Þessi orð var upphafið af falli Nýfundnalands.

"Ef þið hlýðið okkur og gerið allt sem við segjum, þá skulum við hjálpa ykkur". 

"Kannski.

Fer eftir því hvað þið verið góð".

En munurinn á Kanada þá og ESB í dag er sá að Kanada borgaði þó skuldir nágrannaeyjunnar sinnar.  En ESB byrjaði fyrst að beita efnahagslegum hryðjuverkum til að láta íslensku þjóðina greiða, ólöglega samkvæmt þeirra eigin lögum og reglum, hundruð milljarða í ríkissjóð tveggja aðildarríkja sinna.

Fyrst rændu þeir þjóðina.  Síðan bjóða þeir fram brauðmola í aumingjaaðstoð ef við afhendum auðlyndir okkar og sjálfstæði.

Og það er til fólk sem tekur ofan og þakkar fyrir sig.  

Og ég sem hélt að slík eymdarsýn hefði horfið þegar veldi danskra kaupmanna var brotið á bak aftur fyrir um hundrað árum síðan.

Ætli hundseðlið sé genetískt?

Kveðja að austan.


mbl.is Rætt um efnahagslegan stuðning frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Er lausnin á skuldabasli  - meiri lántaka?

ESB vill gera okkur að algerum þrælum sínum sem ekki munu þora fyrir sitt litla líf að nýta okkar örfáu atkvæði innan stofnana ESB til annars en að vera sammála höfðingjunum.

Er dílerinn að hjálpa dóparanum þegar hann kemur til hans með nýjan skammt? Eða hvað?

Örvar Már Marteinsson, 17.9.2009 kl. 09:57

2 identicon

Já er þetta ekki nákvæmlega það sama og gerðist á Nýfundnalandi?

Nýfundnalendingar voru búnir að opna bankaútibú í Kanada og sópa að sér sparifé saklausra Kanadamanna og sólunda því fé hægri vinstri í einkaþotur og þyrlur og lán handa vinum og kunningjum, kaupa upp flottustu verslanakeðjur Kanadamanna, svo og lúxushótel þeirra.
Bankakerfi þeirra var líka orðið 12 föld verg ársþjóðarframleiðsla áður en bankarnir þeirra gufuðu upp.

Eða hvað?

Auðvitað á að reyna að lágmarka lántökur, svona eins og landinn hefur augljóslega haft að leiðarljósi síðustu ár og áratugi. Þess vegna standa íslensk heimili svo vel, þökk sé líka krónunni sem gerir það að verkum að flestir geta bara borgað upp lánin sín á stuttum tíma, EKKI SATT?????

Einar Hansson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Örvar. 

Stór spurning þetta með dílerinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Gaman að fá þitt sjónarmið inn í umræðuna.

En það hvarflar að mér að þú sért gamall kommúnisti.  Þér virðist vera mjög illa við lögmál frjálsra viðskipta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2009 kl. 12:00

5 identicon

Hahaha, gamall kommúnisti. Góður þessi. Ég hefði kosið sjálfstæðisflokkinn ef hann væri ekki örðinn svona öfgahægrisinnaður í neikvæðri merkingu. Þar sem ég er ESB sinni og aðeins einn flokkur lofaði umsókn um ESB, þá þarftu ekkert að hugsa lengi um hvað ég kaus síðast. En flokkarnir þarna á klakanum skipta mig litlu máli, þeir eru eiginlega bara klíkur.

Hér í Þýskalandi mundi ég kjósa CDU. Þeir eru virðulegir íhaldsmenn sem hugsa líka um viss gildi, þ.e.a.s. vernda þá sem minna mega sín og halda friði í þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi eins og hann er í dag minnir einna helst á litla þjóðernisflokka hér í Þýskalandi, NDP, DVU, REP.

Ég er patríot en alls ekki þjóðernissinni. Það er tvennt ólíkt.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:22

6 identicon

En fyrir svona gegnsýrða klíkugæja eins og þig er sennilega "kommúnisti" versta blótsyrði sem þú gast ímyndað þér, þannig að ég sé enga ástæðu til þess að eyða tíma í þetta rugl.

Lifðu heill!

Einar Hansson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:24

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Aftur gaman að  fá hressilegt andsvar þó þú leggir meira í það en tilefni var til.

Svona til að fyrirbyggja allan misskilning, þar sem ég er borinn og barnfæddur Norðfirðingur, þá hef ég ekkert á móti kommúnistum.  Gömlu kommúnistarnir sem ég þekkti voru hertir af þungbærri reynslu kreppuáranna og Sovétið var þeirra draumsýn sem knúði þá áfram í baráttu sinni fyrir mannsæmandi kjörum og jöfnum rétti afkomenda þeirra til menntunar og mannsæmandi lífs, sem áður þótti bara sjálfsagt að börn efnafólks fengi.   Ekkert nema gott um það að segja.

En þeir höfðu mjög skrýtnar skoðanir á rekstri fyrirtækja og tortryggðu mjög hinn frjálsa markað.  Það jarðaði við glæp í þeirra augum að einhver skyldi stofnsetja fyrirtæki og reka í hagnaðarskyni.  Og ef viðkomandi fór á hausinn, þá var glæpur framinn.  Ef þetta var gangverk hins frjálsa markaðar þá kusu þeir frekar sósíalismann.

En þessi viðhorf hurfu að mestu eftir því sem tíminn grisjaði þessa gömlu jaxla.  Þar  til sá draugur fór að ríða röftum að það væri glæpsamlegt að stofna banka í öðrum löndum og fara á hausinn með þá.  Þar sem ég hef oft lesið þessar fullyrðingar, í ýmsum myndum í skrifum þínum á netinu, þá datt mér í hug að spyrja hvort þú værir kommúnisti.  Þetta var ekki illa meint.  Af og frá.

En ég veit ekkert hvernig Kanadamenn hefðu brugðist við ef fólk frá Nýfundnalandi hefði fengið leyfi til að opna bankaútibú í landi þeirra og síðan farið á hausinn.  Þó tel ég að fyrst þeir gáfu leyfið sjálfviljugir, þá hefðu þeir ekki tekið það mjög persónulega, þó bankar frá Nýfundnalandi hefðu farið á hausinn, sjálfir voru Kanadamenn nýkomnir úr sinni bankakreppu eftir Kreppuna miklu þar sem bankar fóru á hausinn í stórum stíl.  En þetta eru bara getgátur.

En hitt veit ég þó og það er sú einfalda staðreynd að íslenskur almenningur fann hvorki upp á kapítalismanum eða samdi regluverk ESB um fjórfrelsið.  Og hann var ekki spurður álits þegar þeim ágæta samningi var þröngvað upp á þjóðina. 

En íslenskur almenningur getur krafist þess að Evrópusambandið fari eftir lögum sínum og reglum, en breyti þeim ekki einhliða eftir á.  Dg ég veit ekki til þess að það sé tekið fram í EES samningnum að Íslendingar megi ekki reka banka á meginlandi Evrópu.  Og það er ekki bannað samkvæmt fjórfrelsinu að fara á hausinn með sinn rekstur, þannig að ekki skýrir það þau viðbrögð sem mér finnst þú vera að verja.  Og hafi rekstur bankanna verið þeim hætti sem þú lýsir, þá er skil ég ekki af hverju allar eftirlitsstofnanir í viðkomandi löndum skuli ekki hafa gripið inn í.  Og eins er það skrýtið að korteri fyrir hrun, skuli þekktustu matsfyrirtæki heims hafa hækkað lánsmatshæfi þeirra, í stað þess að setja þá í junkflokk.  Þeir sem lána bara vinum sínum og vandamönnum og ferðast um á einkaþotum og eyða öllum innlánum í tóma vitleysu, þeir eiga ekki að fá að starfa á markaðnum, regluverkið á að sjá til þess. 

En hvað þú ert að tengja þessa menn við íslensku þjóðina, er mér með öllu óskiljanlegt.  Mér vitnalega geta fórnarlömb ítölsku mafíunnar ekki leitað til ítalska ríkisins um skaðabætur, og þó er starfsemi hennar með öllu ólögleg.

En það var heldur ekki í genum forfeðra minna að taka ofan fyrir dönskum kaupmönnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband