Gott mál.

Það er sigur fyrir þjóðina að núverandi ríkisstjórn skuli viðurkenna vandann og leggja til almennar aðgerðir.

Næsta skrefið er að fá stjórnvöld til að útfæra leiðir sem virka.

Þessi gerir það ekki þó viljinn sé góður.

Ef ráðherra lætur gera skýrslu um Bruanvarnir, sem leiðir í ljós stórkostlega vanrækslu á því sviði, þá er hann ekki stikkfrýr við það eitt að hafa sagst bent á vandann.  Og leggja síðan til einhverjar táknrænar aðgerðir því hið raunhæfa kostar svo mikið.

Ef þú færir rök fyrir  vanda, sem þú síðan telur að þurfi að leysa, þá þurfa aðgerðir þínar að leysa þennan tiltekna vanda, ekki til dæmis vanda annara.

Félagsmálaráðherra útskýrir vel af hverju það þarf að grípa til aðgerða.  En þær lausnir sem kerfið hefur leyft honum að framkvæma, miðast allar við hagsmun þessa sama kerfis.  Til dæmis þá er að prump út í loftið að tala um einhverja niðurfellingu þegar við erum öll á grafarbakkanum.  Hver getur treyst því???  Og á meðan er húsnæðismarkaðurinn helfrosinn.  Og fólk í óbærilegum skuldahlekkjum, þó þeir hafi verið fóðraðir með dúnmjúku flauel.  

Ég ræð til dæmi við núverandi afborganir, þó ég telji hækkanir verðtryggingarinnar ólöglegar og ósiðlegar eftir áhlaup bankanna á krónuna.  Vissulega auðveldar það lífsbaráttuna að borga minna af lánum sínum, en ef það er á kostnað þess að heildarskuldbindingar mínar aukast meira en núverandi verðtryggignarkerfi gerir ráð fyrir, þá er um kolólöglega aðgerð að ræða.  

Halda menn virkilega að þeir sem vilja ekki afskrifa hinar ósiðlegu hækkanir núna, að þeir geri það seinna?  Vissulega trúði beljan því sem strauk úr sláturhúsinu, að bóndanum hafði snúist hugur þegar hann lokkaði hana til sín með gómsætri töðu, en allir vita hvernig sú saga endaði.

Er vit okkar ekkert meira en skynlausra skepna???

Og þegar ég er að tala um okkur, þá er ég að tala um þjóðina, ekki sauðtrygga flokkshesta, þeir skipa sérstakan bás í íslenskri dýraflóru.

Árni þarf að gera meira en þetta.  Hann verður að losa sig úr hugarhlekkjum kerfiskalla og standa sína vakt fyrir þjóð sína.  

Ég myndi ráðleggja honum að tala við fyrrverandi varaþingmann Samfylkingarinnar í Norðaustur kjördæmi.  Hann hefur bæði skýra sýn á vanda og skýra Sýn á þær lausnir sem duga.

Stjórnvöld hafa ekkert val þegar kemur að því að rétta hlut þjóðarinnar gagnvart Ábyrgðarmönnum Hrunsins.

Þjóðin krefst réttlætis.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Greiðslubyrði allra lána lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband