Ennþá vitna íslenskir fjölmiðlamenn í eftirá skýringar fantanna.

Það er margbúið að sýna fram á að bresku hryðjaverkalögin gegn íslenskri þjóð voru löngu ákveðin, undirbúningur þeirra hafði staðið yfir í einhverjar vikur. 

Það er öllum ljóst að þetta var tilhæfulaus fantaaðgerð, gerð til að knýja fram ólöglegar fjárkröfur bretanna á hendur íslenskum almenningi.

Það er að segja öllum ljóst nema þeim sem hafa annarlegra hagsmuna að gæta í íslensku þjóðfélagi í dag.  Og svo því vesalings fólki sem þjáist af svo djúpstæðri minnimáttarkennd, að það er tilbúið að trúa öllu illu upp á þjóð sína.  Ef einhver segir að hún sé sek, þá er hún sek í huga þess.

Og svo má týna til einn hóp til, og það eru þjakaðar vinstrisálir sem voru orðnar svo rislágar á Davíðs tímanum, að þær nota hvert tækifæri, hvert hálmstrá, þó það kosti þjóð þeirra velferðina og framtíð, bara að það nái síðbúnum hefndum á þeim manni sem það hafði ekkert roð í á þeim tíma sem hann tók þátt í íslenskri pólitík.

Engin er sú lágkúra sem þjóð okkar er gerð, að þetta fólk taki ekki undir hana ef þess er gætt að segja við það að þetta sé allt honum Davíð Oddssyni að kenna.  Þá má selja ömmu sína, börnin sín, hugsjónir sínar.  Þá má framkvæma stefnu Nýfrjálshyggjuböðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að geta sagt á brunarústum íslensks þjóðlífs, þetta er allt honum Davíð Oddssyni að kenna.

Í Davíðsfobíunni hefur íslenskur smásálarskapur náð nýjum hæðum.

En rétt skal vera rétt.  Bretar settu hryðjuverkalögin til að svínbeygja íslenska þjóð til að borga skuldir íslenskra fjármálamanna.  En eins og með önnur hryðjuverk og fantaskap, þá eru fengnir til áróðursmeistarar til að ljá svívirðunni lögmæti og vissulega tókst bretunum vel upp.  Hugsanlega hafa þeir þurft að borga einhverjum Íslendingum bein laun til að taka undir lygina, en flestir íslenskir fjölmiðlamenn eru svo vitgrannir að þeir setja höfuð sitt sjálfviljugir á höggstokkinn.  Og vilja ólmir taka þjóð sína með sér á þann stað.

Vissulega má spyrja sig spurningar um hvort við séum of smá til að vera sjálfstæð, þegar mannaúrvalið er ekki betra en þetta.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Guardian fjallar um hrunið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar B  Bragason

Sammála hverju orði, mesta hættan er stafar að landinu okkar nú er sú að forsjárhyggju kommarnir fái að sitja hér að völdum og rífa það niður enda gáfna leysið algjört á þeim bæ, það er raunar skylda normsins, að láta loka þá inni hvar sem til þeirra næst til heilla Íslensku þjóðinni... Kv Jari.

Einar B Bragason , 28.9.2009 kl. 10:35

2 identicon

Sammála þér í hverju orði, Ómar. 

Þetta er hverju orði sannara og kemur því vinstrisálartetrunum illa.

Haraldur Þ. Magnússon (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar.

Já, maður spyr sig. En ég óttast annað og verra ef sumir ná fótfestu á ný í stjórnmálum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.9.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Vissulega er þetta kommar sem ganga fram af okkur núna, og félagsskapurinn sem fyrr er breiðfylking jafnaðarmanna í Samfylkingunni.

En þegar ég hóf mína einörðu andstöðu við ICEsave, þá skrifaði ég næstum því sama texta, en þá um hægri menn.  Þeir töldu sig þurfa að verja ósköpin af einhverri misskilinni flokkstryggð.

Lærdómurinn ætti að vera sá, að gamla skiptingin er úrelt.  Í dag eru aðeins tveir flokkar, þeir sem sjá fyrir sér mannsæmandi líf á gamals aldri hér á skerinu, og þeir hinir sem láta fortíðarerjur, allskonar og ýmiskonar, villa sér framtíðarsýn.

Þetta er ósköp einfalt, það þarf bara að gera það sem er rétt og siðlegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 14:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

þegar ég var ungur og hafði áhuga á pólitík, þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér að ég þyrfti að koma fram undir nafni seinna meir og skrifa það sem ég er að skrifa um íslenskt vinstrifólk í dag.  Jafnvel, fyrir átta mánuðum síðan hefði mig ekki grunað það.

Og það er þungbært, trúðu mér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Þá tökumst við á við það eins og annað sem meinar fólki landsýn í erfiðleikum okkar þjóðar.

Það er tvennt sem þarf að vita um stríð, það þarf að taka eina orrustu fyrir i einu, og sá sem vinnur lokaorrustuna, hann vinnur stríðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 14:43

7 identicon

 Sæll Ómar.

Þessi Davíðs fethis manna er með eindæmum heimsk, og ekki síður að hann er pólitskur hugmyndafræðingur og stjórnar allri umræðu Samfylkingarinnar, sem kemur fram í að allt sem hann segir verður þveröfugt við það sem þau segja, og eyða nokkrum vikum í.

Mikið óskapleg er heimurinn í mikilli hættu ef að einhverjir embættismenn ópólitískra stofnanna eiga að vera ábyrgir fyrir stórkostlegu milliríkjadeilum og þá hugsanlegum hernaðarátökum, fyrir að orða sínar einkaskoðanir í fjölmiðlaviðtölum.

 Hélt satt að segja að eitthvert pródókol þyrfti til, eins og undirritaða löggilta pappíra stjórnvalda,forsætisráðherra eða ráðherra, til að þjóð hlotnist sá vafasami heiður að verða sett á hriðjuverkalista með fjöldamorðingjum.

Núna er Már nýi bankastjórinn búinn að úttala sig um sama mál og á mun pólitískari hátt um að réttur þjóðarinnar er minni en enginn, sem hlýtur að kalla á einhver viðbrögð Breta og Hollendinga, og teljast geirnelgd fullnaðarsamþykkt stjórnvalda um ábyrgð á IceSave ofbeldisreikning þeirra og Hollendinga.

Nú féllu kærkomin óvarleg orð frá Steingrími J. og Jóhönnu strax eftir undirritun fyrirvarans á þingi í sumar, að hann rúmaðist vel innan samningsins, eins og þau höfðu eða teldu sig hafa umboð þjóðanna til þess.  Það gefur að skilja að þá hlýtur fáranlegt blaður og hroki að hafað farið þversum ofaní þjóðirnar tvær. 

Svo fór sem fór.  Guði sé lof og það er fagurt fyrir austan.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 16:00

8 identicon

Við lestur þessa pistils þíns (sem er annars ágætur) þá datt mér í hug Egill Helgason.

bjarni (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:05

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Já, það er fagurt fyrir austan.

Og það er ótrúlegt að alvöru fjölmiðill eins og Guardian skuli gera jafn lítið úr sínum ráðamönnum eins og kemur fram í þessari frétt.  Þeir séu límdir við sjónvarpsskjáinn að túlka orð embættismanna smáríkja og athuga hvort orð þeirra gefi tilefni til hryðjuverkalagasetningar.  Það er eins gott að allir embættismenn smáríkja séu settir í þagnarbindindi í öryggisskyni, hver vill jú styggja breska ljónið.  

Allavega ekki íslenskir jafnaðarmenn.

Svona málflutningur minnir mig á fréttamyndskeið sem ég sá í heimildamyndaþætti á Stöð 2 fyrir nokkrum árum um seinna stríðið.  Það var hafsjór að samtíma fréttaskotum sem meðal annars voru sýnd á undan bíómyndum í áróðursskyni.  En í þessu tiltekna fréttaskoti mátti sjá illa útleikna þýska landamæraverði í rifnum fötum eftir meintar barsmíðar pólskra hermanna sem ætluð víst að færa slavnesku landamærin til þess tíma er slavar áttu land að Saxelfi, eða eitthvað álíka bull.  Þjóðverjar voru sko nauðbeygðir til að verja hendur sínar til að tryggja öryggi Þýska ríkisins, og hertóku óvart Pólland í leiðinni.  

Þetta hljómar kunnuglega, en munurinn í dag og þá, er sá, að það hvarflaði ekki að nokkrum Pólverja að trúa lyginni, hvað þá að Pólsk útlagablöð birtu hana á forsíðu sinna blaða ári eftir innrásina.

Misjafnt hafast mennirnir að.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 17:29

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Hef ekki lesið Silfrið í nokkra mánuði.  Er Egill að lemja á bretunum og Leppum þeirra hér á landi????

Ef svo er þá hefur íslenska þjóðin eignast dyggan stuðningsmann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 17:31

11 identicon

Nei, ekki svo ég viti.  Ástæðan fyrir því að Egill kom upp í hugann var "þjökuð vinstrisál", "hafa annarlegra hagsmuna að gæta í íslensku þjóðfélagi", "allt honum Davíð Oddssyni að kenna", "áróðursmeistarar til að ljá svívirðunni lögmæti" o.s.frv.

Menn geta bölsótast yfir því að DO hafi verið ráðinn á moggan, en hinir ósáttu geta þó huggað sig við að þurfa ekki að borga honum laun.  Hvað Egil varðar þá dugar ekki að vera bæði blindur og heyrnarlaus, þú þarft að borga bjánanum laun hvort sem þér líkar betur eða verr.

bjarni (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:21

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Bjarni.

Það er ekki ónýtt að vera bjáni eins og Egill.  Er ekkert annað en stoltur af því.  

Hefði samt viljað að Egill væri farinn að lemja á svívirðu ICEsave Nauðungarinnar.

Og það er eins með mig og Davíð, ekki þarftu að borga mér kaup.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1664
  • Frá upphafi: 1412778

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband