Aumt er útburðarvælið úr ICEsave þokunni.

Tvær konur úr stuðningsmannahópi núverandi Leppstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skrifa grein í Morgunblaðinu í dag undir heitinu "ICEsave - nú er mál að linni".

Eftir lestur þeirrar greinar setti mig hljóðan; Hvað geta stuðningsmenn Leppstjórnarinnar gengið langt í tilraunum sínum til að ná höggstað á málstað íslensku þjóðarinnar í ICesave deilunni???

Tilgangur greinarinnar er að undirbúa jarðvegin fyrir hin algjöru svik í ICEmálinu.  Greinilegt er að stjórnarflokkarnir eru búnir að ákveða að samþykkja allt það sem frá bretum og Hollendingum kemur, þó slík samþykkt gangi í berhögg við vilja Alþingis og nýsamþykkta fyrirvara þess á hinni þvinguðu ríkisábyrgð vegna Tryggingasjóðs innlána.  Í grein sinni fullyrða stöllurnar fullum fetum að málstaður kúgara okkar sé algjör og íslenska þjóðin geti enga einhliða fyrirvara sett gagnvart fjárkröfum þeirra.  Og hin algjöru svik felast í að " Með því að viðurkenna heimild lánveitenda til að gjaldfella eftirstöðvar samningsins um leið og ríkisábyrgðin rennur út, án þess að ætla að hafna því að greiða eftirstöðvar skuldanna, er hægt að loka málinu."

Aumara getur útburðarvælið ekki orðið.

Og hver eru rökin fyrir vælinu??  Jú, fyrst er beitt lygi, síðan blekkingu, svo aftur blekkingu, og síðan er lokalygi notuð til að hnekkja á þeim forsendum sem réttlæta hin fyrirhuguðu svik

Fyrsta lygin er sú fullyrðing að "skyldur ríkisins samkvæmt EES-rétti til að innleiða með fullnægjandi hætti tilskipun um innstæðutryggingar geri það að verkum að íslenska ríkið verður að standa á bak við tryggingasjóðinn".   Íslenska ríkið uppfyllti nákvæmlega skyldur sínar samkvæmt EES rétti með löggjöf sinni um Tryggingasjóð innlána frá árinu 1999.  Hvernig veit ég að vælið er lygi???  Jú, í EES samningnum eru skýr ákvæði um hvernig tilskipanir ESB eru innleiddar á EES svæðinu, og þar er kveðið á um eftirlitsskyldu ESA, og úrskurðar EFTA dómsstólsins ef til ágreinings kemur milli ESA og einstakra EFTA ríkja.  Engin tilmæli hafa  komið frá ESA þó tíu ár séu frá setningu íslensku laganna og þar að leiðandi hefur enginn dómsúrskurður fallið gegn íslensku lögunum.  Enda er vandséð hvernig það sé hægt því lögin eru samhljóða tilskipun ESB um innlánstryggingar.  Og þar er einmitt sagt frá því að aðildarríki séu ekki í ábyrgð, hafi þau komið á löglegu tryggingarkerfi, fjármagnað af fjármálafyrirtækjum, sem tryggir innlán hjá bankastofnunum viðkomandi landa. 

Fyrri blekkingin er síðan sú ályktun sem er dregin af lyginni um ríkisábyrgð að um "alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins" sé að ræða þegar kemur að því að láta undan ólöglegum fjárkröfum breta og Hollendinga.  Það voru ekki Íslendingar sem hönnuðu innlánstryggingakerfi ESB sem gilda á EES svæðinu.  Skuldbinding Íslendinga var að innleiða það kerfi sem kveðið var á um í tilskipun ESB og ef það kerfi var gallað, þá er um ábyrgð ESB að ræða, ekki íslenska ríkisins.  Enda augljóst öllu hugsandi fólki, að ríkjabandalag eins og ESB hefur ekki það vald að leggja á það íþyngjandi kröfur á einstök aðildarríki EES að fullveldi þeirra og sjálfstæði er í húfi.  Og framkvæmdastjórn ESB hefur ekki það vald að hún geti ákveðið upp á sitt einsdæmi að einhver tiltekin tegund viðskipta sé með ríkisábyrgð, slíkt vald er samkvæmt stjórnarskrám allra aðildarríkja bundið löggjafarvaldi þjóðþinga viðkomandi landa.  Hvernig sem ESB þróast í framtíðinni, þá er sambandið ennþá bandalag fullvaldra ríkja.

Seinni blekkingin er gamla tuggan um "ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi ".  Yfirlýsingar stjórnvalda skapa ekki skuldbindingar, nema þeim fylgi lagasetning um viðkomandi mál, og sú lagasetning þarf að standast stjórnarskrá viðkomandi landa.  Ótakmörkuð ábyrgð á viðskiptum er til dæmis dæmi um eitthvað sem ekki stenst neina stjórnarskrá vestrænna ríkja, því slíkt gæti kollvarpað fullveldi þeirra og lagt lífskjör þegnanna í rúst.  En ég kalla þetta væl blekkingu, en ekki beina lygi,  því það má alltaf deila um siðferðislega ábyrgð þjóða ef ráðamenn þeirra lofa einhverju sem þeir hafa hvorki vald eða getu til að standa við.   

Og lokalygin sem vælið notar til að rökstyðja svik sín er þvættingurinn sem kemur fram í eftirfarnandi tilvitnun.  "Að auki vakna mun áleitnari spurningar með því að skjóta málinu til dómstóla, til dæmis um heimild íslenska ríkisins til að mismuna innstæðueigendum eftir búsetu. Komist dómstólar til að mynda að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi borið að tryggja allar innistæður að fullu, líkt og gert var hér á landi, verða skuldbindingarnar mun hærri."  Í það fyrsta þá hefur Alþingi Íslendinga ekki ábyrgst neinar bankainnistæður á Íslandi og í öðru lagi þá er það bull að halda því fram að samningurinn við breta og Hollendinga geti hindrað að innistæðueigendur ICEsave, sem áttu meira á reikningum sínum en þá upphæð sem var greidd út af tryggingasjóðum breta og Hollendinga, höfði mál fyrir íslenskum dómsstólum á þeim forsendum að þeir eigi að fá allar innstæður sínar tryggðar og þá með tilvísun í íslensku neyðarlögin.  Af hverju ættu þessir aðilar ekki að höfða mál ef þeir telja að á rétti sínum sé brotið????  Trúir virkilega einhver því að ríkisstjórnir Bretlands og Hollands stjórni því???  En það er gott að blekkja með lyginni.

Og út frá þessu útburðarvæli komast greinarhöfundar af þeirri frómri niðurstöðu að fyrirhuguð svik Steingríms og Jóhönnu séu sérstakur greiði við þjóðina.  Að þessi þúsund milljarða skuldbinding sé eitthvað sem sé nauðsynleg forsenda þess að þá verði "hægt að sinna þeim málum sem mestu máli skipta".  Það er sem sagt eitthvað sem er stærra í þeirra huga en fullveldi þjóðarinnar og fjárhagslegt sjálfstæði hennar. 

Í mínum huga er það ekki.  Ég hef heldur engra annarlegra hagsmuna að gæta.  

Það er ekkert sem knýr mig til að segja að hvítt sé svart.  

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 531
  • Sl. viku: 5043
  • Frá upphafi: 1400870

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 4375
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband