Hvaða máli skiptir það eftir ICEsave svikin.

Minnihluti þjóðarinnar vill aðild að Evrópusambandinu.  Og þessi minnihluti fer minnkandi.  Æ fleiri sjá í gegnum blekkingarvef Samfylkingarinnar.  Æ fleiri gera sér grein fyrir því að áhugi Evrópusambandsins á aðild Íslands stafar aðeins af auðlindaþorsta sambandsins.

Fyrst er þjóðin knésett með hryðjuverkaárás breta síðastliðið haust.  Síðan er aflsmunar neytt til að neyða þjóðina til að samþykkja ólöglegar fjárkröfur þeirra og Hollendinga.  Allt er þetta gert með vitund og vilja svokallaðra vinaþjóða okkar í ESB.  

Síðan er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn notaður sem blóðsuga til að sjúga allan þrótt úr efnahagslífinu með okurvaxtastefnu sinni.  Og landsfeður blekktir til að taka risavaxin lán svo auðjöfrar og féspámenn geti tekið upp fyrri iðju við að fífla krónuna.  

Þegar þjóðin er þurrausin af eignum og þrótti, þá er henni boðin ölmusa gegn því að hún láti af hendi auðlyndir sínar.  Og krefjist aldrei réttar síns í ICEsave Nauðunginni.

Og viljugir íslenskir kjaftaskar tromma undir útfararsöng hennar.

En handritahöfundar ESB gleymdu einu, fólk er ekki fífl. 

Þess vegna skiptir það engu máli hvenær ESB samþykkir aðildarumsóknina.  Það var séns að aðild hefði verið samþykkt síðastliðið vor, ef ESB hefði hamið Hollendinga og breta í græðgi sinni.  Það er alþekkt að fólk í losti eftir hörmungar, skrifar upp á ýmislegt sem að því er rétt með silkimjúkri tungu.

En í dag er fólk að vakna og herhvötin er byrjuð að hljóma.   Almenningur er að vakna af sínum Þyrnirósarsvefni.  Fólk segir Nei við skuldahlekki fjárbraskara fjármálakerfisins og vill frekar stinga þessum mönnum inn en að eyða allri ævinni að þræla fyrir þá.

Og fólk segir Nei við ESB því þú semur ekki við kvalara þína.  Það er þjóðsaga að fórnarlömb níðinga leiti til þeirra aftur í von um meiri kvalir, ef það leitar þá uppi þá er það til að skjóta þá, ekki samfagna með þeim.

Þess vegna er það sóun á prentsvertu að segja fréttir af fundum Össurar með auðlindaþyrstum ESB dátum.  Og það er peningasóun að senda manninn utan þegar hann langar í rauðvín.  Það er þurfandi fólk sem þarfnast þessara milljarða sem draumórar Samfylkingarinnar kosta þjóðina. 

Hefði Samfylkingunni hins vegar tekist til að fá framkvæmdarstjórn ESB til að fara eftir lögum og reglum sambandsins í ICEsave deilunni og fá hana til að skipuleggja sameiginlegt átak til að hafa upp á þeim peningum sem týndust í Landsbankanum í hendur auðmanna og síðan að setja neyðartilskipun sem hefði sameinað allt tryggingakerfi Evrópu til að takast á við þann ófyrirséða vanda sem íslenski tryggingasjóðurinn lenti í, þá hefði Samfylkingin verið sigurvegari Hrunsins og þjóðin hefði fylgt henni inn í Evrópubandalagið.

En fólk er ekki fífl.  Og Samfylkingin mun enda sem örflokkur nokkurra sérvitringa sem telja sæmd sína helst fólgna í því að svíkja þjóð sína á ögurstundu.  Svona 0,1 prómil flokkur.

Og engin mun sakna hennar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Aðildarferli ljúki á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég mun seint eða aldrei fyrirgefa þessari samfylkingu svikin frá í haust. Mér býður við henni.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.9.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þetta er sorglegt allt samann.  Þetta átti ekki að fara svona og það þurfti þess alls ekki.  Af hverju var til dæmis ekki hlustað á þær raddir sem héldu fram rétti Íslands í ICEsave deilunni??  Eða þá heiðursmenn, margir mjög góðir og gegnir Samfylkingarmenn, sem eru að funda núna í kvöld undir merkjum Hagsmunasamtaka heimilanna.

Það var ekki þannig að skynsamar hugmyndir væru í felum.  Það þurfti mikinn vilja og getuleysi til að líta fram hjá þeim.

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 17.9.2009 kl. 23:08

3 identicon

Þú segir ALLt sem segja þarf!  Takk Ómar

DisaP (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Svo hjartanlega sammála

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.9.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk kæra fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 08:17

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góð grein Ómar, er þér hjartanlega sammála

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.9.2009 kl. 13:24

7 Smámynd: Umrenningur

Það er óþarfi að kenna Samfó um hvernig komið er, fólk vissi eða mátti vita fyrir hvað sú ókind stendur. Aðalsvikarinn að mínu viti er Vg sem hefur umpólast í verkum sínum og ekki má gleyma að samfó væri ekki við völd í dag nema vegna stuðnings Vg.

Umrenningur, 18.9.2009 kl. 22:45

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Tómas.

Og blessaður Umrenningur.  Já, ég er búinn að eiga nokkra pistla um hin meintu svik VinstriGrænna.  Tónninn í þeim er litaður af þeirri staðreynd, að ég ætlaði mér að kjósa þá síðastliðið vor, því þar var sá kraftur og reynsla sem gat skipt sköpum í varnarbaráttu þjóðarinnar.  

Svo sagði Jóhanna að ekkert hefði breyst, bara ný nöfn sem skólabörn þyrftu að læra.  Já, maður skammar þá sem brugðust vonum manns.

En ég hef gaman að orðum þínum um Samfylkinguna.  Nú er það dálítið fyndið, svona í ljósi þess hvernig blogg mitt hefur þróast, að ég tók þátt í einu prófkjörin fyrir síðustu Alþingiskosningarnar, en slíkt hafði ég ekki gert frá  því að ég gaf Finni Ingólfssyni atkvæði mitt þegar hann komst fyrst á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík.  Og þetta eina prófkjör var prófkjör Samfylkingarinnar.  Og ég lofaðist til að kjósa þann ágæta flokk ef niðurstaða prófkjörsins hefði verið í takt við mínar væntingar, sem voru nú reyndar ekki miklar líkur á.  En samt, ég hefði kosið þá ef Benedikt Sigurðarson og Einar Már hefðu skipað fyrstu sætin.  Loforð er loforð.

Og af hverju gerði ég þetta??'  Jú, Benedikt er einn mesti hugsuður íslenskra pólitíkur í dag og margt væri betra ef hann hefði verið fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í Norðurlandi Eystra.  Nú og svo er Einar Már þingmaðurinn minn.  

Og af hverju er ég að segja frá þessu???  Aðeins að koma þeim punkti að, þó víða virðist vík milli vina, og landsmenn mjög sundraðir, þá er hinn raunverulegi ágreiningur mikli minni en við teljum.  Og Nýtt Ísland verður ekki skapað nema með samstöðu 85-90% þjóðarinnar.  Og til þess þarf forystu sem upphefur sig yfir fortíðardeilur, og tekur hag hins venjulega manns, almennings eða alþýðu eftir því hvaða orð við kjósum að nota, fram yfir hagsmuni allra annarra.

Síðan þarf bara að gera það sem þarf að gera.

Á flóknum málum er oft mjög einföld lausn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.9.2009 kl. 18:05

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mikið vildi ég trúa því að fólk sé að vakna upp og spyrni gegn þessari vitleysu.

Þetta er ekki bara skrítið, þetta er líka svo gegnsæ blekking, heimskulegar ályktanir og óskiljanlegar fyrirætlanir. Ekkert stenst í heimi stjórnmálanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.9.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband