28.9.2009 | 10:02
Spor í rétta átt, en aðeins spor.
Fyrsta atriði þegar maður er kominn úr í ógöngur mýrarkeldunnar, er að stíga skref til baka og komast aftur upp á þurrt. En láti maður staðar numið við spor í rétta átt, þá bíður manns hægfara drukknun mýrarinnar.
Íslenskir fjármálamenn og bankar gerðu atlögu að íslensku hagkerfi í aðdraganda Hrunsins haustið 2008. Það voru þeir sem lögðu grunn að eyðileggingu verðtryggingarinnar sem mælikvarða á hækkun/lækkun fjárskuldbindinga. Og íslensk stjórnvöld eru sek því þau leyfðu fjárúlfunum að fífla krónuna í friði.
Þegar bankarnir hrundu um haustið þá hrundi um leið gamla efnahagskerfið, þar með talin verðtryggingin. Engin þjóð mun sætta sig við að ofan í eigna og tekjutap vegna gjörða fjármálaferfisins, þurfi hún líka að taka á sig tilbúnar hækkanir vísitalna á skuldum sínum, vísitalna sem voru hannaðar til að mæla verðbólgu við eðlilegar aðstæður, ekki til að hirða restina af eigum fólks á hamfaratímum.
Það var ekki þjóðin sem eyðilagði verðtrygginguna, það var fjármálakerfið sjálft með sinni geðveikislegri hegðun. Og skaðinn er skeður, það verður ekki byggt aftur upp á hinum gamla grunni.
Þjóðin mun ekki sætta sig við þessar hækkanir á lánum sínum. Því fyrr sem stjórnvöld sætta sig við það, því fyrr er hægt að endurreisa efnahagslíf landsins.
Og þessi tilbúna hækkun lána er ekki bara siðferðislega röng, hún er líka arfavitlaus efnahagslega því hún festir í sessi bólupeninga sem voru aldrei til nema á pappírnum. Sú skekkja sem af því myndast mun alltaf eyðileggja skynsama hagstjón. Bæði fara alltof miklir peningar fólks að borga af lánum sínum og auk þess mun alltaf vera til staðar gífurlegur verðbólguþrýstingur í hagkerfinu þar sem einstakur launamaður mun leita allra ráða til að auka tekjur sínar svo hann ráði við afborganir sínar. En það er framleiðni sem ákveður kjarabætur, ekki vilji fólks til að geta borga af lánum sínum. Vítahringur verðlags og launahækkana sem leitar beint út í lánin gegnum verðtrygginguna mun síðan eyðileggja alla hagstjórn og útiloka allt jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar.
Það er því einnig skynsamlegt að bregðast við eins og siðuð þjóð og afskrifa strax þessar tilbúnu lánahækkanir.
Reynsla þjóða eftir olíukreppuna miklu á áttunda áratugnum var sú að þær sem sættu sig við tekju tap sitt og kaupmáttarrýrnun vegna olíuverðshækkananna, að þær náðu sér fyrst. Hinar sem notuðu vísitölur til að viðhalda því sem var, eða lentu í miklum verkfallsátökum þar sem verklýðsfélög reyndu að viðhalda sama kaupmætti, að þær voru miklu lengur að ná sér og sérstaklega komu vísitöluþjóðirnar eins og Íslendingar mjög illa út úr kreppunni, lentu í vítahring víxlhækkana verðlags og kaupgjalds, þar sem allir voru að verja þá stöðu sem þeir áttu fyrir olíukreppuna.
En dæmið er ofureinfalt, það sem er tapað er tapað, og engar vísitölur geta breytt þeim raunveruleika. Þær gera ekkert annað en að skekkja heildarmyndina og valda ójafnvægi sem dýpka kreppur og lengja þær von úr viti, eða þar til klippt er á vísitölurnar.
Slíkt þarf að gerast í dag. Það á að framfylgja lögum sem banna gengistryggingar og það á að færa verðtryggingarvísitöluna til baka í það gildi sem hún hafði fyrsta mars 2008. Út frá þeim punkti á íslensk þjóð að vinna sig út úr sínum vanda og hún á að haga málum sínum á þann hátt að hún þurfi aldrei meir að nota vísitölur til að lagfæra efnahagsstærðir eftir á. Slíkt er alltaf ávísun á ábyrgðarlausa hegðun eins og dæmin sanna á svo beiskan hátt í dag.
Stígum skrefið til fulls.
Kveðja að austan.
25% lækkun höfuðstóls lánanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 93
- Sl. sólarhring: 782
- Sl. viku: 5632
- Frá upphafi: 1400389
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 4840
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekki skref. Bankinn er þarna að koma sér undan ábyrgð. Ég held að með þessu séu bankamenn að vonast til þess að þurfa aðeins að afskrifa þessi 25% en ekki það sem lög myndu skilda þá til þegar kemur í ljós að erlendu lánin séu lögleysa.
Banki er fjármálastofnun og bankinn á ekkert að hafa með þessi úrræði að gera. Bankinn er með þessu að grípa framfyrir hendur á ríkisstjórninni og ef eitthvað er er bankinn að taka skref á harðahlaupum frá aðgerðum ríkisstjórnairnnar.
En þessu fagnar Árni Páll sem og aðrir föðurlandsvikarar í ríkisstjórninni eflaust.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:55
Blessaður Ómar
Vel mælt og skrifað. Annað hvort fara menn alla leið yfir lækinn og komast á þurrt eða halda sig í miðjum læknum og látast af vosbúð og kulda.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 28.9.2009 kl. 13:44
Blessaður Arnar.
Víst er þetta skref. Hingað til hefur almenn niðurfærsla skulda ekki verið upp á borðinu. En ef þú hefur lesið pistil minn, þá getur þetta skref ekki endað nema á einn hátt, og það er á þeim nótum sem Hagsmunasamtaka heimilanna tala um. Það má ræða útfærslur, en það er aðeins ein lausn á málinu.
En fyrsta skrefið er alltaf mikilvægast, þegar þoka á málum til betri vegar. Vissulega er þetta skref hugsað sem lokaskref í þeim tilgangi að kæfa hinar raunverulegar umbætur, en það tekst ekki.
Stífla tregðunnar, sem hindrar allt réttlæti, er þannig gerð að ef þú tekur eina flís úr henni, þá brestur hún undan réttlætinu. Það er ekki flóknara en það. Spurðu félaga Gorbatsjov hvaða fyrsta skref gerði hann atvinnulausan???
Þess vegna fagnar maður fyrsta skrefinu, það eru engin rök sem mæla gegn því að þau verði fleiri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 13:47
Blessaður Arinbjörn.
Ég var að taka þennan þátt fyrir í andmælasvari mínu til Arnars. Við megum ekki falla i þá gryfju að kaffæra fyrsta skrefið og eiga á hættu að missa málið aftur ofaní skotgrafirnar.
Eðlilegustu viðbrögðin er að spyrja um rökin fyrir því af hverju skrefin eru ekki fleiri????
Þegar ríkisstjórnin hefur einu sinni ljáð máls á réttlæti, þá er hún að viðurkenna ákveðin sjónarmið og rök í málinu. En þau rök og sjónarmið krefjast þess að leiðin sé farin á enda, þ.e. alla leið upp úr keldunni.
Einu sinni las ég um hvernig almenn menntun grunnskólabarna (10-14?) komst á í héraði einu í Englandi á fyrri hluta 19. aldar. Ef ég endursegi söguna eftir minni, sem er stopult, þá var það þannig að ung og vel menntuð hefðarkona, sem var gift aðal landeiganda svæðisins, kynntist fátækum alþýðu pilti sem hún taldi bráðefnilegan og kom því svo fyrir að hann hlaut menntun með sínum börnum. Eitt sinn þegar hún spurði heimiliskennarann hvernig námið gengi, þá fékk hún það svar að drengurinn væri frábær, hann hefði bara þurft tækifæri. En þar sem kennarinn var hugsjónamaður, þá kom hann því að fleiri efni væru í þorpinu, og meðal barna fátækra leiguliða. Fyrst það var hægt að kenna einum, hvernig var það, var ekki hægt að kenna fleirum??? Útkoman var visir af barnaskóla sem óx og dafnaði.
En það var viljinn til að mennta eitt barn sem hóf ferlið, og þessi drengur varð víst síðan seinna meir virtur skólafrömuður, en það voru þeir sem lögðu síðan grunn af almennri skólamenntun allra barna í landinu.
Það leiðir eitt af öðru, en þegar tregðan, til að gera það sem rétt og skynsamlegt er, hindrar för, þá skiptir fyrsta skrefið svo miklu máli.
Því segi ég bara; Áfram Árni Páll.
Héðan er fátt sem getur hindrað að hann fái styttu af sér sem einn af bjargvættum þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 14:04
Íslendingar geta leitt í lög að fylgt verði vaxtatölum Royal Bank of England eða Deutche banka og þá eru við fljótt evru hæf. Hugmyndin er komin fram. Svo ekki kaupi ég skýringar frá nálgunum Ráðamann í framtíðinni. Sér í lagi þeirra sem er að sækja um formsatriði svo kosningarétt í Miðstýringunni.
Júlíus Björnsson, 28.9.2009 kl. 16:33
Blessaður Júlíus.
Um framtíðarhorfur ráðamanna skulum við hafa áhyggjur af þegar þar af kemur.
Um réttlæti skuldaleiðréttingu þarf ekki að deila.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.