Ekki svíkja þá stefnu.
Þá ertu ekki bara að svíkja þjóð þína, þú svíkur um leið þína æru.
Og verður ærulaus manneskja á eftir.
Kveðja að austan.
Ekki afsláttur" af fyrirvörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1225
- Frá upphafi: 1412779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1084
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hun sagi nei! hvad a hun ad gera meira? tad verdur ad meta astandid eftir stodunni.
bjorn7 (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 19:04
Ómar, ertu í bænum?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.9.2009 kl. 20:52
Blessaður Högni.
Nei, ég er austur á Neskaupstað.
Og blessaður björn.
Hún á að segja Nei. Þú metur ekki lögbrot.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.9.2009 kl. 20:55
Ókey Björn og sæll.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.9.2009 kl. 21:05
Bretar og hollendingar, vanir samningamenn, tóku ekki afstöðu til fyrirvara Alþingis, fyrr en þeir voru frágengnir þaðan. Gerum það sama, tökum ekki afstöðu til krafna breta og hollendinga, fyrr en hún liggur fyrir opinberlega. Það væru mikil mistök að fjalla um kröfur þeirra opinberlega fyrr en þær eru formlega komnar á okkar borð. Sýnum yfirvegun góðra samningamanna.
Reynum að klúðra ekki málum að nýju !
Áfram Ísland ekkert ESB !
Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 08:37
Blessaður Haraldur.
Því miður er ekkert val í þessu. Hvorki ég eða þú höfum rétt til að íþyngja framtíðarlífskjörum barna okkar, vegna þess að við erum það miklar heybrækur að við látum ólögmæta kúgun ganga yfir okkur.
Þetta voru skilaboðin sem ég var að reyna að koma á framfæri við Birgittu. ICEsave deilan snýst ekki um skynsemi og val, hún snýst um lög og reglur, og siðfræði.
Lögin eru okkar megin, regluverk ESB bannar þennan gjörning. Og siðfærði hins siðmenntaða heims bannar að fólk sé sett í skuldaþrældóm vegna gjörða sem það ver enga ábyrgð á. Reyndar bannar siðfræðin líka þrældóm, þó fólk hafi eitthvað til saka unnið í bjánaskap sínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 09:07
Ómar ég er þér 100% sammála...það sem ég vildi leggja áherlsu á er að við bíðum eftir opinberum svörum. Hafni þeir fyrirvörunum kemur nefnilega upp sú staða að það eru engir samningar...þeim hefur verið hafnað. Eins og þú réttilega bendir á, þá eru lög og reglur okkar megin. Það má samt semja, en það þarf ekki að selja sálun þjóðarinnar að nýju !
En munurinn er samt sláandi á okkur annars vegar og bretum og hollendingum hins vegar.... við sýnum strax í spilin á meðan þeir bíða eftir opinberum niðurstöðum. Íslenskir ráðamenn eru eins og krakkar í samanburði, því miður.
Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 09:13
Blessaður aftur Haraldur.
Vissulega geri ég mér grein fyrir því að sú stund kemur að íslenska þjóðin þurfi að semja í þessu máli. Og ég er ekki að gera lítið úr málflutningi þeirra sem hafa áhyggjur af þeim afakjörum sem þjóðinni er boðið upp á ef hún semur ekki.
En grundvallaratriðið er að það má ekki semja nema að undangegnum dómi EFTA dómsins. Það er ekki hægt að brjóta lög þó í góðum tilgangi sé. Og þar sem við höfum réttinn með okkur hvað þetta varðar, þá er það líka skynsamlegt að þrauka og neyða ESB til að fara eftir sínum eigin réttarreglum. Það er ekki þannig að Íslendingar hafi haft eitthvað að segja með réttarreglurnar, þær voru allar löngu tilkomnar áður en ICEsave deilan kom upp.
Þetta er eins og í skákinni, þeir sigra þunga stöðubaráttu sem hafa sterkar taugar. Sýnum manndóm, ekki músarhátt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 09:24
Sæll Ómar, ég er sammála ykkur hér að ofan, en ef þú vilt tjá þig við Birgittu hefurðu prófaðað senda henni póst og spjalla við hana um málið, ég veit reyndar að það er mikið að gera hjá henni, en prófaðu.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 10:40
Ómar.
Sammála...nú notum við tímann með okkur í liði....vona ég.
Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 10:44
Blessaður Högni.
Sé ekki alveg samhengið. Ég vona að Birgitta geri upp sín mál samkvæmt sinni samvisku. Þannig séð er ég á móti þeim sem töldu sig hafa rétt til að skipa þingmönnum fyrir. Þó ég persónulega telji, að þið hjá Borgarahreyfingunni þyrftuð smá námskeið um hvað má og hvað ekki, þá er ég kjósandi, ekki gerandi í ykkar sorglegu atburðarrás. Það mætti halda að þið hafið aldrei hitt ömmu andskotans, sem þið þó viljið svo mjög skemmta.
En ég hef mínar skoðanir, sem ég tjái á þessu bloggi, og ég vona að Birgitta hafi sínar. En vegna þess að hún er þingmaður þá fékk hún á sig þennan pistil, þó stuttur væri. En ég skipti mér ekki að öðru leyti hvað fólk skrifar í Netheimum, nema að sjálfsögðu þegar ég vil styðja góð málefni, en fólk má vera ósammála mér mín vegna.
Það heitir frjáls skoðanaskipti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 10:58
Blessaður Haraldur.
Þú mikli baráttumaður hins Nýja Íslands, í guðanna bænum taktu mig ekki sem andstæðing þinn.
Andstaðan þrífst ekki án skoðanaskipta, og ólíkra sjónarmiða.
En grunnkjarni hennar er virðing fyrir ólíkum sjónarmiðum.
Það vill svo til að ég sé rautt þegar minnst er á ICEsave, hef haft þá fötlun frá því í okt á síðasta ári. Upplifði mig sem eyland í marga mánuði með þessa afstöðu mína. En ég fer ekki fram á það við nokkurn mann að hann hafi líka þessa fötlun. En ég áskil mér rétt til að gagnrýna alla þá sem þekkja ekki muninn á réttu og röngu. En það er ekki mitt vandamál þó fólk taki það illa upp.
Í mínum huga eru boðorð lífsins mjög einföld. Númer eitt, þú skalt ekki mann deyða, þó þér sé illa við hann. Númer tvö, þú skalt ekki samþykkja ICEsave, þó þér sagt að gera það.
Í mínum huga er þetta ekki flókið. Það vill svo til að ég á unga drengi, sem krefjast sama lífs og ég fékk. Ég væri aumingi, ef ég ekki teldi það ekki skipta máli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 11:06
Mikið get ég vel skilið "fötlun" þína, Ómar. Sko, þegar ég heyri og les orðin Evrópubandalagið, ICESAVE, sam-spillti-hryllingurinn (get ekki einu sinni orðað nafn flokksins svo hryllir mig við honum) bæði sé ég eldrautt og líka gular hala-stjörnur skjótast trylltar um himininn.
ElleE (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 11:29
Sæll aftur Ómar, þú ert að rugla saman málum það er ekkert að því að spjalla við þingmennina okkar ég get ekki séð að þú sért að skipa henni fyrir verkum á einn eða annan hátt, en kannski gætu þið útskýrt sjónarmið ykkar hvort fyrir öðru.
Ómar, þingmönnum finnst gott að heyra frá kjósendum sínum um hin ýmsu mál og ég mundi í þínum sporum annað hvort senda henni póst eða hringja í hana og velta þessu máli upp.
Ég er sammála þér og saggði það áðan og er ekki að rífast við þig heldur er ég bara að segja og það af reynslu, það er ekkert að því að hafa samband vegna mála sem eru manni mjög kær og eða hugleikin.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 12:05
Ég gleymdi að segja þér að ég hef ekki hitt ömmu andskotanns og tel það hvorki löst né kost og svo annað ég er ekki í Borgarahreyfingunni, ég saggði mig úr henni á landsfundinum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 12:07
Blessaður Högni.
Ég hef hitt hana. Fyrir utan það að hún er bæði ljót og leiðinleg og lyktar illa, þá skapar hún oft vík milli vina, og engin skilur hvers vegna.
Ég vissi hins vegar, þó fyrir utan alfaraleið sé, að þú fórst úr Borgarahreyfingunni á landsfundinum, og trúðu mér, þar var amman að verki.
Og ég stend við fullyrðingu mína um námskeiðið. Stundum þarf utankomandi aðila til að segja fólki að það sé alltí lagi með það, og víkin á milli vina, sé varla spræna úr blöðruhálskirtlasjúklingi, svo lítið ber á milli.
En ég skildi þig alveg, og ég ber virðingu fyrir Birgittu. Taldi mig gagnrýna hana, en ekki segja henni fyrir verkum. Þó ég skilji alveg hin sjónarmiðin, sem ollu brotthvarfi þínu, þá tel ég þau hafi rangt fyrir sér hvað það varðar að þau fjarstýri ekki fólki.
En það er mitt mat.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 12:25
Blessuð Elle.
Já, svona er þetta bara. En fyrst eftir Hrunið, þá var það í tísku að hafa áhyggjur af fortíðinni, taka einstaklinga og gjörðir þeirra fyrir, en ekki kerfið sjálft.
Og afleiðingar þess.
Á meðan Andstaðan ræddi um hvort ætti að senda Sigurjón digra í megrun á Hraunið, eða hengja hann upp í næsta gálga, þá tóku menn undir valdabrölt Samfylkingarinnar um að Davíð Oddsson væri upphaf og endir alls, hins illa sem hefði komið fyrir þjóðina.
Og á meðan þá hjakkaði frjálshyggjan í sínum torfærugír og lagði hverja hindrun af annarri af baki. Fyrst bauð hún Alþjóðagjaldeyrissjóðinn velkominn. Þegar ljóst var að hann myndi leggja drápsklyfjar á landsmenn í formi okurvaxta, þá sagði Samfylkingin og hennar dátar, að þetta væri Davíð að kenna. Það var hann sem skrifaði undir samkomulagið við IFM. Síðan kom ICEsave, og aftur var það Davíð, og fólk trúði þessu eins og nýju neti. Og það krafðist uppgjör við Davíð og Sjálfstæðisflokkinn. Gott og vel, en Davíð réði ekki neinu, og íhaldið var í sárum.
Af hverju var þá IFM og helstefna þess boðið velkomið til landsins? AF hverju var Þorvaldur Gylfa klappaður upp þegar hann talaði um hina meintu spillingu á Íslandi, en gat þess ekki að lausn hans var eilífðardvöl í enn þá meira spillingarbæli?
Af hverju trúði fólk því að auðmenn gætu skuldsett þjóðina í útlöndum??? Fyrir utan VinstriGræna, sem voru þá heilir í andstöðu sinni við ICEsave, þá hafði Andstaðan engan áhuga á þeirri ógn. Samfylkingardátar stjórnuðu umræðunni. Í dag vita allir hvað þeim gekk til, en þá voru raddir eins og mínar, hrópandi í eyðimörkinni.
Fólk vildi stjórnlagaþing og uppgjör við fallna auðmenn. Ég benti á að stjórnendur þeirra og kerfissmiðir væru að endurbyggja hið gamla þjóðfélag, auk þess að skuldsetja þjóðina til helvítis. Og það á röngum forsendum. Þegar Michael Hudsson kom og sagði frá þessari skuldsetningu og heimsku hennar, þá hélt ég að Björninn væri unnin, en þá hrópaði einhver Sigurjón Digri, og allir reyndu að hnýta snöru handa honum. En á meðan var snara hnýtt um háls þjóðar okkar.
Og allir vita hvernig staðan er í dag.
Það hefði verið betur að fleiri hefðu horft fram á veginn, í stað þess að dvelja í fortíðinni. En ég óska engum fötlunar, í mínum huga er ekki mikil munur að samþykkja ICEsave og samþykkja lög um barnaníð, eða mannát.
Hvorutveggja er tilræði við mannsandann og siðmenninguna.
En ég fer ekki fram á stuðning við það sjónarmið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 13:20
Ómar það er engin hætta á að ég misskilji þig
Ég er eingöngu að setja mínar athugasemdir, sem ekki eru svo víðsfjarri þínum. Hafi ég runnið á svellinu og orðar þær ónákvæmlega bið ég forláts.
Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 14:28
Jahérna, þú ert aldeilis á gremjunni Ómar, við Haraldur erum að reyna að spjalla við þig meira og minna sammála þér en þú eyst úr skálum gremju og heimsku í allar áttir til baka, nema þú sért einmitt að dunda þér við að ná fólki upp þér til gamans, þú náðir mér ekki upp en ég er gáttaður á þér.
Skilaðu kveðju til ömmu þinnar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 14:37
Chao.
Kveðja að austan.
(Heyrði þetta í bíómynd, vona ég fari rétt með stafsetninguna)
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 14:40
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 14:47
he, hee Högni.
Var að senda Haraldi mínar vináttu kveðjur. Get ekki að því gert ég er langorður og fer út og suður.
Mikið sammála þér, er ekki gramur fyrir fimm aura. Þjáist af þeirri heilabilun að gefa ekki afslátt í ICEsave deilunni, og svo er ég líka of magamikill og með slæmt bak. Annars nokkuð heilbrigður. Og umburðalyndur.
Ömmu talið er góðlátlegt grín til ykkar í Borgarahreyfingunni, skil ekki ykkar sundrungu, á samleið með báðum fylkingum. En hvað um það, þið sem teljið ykkar hörundsár skipta meira máli en holsár í þjóðarlíkamann, þið þurfið á námskeið, og ég má alveg segja það á minni síðu, og tel mig hafa visst leyfi til þess hjá þeim mæta manni, Arinbirni Kúld, en annars, annars staðar gæti ég fyllstu kurteisi, og passa mig á að móðga ekki einn eða neinn. En geri það stundum óvart.
Og allir sem hafa fylgst með bloggi mínu, vita að ég fer út og suður, í allar áttir, eins og vindar blása. Þeir sem heilsa upp á mig mega ekki taka það of persónulega. Það býr oft gróandi í suðrinu og enginn veit hvað hann kemur með til baka úr því ferðalagi.
Þið Haraldur hafi vonandi íhugað það í nokkrar mínútur að samningur án dóms, hversu skynsamlegur hann annars er, kemur ekki til greina. Að mínu áliti, nota bene. Og ég segi ekki þingmönnum fyrir verkum, þó þær hugmyndir hafi hlotið hljómgrunn í okkar ágætu hreyfingu, og ég er alltaf mjög hissa á því að menn séu gáttaðir á mér. Já, og ég er stríðinn, og vill alltaf hafa lokaorðið.
En hvað um það, ef hið ósagða er aldrei sagt, þá kvikna aldrei nýjar hugmyndir og nýir fletir á málum aldrei ræddir.
Svoleiðis er það bara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 15:04
Sammála þér alveg sammála þér Ómar og með þetta ósaggða þá getur stundum verið gott bæði fyrir þann sem vill segja eitthvað við þingmann og ekki síður fyrir þingmanninn/konuna að fá póst eða símtal.
Ég get fullvissað þig um að Birgitta er mjög svo á móti Icesave samningnum og ég er viss um að Steingrímur Joð er það líka og ég er líka á þeirri skoðun að ég vil ekki neinar hjásetur á þingi ég vil að fólk greiði atkvæði með eða á móti, en líklega er þetta ekki svona einfallt.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 15:15
Chao, Högni.
Er að fara í sveitasæluna.
Nei lífið er aldrei einfalt. En ICEsave er það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 15:27
Ómar.
Dómsleiðin, þjóða á milli, er eingöngu fær ef báðir samþykkja hana. Samanber Þorskastríðið á sínum tíma. Bretar vildu fara með málið í dómsmeðferð en við sögðum nei. Það var reyndar á þeim tíma sem íslenskir stjórnmálamenn voru með ögn kalkríkari bein í nefinu en nú er lenska. Styrkur okkar í þessu máli felst að hluta í því valdi að við mætum aðeins fyrir þann dómsstól sem okkur hentar.
Á einhvern veg þarf að lenda þessu máli, því nú er sú yndislega staða kominn upp að bretar og hellendingar eru að þreifa og þukla á okkur með mögulega höfnun. Við verðum hreinlega að halda kjafti niður á AUsturvelli og ekki gefa þeim nokkurt svar fyrr en fyrir liggur að svar þeirra sé opinbert. Ég held að það megi líta þetta sem fasteignaviðskipti... ef þeir koma með móttilboð, þá er um höfnun að ræða á fyfirvörum okkar og þar með er engin samningur í gildi.... bara gagntilboð frá þeim. Við getum gert þrennt :
Ég vildi gjarna að síðasti valkosturinn verði valinn.... en þar til svar þeirra breta og hollendinga verður opinbert...þá bíðum við. Okkur liggur ekki baun í bala á. AGS heldur áfram að sinna handrukkarahlutverki sínu og við reynum að fá húsnæðislánum sinnt...á einn eða annan veg. Alþingi, finnst mér, á alls ekki að fjalla um neitt þangað til sem snýr að Icesave.
Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 15:34
Takk Haraldur.
Vísa á blogg mín. EES samningurinn er með skýr ákvæði um lausn ágreiningsmála. Kristinn Gunnarsson kom ágætlega inn á þá leið í grein í Morgunblaðinu.
ESA - EFTA dómstólinn.
Það er ekki val fyrir þjóðir ESB að hafna þessari leið. Nema, þær segi fyrst upp EES samningnum.
Augljóst öllum þeim sem lesa viðkomandi grein EES samningsins, en blekkingin er sú að telja fólki trú um að sá samningurinn sé án réttarúræða.
En hitt er rétt, að í dag er ekki til bein leið að stoppa innrásir og ofríki, nema hljóta til þess stuðnings stórvelda.
Kveðja, næstum því úr sveitinni.
Ómar Geirsson, 18.9.2009 kl. 16:28
Kæri Ómar. Maður fer eðlilega út og suður og norður og niður þegar maður kominn með algert óþol. Og merkilegt hvað fólki tekst upp að koma svörtu á hvítt á meðan það sér eldrauða ljósloga fyrir framan það. Já og það var allt Davíð að kenna að fólk lét AGS, Breta og Hollendinga kúga okkur. Það var allt Davíð að kenna að þau gátu ekki sleppti því að eyða heilum 5 mánuðum í EU + Icesave. Það var allt Davíð að kenna að þau gátu ekki bara látið Icesave fjandann flakka og sleppt því með öllu að sóa dýrmætum tíma í að skálda upp og skrifa undir kúgunar-rugl. Og hvað hefði nú merkilegt gerst ef bæði AGS og Icesave hefðu verið látin flakka? Við hefðum losnað við skatta-kúgun og fjandar okkar hefðu þurft að sækja okkur. Burt með AGS og Icesave.
ElleE (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 00:15
Blessuð Elle.
Gróandinn býr í sunnanáttinni, athugasemdakerfið er oft til að láta hugann fljóta.
Og baráttan er ekki töpuð ennþá. En hún tapast ef hugur Andstöðunnar er bundinn í fortíð, ekki framtíð. Það sem hefur gerst er ekki lengur ógn, heldur eitthvað sem hefur haft í för með sér afleiðingar. En núverandi stjórnastefna er raunveruleg ógn, því hún geirneglir gamla græðgikerfið. Ráðherra sem talar um trúverðugleika, og sköpun þessa trúverðugleika, hann er í röngu starfi.
Það er aðeins eitt sem skiptir máli, og það er að gera fólki kleyft að lifa mannsæmandi lífi á þessari eyju. Og það fólk er núverandi þjóð, ekki innfluttir fátæklingar sem sætta sig við að vinna fyrir auðmenn og skuldaeigendur.
Fólk á t.d að lesa ágæta grein Ólínu Þorvarðardóttir í Fréttablaðinu, og síðan á fólk að spyrja sig á hvaða leið er Ólína Þorvarðardóttir og sú stjórn sem hún styður. Er samræmi milli orða og athafna????
Og fólk þarf líka að átta sig á þeirri grunnstaðreynd heilbrigðrar skynsemi, að það að taka erfiða ákvörðun, er ekki ígildi þess að taka réttar ákvarðanir. Daginn sem fólk áttar sig á þessu, þá fer fylgi núverandi ríkisstjórnar niður fyrir 10 prósentin.
Vissulega er núverandi rikisstjórn að taka erfiðar ákvarðanir, en fæstar af þeim eru teknar með hagsmuni almennings í huga. Þess vegna á hún að víkja.
Já, og burt með ICEsave og IFM.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.