27.9.2009 | 20:29
Er að birta til?????
Þessar hugmyndir Árna eru spor í rétta átt.
Og það skynsamlegasta sem hefur komið úr hans munni frá því að hann hóf afskipti að stjórnmálum.
Þetta er það sem þarf að gera og verður að gera. Án þess á íslensk þjóð ekki framtíð.
Það að láta eins og Hrunið hafi verið eins og hvert annað hundsbit sem fólk verði að taka á sig bótalaust, er fásinna, veruleikafirrts fólks.
Og siðblinds fólks, því það er siðblinda að hafna því að hjálpa náunga sínum í neyð. Skiptir engu hversu mikið eða lítið hann hefur unnið fyrir neyðinni.
Og það er siðblinda að láta á annað tug þúsunda barna í þessu landi alast upp við óviðráðanlega greiðsluerfiðleika foreldra sinna.
Og það er tilræði við þjóðarhag að láta slíkt ástand grafa um sig.
Við erum það fámenn að við þurfum á öllum að halda.
Og við megum ekki gleyma því að þessir tugþúsundir einstaklingar, sem ráða ekki við skuldir sínar, eru fólk eins og við. Og þetta fólk á vini og ættingja sem munu upplifa neyð þeirra sem glæp, og fólk mun fyllast fyrirlitningu og ógeði á yfirvöldum.
Það verður siðrof í samfélaginu.
Og hefðu núverandi ráðamenn haldið til streitu sinni gjöreyðingarstefnu gagnvart þjóðinni, þá hefðu þeir hlotið sess í sögunni á bekk með mönnum eins og Axlar Birni og fleirum illmönnum fortíðarinnar. Það hefðu verið sorgleg örlög þessa ágætisfólks, sem ég tel, þrátt fyrir harða gagnrýni mína á köflum, að það sé að reyna gera sitt besta við erfið skilyrði.
En í dag berast fréttir af stefnubreytingu, og það er vel. Vissulega vonast ég eftir henni í fleiri málum. En þessi er ein af þeim sem varð að gerast. Þó allt annað hefði verið gott og vel til fundið og allar efnahagstillögur verið bæði skynsamlegar og svarað vel kröfum atvinnulífsins, þá hefði það ekki skipt máli.
Það er ekki efnahagur án þjóðar. Og þjóðin hefði splundrast í frumeindir sínar ef núverandi stjórnarstefna hefði haldið áfram.
Svo einfalt er það.
Vissulega eru þetta aðeins orð í dag. Frekari útfærslur eiga eftir að sjást. En það verður ekki aftur snúið. Ef þetta reynast falsvonir, þá er bakland þessar stjórnar hrunið. Og ný stjórn, sama hver yrði, kæmist ekki upp með að taka hagsmuni fjármagns fram yfir hagsmuni lífsins.
Ég myndi ráðleggja Árna Pál að hringja í gamlan varaþingmann Samfylkingarinnar úr Norðuraustur kjördæmi, og fá hjá honum ráð.
Það gæti endað með styttu af Árna á Austurvelli.
Kveðja að austan.
Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar og takk fyrir falleg orð. Jakobína sendi mig hingað inn til þín og sagði mér að samþykkja beiðni þína og ég geri það hér og nú.
Kveðja, Helga
Helga (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 20:43
Takk fyrir leyfið Helga.
Ég mun birta herhvöt þína orðrétta á morgun ásamt einhverju fréttatengdu stríðnisskoti eða öðru því sem vekur athygli á honum.
Þessi orð verða að fara sem víðast.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 27.9.2009 kl. 21:26
Ómar, vildi bara segja að ég gef ekkert fyrir nein loforð þeirrar fylkingar sem ætlaði að láta foreldra og aðra skuldara borga út fyrir gröf og dauða. Ekki neitt. Enda vantar heilmikið inn í. Líka, umræðan hefur verið í gangi í síðu Marinós G. Njálssonar núna í 2 daga í 2 + pistlum. Elle
ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:08
Einhvern vegin finnst mér erfitt að trúa orðum Árna, veit ekki af hverju en Guð láti á gott vísa.
Kv, ari
Arinbjörn Kúld, 28.9.2009 kl. 13:26
Elle og Arinbjörn.
Vísa í umræðu mína í öðrum pistli mínum um þetta mál.
Gallarnir eru augljósir öllum sem eitthvað hafa kynnt sér málið, og þar fara menn eins og Marínó í broddi fylkingar. Og næsta skref verður tekið þegar stjórnvöld viðurkenna réttmæta gagnrýni. Því héðan af er ekki hægt að neita réttlætinu, því þetta skref var stigið með tilvísun í grundvallarrök málsins.
En eðli þeirra er að málið fari alla leið.
Svona fyrir utan það að ég er að vekja athygli á frábærum pistli Helgu, eins og ég lofaðist til að gera, þá er seinni pistill minn í dag svona ákveðin pólitísk nálgun á málinu. Baráttan er vissulega hörð áfram, en héðan er leiðin öll undan brekku og
endar með styttu af Árna.
Sanniði til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.