26.9.2009 | 20:03
Málið er auðleyst Steingrímur.
Segðu af þér.
Það finnast ennþá talsmenn íslenskra hagsmuna á þingi.
Hleyptu þeim að.
Þeir myndu til dæmis biðja ESA að úrskurða um málið. Fá það á hreint hver lagastaða okkar er.
Síðan myndu þeir höfða mál á hendur ESB fyrir kúgun og þvingun.
Þeir myndu gera allt annað en að fórna íslensku alþýðufólki svo gróðabraskarar geti haldið áfram að fífla þjóðina.
Það eru aðeins þeir sem biðja um Nauðungina. Jú, og svo keyptir Leppar þeirra.
Allir aðrir biðja bara um lög og reglu, og úrskurð dómsstóla í lagalegum ágreiningi.
Ég endurtek. Málið er ekki flókið.
Segðu af þér og biddu Jóhönnu að gera það líka.
Kveðja að austan.
Icesave-málið þungt í skauti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þú nennir máttu senda þessum orðið:
http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2009/9/26/ogmundur-kostar-700-milljarda/
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.9.2009 kl. 21:43
Blessuð Jakobína.
Kíkti á Jóhann og fannst hans málflutningur vera sorglegur. En ég hjó eftir einu. Hann talar um 700 milljarða. En Jóhann Hauksson er einn af þeim sem lapti upp 75-100 milljarða fullyrðinguna. Síðan hækkað Jóhanna boðið í 250-300 milljarða þegar einhver hafði bent henni á vextina. Núna er dæmið 700 milljarðar þegar kemur að því að sverta Ögmund.
En kjarni þess sem ég er að segja, hvenær hætta fréttamenn, eins og Jóhann, að lepja allt gagnrýnislaust upp sem kemur úr munni Jóhönnu og Samfylkingarinnar? En á meðan dæma þeir sig út í horn sem fréttamenn, mætti frekar kalla þá hirðfífl Samfylkingarinnar.
En þið gerðuð honum góð skil. Ég hinsvegar kem ekki inní annarra blogg með gagnrýni nema í undantekningatilfellum. Reikna ekki með að hafa sérstaklega gott mannorð hjá því fólki, sem á annað borð þekkir til mín, sem styður núverandi ríkisstjórn. Það gæti skemmt fyrir öðrum sem eru að reyna koma vitinu fyrir þetta blessaða fólk.
Ég læt mér nægja að dunda mér við að finna upp á þúsund og einni aðferð við að benda á að þessir bjánabelgir eru fatalausir á berangrinu, sjálfum sér og öðrum til tjóns.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.9.2009 kl. 22:49
Ég starfaði einu sinni sem blaðamaður á héraðsfréttablaði. Ef ég spurði óþægilegra spurninga þá fékk ég skammir og auglýsingasala í blaðið beið jafnvel hnekki. Staða blaða- og fréttamennsku hér á landi hefur ávallt verið milli steins og sleggju vegna óbeinna hagsmunatengsla við auglýsendur og ráðandi afla og fámennis á landinu. Okkur hefur alltaf vantað hressilega frétta- og blaðamennsku sem hefði getað staðið frjáls og óháð auglýsingum og þær tilraunir sem gerðar hafa verið hafa fjarað út vegna þess hve háðir þeir fjölmiðlar hafa verið auglýsendum.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.9.2009 kl. 14:28
Já Arinbjörn þetta er málið, það eru hagsmunir allstaðar.
En mér finnst það stór galli á góðum fréttamönnum, eins og Jóhann svo sannarlega er, að þegar þeir losna loks við skoðanakúgun íhaldsins, þá falla þeir í hina gryfjuna, að láta persónulegar skoðanir, villa sér sýn í málum, sem eðli málsins vegna, á að segja sem bestar og réttastar fréttir af.
Ég veit ekki hvort er verra. Að mínum dómi á fréttafólk aðeins að hafa einn húsbónda, og það er sá sem brosir þegar rétt er skýrt frá. Þannig halda menn æru sinni og sjálfsvirðingu.
Menn mættu hafa það í huga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2009 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.