29.9.2009 | 14:42
Ögurstundin nálgast.
Manneskjan sem einu sinni hjúkraði þjóð sinni og vildi allt fyrir hana gera, telur sig núna þurfa að hjúkra breskum ofbeldismönnum.
Hún boðar þjóð sinni þrengingar svo hægt sé að kosta þá hjúkrun. En hún huggar þjóð sína með þeim orðum að Við förum ekki með það inn á þing nema við séum sátt við málið," segir Jóhanna og bætir við að þjóðin verði að standast skuldaþolið. Ég mun aldrei samþykkja þetta mál nema ég sé sátt við þá niðurstöðu og treysti mér til þess að fylgja henni fram fyrir íslenska þjóð með minni ríkisstjórn."
Í ljósi þess að sama manneskja ætlaði að fara með sama samning, án fyrirvara, í gegnum þingið núna í vor, þá með fullu samþykki fjármálaráðherra, þá fer um mig ískaldur hrollur. Þá var það heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson ásamt sínum stuðningsmönnum innan VG, sem stoppaði þann gjörning því samningurinn var hreint tilræði við þjóðina og sjálfstæði hennar.
Núna hótar Jóhanna stjórnarslitum ef Ögmundur verði ekki beygður í duftið.
Myndi stjórnarflokkarnir ekki meirihluta fyrir málinu þurfi að skoða breytta stöðu.
Skýrar er getur hótunin ekki orðið.
Jóhanna biður fólk um að treysta sér, ef af hverju ætti fólk að gera það? Hún hafði sömu orð upp í vor og hér eru endursögð að framan. Þá var hún sátt og Leppar breta fóru hamförum í fjölmiðlum við að sannfæra þjóðina að hún réði við skuldina og yrði að greiða hana.
En núna er vandfundið það fífl sem myndi endurtaka þau orð. Upphaflegi samningurinn var Landráð því hann kvað á um skilyrðislausa ríkisábyrgð á skuldbindingum sem þjóðinni kom ekkert við. Og í þokka bót þá lofaðist Jóhanna Sigurðardóttir fyrir hönd þjóðar sinnar að hún myndi ekki leyfa þjóð sinni að leita réttar síns seinna meir. Og í þokkabót, þá yrðu eigur þjóðarinnar settar upp í pant, svona formsins vegna eins og bretalepparnir sögðu.
Já, af hverju ætti þjóðin að treysta henni núna?
Hvaða launráð eru brugguð í bakherbergjum Samfylkingarinnar???
Hvort mun Vinstri Grænum þykja vænna um æru sína og heiður eða mýkt ráðherrastólanna???
Hvað mun þessi Ögurstund bera í skauti??
Þrælahlekki eða lausn á verstu martröð íslenskrar þjóðar í þúsund ár?
Fara svikin sem Jóhanna boðar í orðum sínum, því morgunljóst er að bretarnir hlógu af fyrirvörum Alþingis, í gegnum haustþingið, eða fellur ríkisstjórnin???
Stærri spurning hefur ekki verið spurð frá því að Þorgeir fór undir feldinn.
Verður friðurinn rofinn????
Kveðja að austan.
Þarf niðurstöðu fyrir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Ómar fyrir þína ódrepandi baráttu fyrir framtíð barna okkar. En hvað getum við gert? Verðum við ekki að reyna að koma vitinu fyrir þetta fólk á einhvern hátt? Þessi Icesave skuld mun vera eins og klafi á komandi kynslóðum og mér finnst fráleitt að samþykkja þetta. Ég held að mikill meirihluti þjóðarinnar sé sammála en stjórnvöld hlusta ekki! Hvernig fáum við þau til að hlusta?
mamman (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:04
Kannski væri það betra fyrir þjóðina ef friðurinn rofnaði.
Þú stendur vaktina með prýði.
Amma bað fyrir kveðju.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.9.2009 kl. 15:07
Ég gef Icesave-stjórninni ekki margra mánaða líf til viðbótar. Við sjáum hvernig VG rótast gegn öllum framkvæmdum í landinu. Þetta munu Sossarnir ekki geta liðið, því annars mun fylgið halda áfram að hrynja af þeim.
Flestir VG menn eru farnir að átta sig á þeirri áhættu sem ESB-umsóknin er. Þrátt fyrir að forusta VG er fylgjandi ESB-aðild, munu almennir félagsmenn taka í taumana.
Niðurlæging Alþingis verður alger, ef Icesave-stjórnin þvingar í gegn eftirgjöf við andskotana í Bretlandi og Hollandi. Þjóðin mun þá gera uppreisn og hausar Jóhönnu og Steingríms fjúka.
Kosningar í árs-byrjun 2010.
Kveðja austur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.9.2009 kl. 15:52
Blessuð mamma og takk fyrir.
Ætlið þið mæðurnar séu ekki lykillinn af lausn vandans. Stjórnvöld hlusta ekki og munu ekki hlusta. En baklandið hlustar. Og fjölmiðlamenn sperra eyru þegar hundruð mæðra streyma út á torg. Það voru mæður sem felldu illmennin í Argentínu, og mjög víða hafa þær látið til sín taka.
Hér á Íslandi eru þær blendnar í afstöðu sinni. Sumar taka flokkinn fram yfir framtíð barna sinna. Í því er vandi Íslands fólginn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 19:05
Takk fyrir góðan pistil Ómar. Helsta áhyggjuefni okkar í dag er að þessi ríkisstjórn nái að draga hér allt í svaðið áður en almenningur vaknar upp.
Fólk er að rumska en meira þarf til.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.9.2009 kl. 19:31
Blessaður Loftur.
Ég er sammála þér að stjórnin muni ekki hjara lengi. Til þess eru brestirnir of augljósir. Sjáðu fíflaganginn í Jóhönnu, þetta er í annað sinn sem hún hótar stjórnarslitum opinberlega. Niðurlæging VG er algjör, þeir eru eins og barðir rakkar.
Vissulega er augljóst mál að ef stjórnin nær ekki ICEsave í gegn, þá verður hún að víkja, miðað við yfirlýsingar hennar að allt standi og falli með ICEsave. En þú segir ekki svona augljósa hluti opinberlega. Þó Ögmundur hafi alltaf ætlað að samþykkja, þá er hann núna í þeirri óbærilegri stöðu að fá á sig háðsglósur að hann vinni gegn sinni eigin sannfæringu því Jóhanna stjórni honum með svipunni eins og hinum hundunum. Til hvers að kjósa mann á þing sem spyr alltaf Jóhönnu um leyfi??? Er ekki þá eins gott að klóna Jóhönnu en að kjósa mannleysurnar í VG?
Svona er endalaust hægt að spinna háðið, bara vegna þess að Jóhanna hefur ekki vit á að þegja á réttum augnablikum. Samþykki VG þá eru þeir búnir að vera, ærulaust fólk kýs enginn.
En hins vegar hef ég ekki trú á kosningum, annað hvort verður glundroði eða leiðtoginn stígur fram, þessi sem Völvan spáði 1989 eða þar um bil.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 19:56
Blessuð Jakobína.
Já fólk er að rumska og við skulum hugga okkur við að ekkert sem stjórnin gerir er löglegt ef það gengur gegn stjórnarskránni. Bæði landsala og ICEsave gera það.
Og því verður rift.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 19:57
Blessaður Axel.
Takk fyrir kveðjuna.
Þó ég sé herskár í augnablikinu þá tel ég að friðrof sé það versta sem fyrir getur komið. En ef naumur meirihluti ætlar endalaust að keyra gegn sín mál gegn stórum minnihluta, þá mun allt sjóða.
En ég trúi á hina vitiborna veru. Þannig séð vorum við öll í mjög svipuðum sandkössum að leika okkur þegar við vorum lítil. Og kom alveg bærilega saman. Og eru ekki öll hrekkjusvínin búin að fara í eineltismeðferð????
Og það er augljóst að þröng hagsmuna og valdapólitík er gjaldþrota hugmyndafræði. Og engin lausn, sem skilur hluta þegnanna eftir í skuldafjötrum, eða þá hreinni örbirgð mun ganga upp.
Þá er svarið bara eitt.
Skynsemin.
Ég fer ekki ofan af því að ég hafði rétt fyrir mér í pistlum mínum um "Guð blessi Ísland". Besti kosturinn við mikinn og flókinn vanda er sá að lausnin er ákaflega einföld.
Það þarf bara að gera það sem þarf að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 20:04
Góður að vanda Ómar. Jú lausnin er einföld. Á tímum sem þessum duga hefðbundin ráð eða óráð hagfræðinnar ekki. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg ráð. En stundin nálgast eins og þú segir og nálgast óðfluga.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 29.9.2009 kl. 22:34
Takk Arinbjörn.
Kom inn á þessa hugsun í pistli mínum um ekki leiðtogann Jóhönnu. Mér fannst ég vera gáfulegur þar, en kannski var sýran of mikil.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 23:26
Undarlegt orðalag, finnst mér: "að þjóðin verði að standast skuldaþolið."
Skilur einhver þetta, eða er kerlan búin að missa vitglóruna ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.9.2009 kl. 00:05
Blessaður Loftur.
Brown vinur hennar og andlegur leiðtogi, getur kannski sent henni gamlar töflur sem breskir þrælaeigendur notuðu til að reikna út vinnuþol þræla með lágmarks tilkostnaði.
Er þetta ekki svipuð aðferðarfræði?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 08:34
Þú átt líklega kollgátuna Ómar, að kerlan hafi ætlað að segja:
Mér finnst nú dálítið sérkennilegt að forsætisráðherra skuli ætla að leggja skuldaþolspróf fyrr þjóðina. Væri ekki nærtækara að hún tæki sjálf slíkt próf. Ég held að það nyti meiri vinsælda.
Annars er Gordon Bulldog Brown í djúpum skít, eins og unglingarnir segja á helgidögum. Hann kemur til með að tapa í komandi kosningum og líklega stórt. Sömu örlög munu bíða Jóhönnu, ef hún verður þá ekki áður skriðin í holuna hjá eiginkonunni.
Er hægt að hugsa sér meiri ónytjunga en fólk sem alla sína æfi hefur staðið við ríkisjötuna og hrifsað til sín beztu bitana ? Hugmyndafræði Sossanna hefur í raun ekkert annað innihald. Mér sýnist fólk vera að öðlast skilning á þessu, um alla Evrópu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.9.2009 kl. 09:30
Blessaður Loftur.
Ástæða þess að elítan selur þjóð sína er sú, að hún hefur aldrei sjálf hugsað sér að fara í svona próf. Ástæða þess að hagfræðiprófessorar eins og Gylfi, Þorvaldur og Þórólfur, tala svona fjálglega gegn allri sinni þekkingu og viti, er mjög einföld, þeir sjá tækifæri fyrir sína buddu, því þeir vita eins og er að það þarf alltaf rakka til að glefsa í almenning. Og rakkarnir eru alltaf fóðraðir á góðum bitum.
En eins og þú veist mæta vel, þá hef ég ekki alveg sömu sín á orsakasamhengi kreppunnar, en þið íhaldsmenn megið eiga að þið virðist hafa fullan vilja til að gera upp siðleysi og græðgi Nýfrjálshyggjunnar. Enda er ykkar viskubrunnur og rætur í mönnum eins og Bjarna og Ólafi og ég var ekki gamall þegar ég skynjaði mikilvægi þess heiðarleika sem mér fannst stafa af persónu Geirs Hallgrímssonar. Ég myndi líka telja til fyrrverandi ellilífeyrisþega, ég er ekki með hann á heilanum, en hef alltaf tekið eftir hinni stóru klassískri íhaldstaug sem skein alltaf í gegnum tískustrauma Friedmans. En ég nenni ekki í debat við þá sem sjá ekki þessa taug.
Ég tel að sjálf siðmenningin sé í hættu ef þetta ógnarafl verði ekki stöðvað, þeir eru hin mikla ógn í dag. Siðmenningin byggist á þeim kjarna að gera ekki öðru fólki illt, og allir eigi rétt til mannsæmandi lífs, ekki bara sumir.
Allir ismar hafa verið tilræði við siðmenninguna.
Og í dag er mannkynið í svo djúpum skít, að allir þurfa að moka svo það losni. Þeir sem sjá fyrir sér þann mokstur án þess að njóta hjálpar góðra og gegnra íhaldsmanna, eru á miklum villigötum, hafa örugglega villst vegna þess að þeir eru slegnir blindu.
En Loftur, það þarf líka fleiri til að moka, íhaldið dugar ekki til. Það þarf til dæmis líka menn með mínar lífsskoðanir.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.