24.9.2009 | 12:11
Svona nú, hættið þessari velferð. Eigið þið ekki auðlyndir til sölu????
Þegar minknum var boðið í hænsnahúsið, þá át hann.
Þegar tígrisdýrinu var boði í réttina, þá fékk það að éta.
Þegar ríkisstjórn ógæfunnar setti það í lög að sveitarfélög hefðu æðsta vald með skiplag stóriðju, þá mætti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.
Hann ráðlagði mönnum að sleppa velferðinni en veðja á alþjóðlegt auðvald.
Það hefði heppnast svo vel í gegnum tíðina.
Að vísu þá voru það bara styrka stjórnir eins og hjá Pinochet í Chile og Suharto í Indónesíu sem hlustuðu fríviljugir og nokkrar aðra þurftu jákvæðan þrýsting til að meðtaka visku sjóðsins. En samt, þá þekkja allir gæfu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem hafa notið náðar sjóðsins.
Og fátæklingar deyja hvort sem er.
Félagshyggjustjórn Íslands, hefur gefið IFM nýtt tækifæri til að sanna að sjóðurinn er ekki litarbundinn, hann geti jafnt nýðst á hvítu fólki sem brúnu eða gulu. Þetta er alltaf spurning um vilja þeirra yfirstéttar sem býður sjóðinn velkominn.
Og svo maður vitni í fréttabréf IFM:
"Á Íslandi þá vorum við boðnir velkomnir, jafnt hjá hagfræðingum atvinnurekanda sem og launafólks. En það finnast afturhaldsseggir hjá sveitarstjórnarmönnum sem skilja ekki gildi framþróunar, og tala um eignarhald heimamanna á auðlyndum. Og þeir eru svo heimskir að tala um velferð.
Eins og fátæklingar hafi ekki alltaf verið til. En hagsæld alþjóðlegra auðmann er nýtt fyrirbrigði sem þarf að styrkja svo þeir blási velmegun um alla heimsbyggð. Íslenskar auðlyndir gagnast vel í þeirri alþjóðlegri sælu auðmanna sem við erum allir á launum hjá.
Félagshyggja, Velmegun.
Hvílíkt klám og guðslast.
Það er eins gott að íslenskir vinstrimenn þekki sitt sögulega hlutverk.
Þeir eru góðir menn.
Þeir munu sannfæra sveitarstjórnarmenn heimskunnar að sönn velferð fæst aðeins í gegnum alþjóðlegt eignarhald auðlynda.
Sjáið bara alþjóðavæðinguna. Ekki hefur hún skaðað neinn.
Kveðja frá IFM."
Og martröðin heldur áfram agein og agein.
Kveðja að austan.
AGS ræddi við samráðsnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 549
- Sl. sólarhring: 644
- Sl. viku: 6280
- Frá upphafi: 1399448
Annað
- Innlit í dag: 468
- Innlit sl. viku: 5323
- Gestir í dag: 430
- IP-tölur í dag: 423
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.