Orð í tíma töluð og mættu fara sem víðast.

En AFl þarf að stíga skrefið til fulls.  Því það þarf breytingar í þjóðfélaginu.  Tilveruréttur okkar sem sjálfstæð þjóð, sjálfstæðra einstaklinga, er í húfi. 

Sjálf framtíðin er að veði.

Það sem vantar hjá Afli er:

Krafan um að verkalýðshreyfingin taki til í eigin ranni og láti Dragbítinn víkja.  Biðji síðan þjóð sína afsökunar á stuðning sinn við aðkomu Nýfrjálshyggjuböðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Það er ekki hægt að bjóða böðlanna velkomna, og síðan fordæma böðulsverk þeirra.

Krefjast þess að landstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði vísað úr landi og þess krafist að sjóðurinn geri það sem ætlast er til að hann geri, hjálpi þjóðum en ekki arðræni í þágu alþjóðlegs auðmagns.

Krefjist þess að öll einkavæðing orkuauðlynda verði afturkölluð og tafarlaus rannsókn verði gerð á þeim hagsmunatengslum sem eru milli stjórnmálamanna og kaupenda þessara auðlynda.

Krefjist þess að ríkisstjórn Íslands fari eftir lögum og reglum EES samningsins í ICEsave deilunni og samþykki enga Nauðung nema fyrir henni sé rökstuddur dómur EFTA dómsstólsins.  Síðan verði samið á forsendum íslensku þjóðarinnar, jafnframt því sem Evrópusambandið verði lögsótt fyrir ólöglega reglugerð því bannað er að setja almenningur  að veði vegna viðskipta á fjármálamarkaði.

Krefjist þess að ríkisstjórn Íslands hafi hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki hagsmuni fjármálakerfis eða annarra sérhagsmuna sem eru ekki ÞJÓÐIN.  Annars víki stjórnin.  Nógu mikið er til að skynsömum hagsýnum húsmæðrum sem gætu tekið að sér hið einfalda verkefni að endurreisa efnahag heimila og fyrirtækja, tími vitleysinganna á að vera liðinn.

Krefjist þess að Ábyrgðarmenn Hrunsins víki þegar forsendur hins Nýja Íslands eru ákveðnar.  Þeirra útrásarhagkerfi brást.  Þeirra dómgreind brást.  Og þeir hafa ekkert lært.

Og krefjist .....................

En þetta var samt nokkuð gott hjá þessu ágæta fólki sem stýrir Afli.

Kveðja að austan. 

 

 


mbl.is Segir atvinnulífið stefna í stöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 492
  • Sl. sólarhring: 692
  • Sl. viku: 6223
  • Frá upphafi: 1399391

Annað

  • Innlit í dag: 418
  • Innlit sl. viku: 5273
  • Gestir í dag: 385
  • IP-tölur í dag: 380

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband