna þess að tafir á ICEsave, frystu efnahagspakka IFM.  Þess vegna er allt í kalda koli mun Samfylkingin segja.   Og treystir sem fyrr á heimsku þjóðarinnar.

Ögmundur mun hins vegar benda á að í gildi séu lög og það sé eitthvað til sem heitir þjóðarhagur og almenningur sem þurfi að lifa í þessu landi.  Endurreisn hins gamla fjármálakerfis megi ekki kosta hvað sem er.  Ef það sé ekki hægt að semja við bretana á þann hátt að þjóðin fái lifað af, þá sé betur ósamið við þá. 

Þarna mun Ögmundur treysta á hvort hægt sé að byggja brú yfir til Sjálfstæðismanna.  Því ýmis teikn eru á lofti að þeir vilji losna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Í heimi þar sem tilviljanir eru aðeins til í huga blaðamanna, þá er ljóst að tímasetning á ræðu Vilhjálms Egilssonar er engin tilviljun.  Alþjóðagjaldeyrissjóðnum má fórna fyrir lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta, að sjálfsögðu gegn því skilyrði að Sjálfstæðisflokkurinn komist í stjórn.

Gengur plottið upp???

Veit ekki, ekki er ég að plotta.  Mín lýsing er aðeins ein tilgáta af mörgum.  Hún byggist á þeirri forsendu að Jóhanna sé engin bjáni og að Ögmundur vilji vera áfram í pólitík.

En kannski eru þetta allt asnar Guðjón, hver veit.

Kannski er of snemmt að fagna.  

En ég ætla samt að líta eftir kampavínsglösunum.  Það gæti verið þörf fyrir þau á næstunni.

Hugsanlega mun mesta ógæfustjórn í sögu þjóðarinnar, stjórn sem afrekaði það að svíkja sjálfa vonina, falla, og vera husluð í ómerktri gröf, engum til harms.

Farið hefur fé betra, en vandfundnara verra.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Já þetta er líklega allt rétt hjá þér og skelfileg tilhugsun að fara nú inn í kosningar eða utanþingsstjórn á versta tíma.   Hitt er annað mál að setja má í skyndi sérstakan gjaldeyrisskatt vegna útstreymis gjaldeyris til annara hluta en afborganna og vexti af lánum og innkaupa fyrir þjóðarbúið.

Þessi skattur mætti vera 30% af eignum sem hafa verið hér skemur en 36 mánuði og 20% á það sem hefur verið hér í 24 mánuði og síðan lækki skatturinn og hverfi eftir 5 ár.

Hefja viðræður við álverin um að þeir skilji eftir tímabundið gjaldeyri fyrir seldar afurðir hér á landi og skila AGS láninu strax og aflétta gjaldeyrishöftum um leið og skatturinn hefur tekið gildi.

Bara tekjur af þeim sem vildu fara mundu stoppa vel upp í fjárlagahallann og við gætum þá sjálf á lengri og mildari tíma byggt umm okkar sjóð með ráðdeild og sparnaði.  Setja mætti hærri gjöld á luxusbíla flatskjái og önnur leikföng.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þór.

Sama hvað skeður, þá er allt betra en föðurlandssvik.

ICEsave er landráð, samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er föðurlandssvik.  

Þetta eru bara staðreyndir, út frá því hvernig þessi hugtök eru skilgreind.  Kemur pólitískri afstöðu fólks ekkert við.  En það er hins vega pólitík að segja að svart sé hvítt.

En það sem þú ert að segja, er um margt samhljóma því sem hún Lilja Mósesdóttir, manneskjan sem hefur meira vit á hagfræði en restin af þingheimi (Tryggvi Þór má reyndar ekki vera með í jöfnunni), lagði til í haust.

Það er ekki þannig að úrræði séu ekki fyrir hendi.  Þetta er bara spurning um lífsafstöðu stjórnmálamanna, hvort þeir velji fólk eða kerfi.

Bæði þessi stjórn, og sú síðasta, kaus að endurreisa kerfi, ekki að gera fólki kleyft að lifa í landinu.  Það var talin afgangsstærð.  

En fólk er upphaf og endir alls efnahagslífs og fólk er upphaf  og endir stjórnmálanna.

Engin stjórn, sama hvaða nafni hún nefnist, mun ganga, nema hún átti sig á þessum einföldu staðreyndum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 10:39

3 identicon

"En kannski eru þetta allt asnar Guðjón, hver veit."   Kannski eru þeir allir asnar, en hver er Guðjón???

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 23:01

4 identicon

Já, og Ómar, eins og þú segir í commenti 2 er samstarf við AGS föðurlandssvik.  Það mætti skrýpa-spillingin læra utanbókar. 

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 23:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Heyrðu, ég þekki ekki þennan Guðjón, en Einar Kárason þekkti hann.

En hvernig er það, hefur þú rekist á einhvern hér í netheimum sem trúir á langlífi þessarar stjórnar?? 

En Ögmundur flottur í Kastljósinu.  Það er stutt í að það verði spurt; Steingrímur! Who!!!

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 23:50

6 identicon

Nei, Ómar, hef ekki heyrt neinn sem heldur að stjórnin lifi, nema Jóhönnu.  Kannski fellur líkið í næsta vindi?  Langaði að prófa að nota þín snilldar-orð.   Já, Ögmundur var flottur.   Hann vill enga hótun, enga kúgun, enga nauðung, ekkert Icesave.  ekkert IMF.   Gott að hann notaði þessi lýsingarorð opinberlega og styður allt sem við höfum verið að skrifa.  Skil þó ekki orð hans um að styðja ríkisstjórnina. 

ElleE (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle,

þetta er pólitík, þú segir eitt en meinar allt annað með þínum orðum.

Ég er ekki lesinn maður, og get því ekki bent þér á mörg dæmi úr bókmenntunum, þó þau séu mýmörg, en þessi rökræða Ögmunda notaði Shakespeare í orðum Antoníusar við útför Sesars.

Og vindurinn blæs.

Steingrímur er hluti af plottinu.  Hann sagði fjölmiðlahorgemlingum í nótt, að hann hefði umboð til að ganga til samninga um ICEsave, eins og einhver hefði efast um það.

Og hvað ætlar hann að semja um?????

Landráð???'

Ekki mjög trúlegt.  En hann kastaði boltanum til Samfylkingarinnar, og hún er núna út í horni.

Ef hún samþykkir kröfu Alþingis, sem vinstriGrænir túlka, þá semur hún ekki við bretana.

En þeir eru hennar húsbændur.

"Blowing in the Wind" og blásarinn eru í dag VinstriGrænir, þeir kusu að bjarga þjóð sinni, um leið og þeir björguðu sjálfum sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 558
  • Sl. sólarhring: 642
  • Sl. viku: 6289
  • Frá upphafi: 1399457

Annað

  • Innlit í dag: 476
  • Innlit sl. viku: 5331
  • Gestir í dag: 437
  • IP-tölur í dag: 430

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband