Fall bankanna var ekki flókið.

Það var fyrirsjáanlegt og algjörlega óumflýjanlegt. 

Og þetta mátti öllum vera ljóst strax árið 2006, og fyrr ef menn hefðu spurt sig einnar grundvallarspurningar.

Hvað er hægt að reka bankakerfi lengi sem er fjármagnað að meginhluta með ódýrum skammtímalánum en stór hluti útlána er til langs tíma.

Svar; Jafn lengi og ódýr skammtímalán eru í boði.

Þetta er ekki flókið.  Það sem er hins vegar óskiljanlegt að Ísland með alla sína viðskiptaprófessora, kennandi í fjórum viðskiptadeildum, skuli hafa látið þessi ósköp gerast án þess að fagmennirnir vöruðu sterklega við því.

Í stað þess voru þeir viðhlæjendur.  Og hlæja enn.

Núna ljúga þeir upp á þjóð sína ICEsaveskuldinni, þvert á öll alþjóðaleg lög og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, með þeim rökum að annars verði engin endurreisn.  Að þjóðin rétti ekki úr kútnum nema hún taki að láni 1.000 milljarða (með vöxtum) til að friða breta og Hollendinga, og 800 milljarða svo það sé hægt að restarta sömu vitleysunni í gjaldeyrismálum og var í aðdraganda Hrunsins.

Núna er öllum ljóst ári frá Hruninu að viðskiptaprófessorar okkar voru forheimskir í stuðningi sínum við útrásina og hinar meintu dásemdir hennar.

En hvað má segja um núverandi vitleysu??'

Er þetta heimska???  Eru þessir menn rígfastir á veiðilendum heimskunnar????

Eða er skýringanna að leita í menntun þessara manna?  Að þeim hafi verið innrætt að fylgja röngum ráðum og gefa röng ráð?  Allir eru þeir meira eða minna hallir undir falstrúboð Friedmans.

Eða ráða annarlegir hagsmunir för?  Þeirra ráð miðast við hagfræðilega skynsemi þeirra sjálfra, að hámarka sinn eigin hag?  Sá sem er líklegastur til að borga best í framtíðinni, hljóti þeirra tryggð í og trúnað í núinu???

Veit ekki.  Þætti samt gaman að vita það.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Bankakerfi komið að fótum fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 587
  • Sl. sólarhring: 641
  • Sl. viku: 6318
  • Frá upphafi: 1399486

Annað

  • Innlit í dag: 502
  • Innlit sl. viku: 5357
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 453

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband