Þessi spáði Völva Vikunnar.

 Ég líka.

Og nokkrir aðrir.  Eiginlega allir aðrir en þeir sem áttu hagsmuna að gæta við að hengja almenning.

Út á þessa spádóma fengu VinstriGrænir sitt mikla fylgi.  Einnig skjaldmeyjan sem sótti fyrirmynd sína í Rómverska hernaðarsögu.  

Samt upplifir almenningur eins og ekkert hafi verið gert.  Aðeins hrægammar Hrunsins fitni.

Meira að segja þau samtök sem hýsa Dragbítinn eru farin að hafa áhyggjur.   

Þeir sem klöppuðu upp óráðin og úrræðaleysið eru líka farnir að viðurkenna að óráðin og úrræðaleysið hafi ekki hjálpað skuldsettum almenningi.  Því fordæma þeir úrræðaleysið en leggja til fleiri óráð.

En vandinn er ekki flókinn þó hann sé alvarlegur.  Strax í vetur komu fjöldamargir einstaklingar, úr öllum flokkum og úr ólíkum áttum, saman og krufu vandann og mótuðu tillögur til lausnar.  Hópurinn kallaði sig Hagsmunasamtök heimilanna og í þeirra fórum eru lausnir sem virka.  

Við Hagsmunasamtök heimilanna eiga fréttamenn að tala ef þeir eru farnir að hafa áhyggjur af sér og sínum.  En ASÍ hefur ekkert til málanna að leggja en að útfæra nýja tillögur til stuðnings fjármálakerfi auðmanna.   Og hlýða landsstjóranum sem þeir tóku á móti á Keflavíkurflugvelli með rauðum dregli.

Þau ágætu samtök þurfa að gera upp við sig hvort þau stigi skrefið til fulls og sameinist hinum nýju heildarsamtökum vinnuveitanda og Dragbíturinn verði þá aðstoðarframkvæmdarstjóri á eftir tvíburabróður sínum (andlega) eða þá verkalýðssinnar taki samtökin yfir og sendi Dragbítinn hreppaflutningum yfir í Garðarsstrætið og útvegi honum þar vinnu sem aðstoðarframkvæmdastjóra.  Í dag er óbrúanleg gjá á milli heildarsamtaka launafólks og almennings í landinu og þá gjá verður að brúa. 

Það verður að virkja ASÍ fyrir almenning.  Það bara verður.

Aðeins þeir heyrnarlausu heyra ekki kallið sem glymur um bæi og sveitir landsins.  Kallið sem er það hátt að glymur  í fjöllum og bergmálið berst um óravegu.  Jafnvel í Evrópu skynja menn að eitthvað er að á Íslandi.

Þar er fólk sem þarfnast hjálpar, þarfnast aðstoðar alþjóðasamfélagsins, en ekki Nýfrjálshyggjuheimsku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þrælahlekki ICEsave glæpsins.

En hinir heyrnarlausu heyra ekki og þeir ráða öllu í dag.  

Ég legg því til að tafarlaust verði fenginn kennari í varalestri sem kenni þessum ráðum að lesa eitt orð af vörum fólks.

Og orðið er HJÁLP.

Og þá er kannski hjálpar að vænta.  Að þeim verði hjálpað sem er hjálpar þurfi og við skiptum öll þeim byrðum á milli okkar. 

Þó það væri ekki nema vegna barna þessa fólks.  

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Það er athyglivert að menn eins og Ásmundur (fyrrverandi ASÍ) flakka á milli að vera formenn ASÍ og svo bankastjórar. ASÍ og Samspillingin eru stærstu vandamál Íslands í dag. Samt tekst þeim einhvernvegin að fela sig og blekkja almenning með einhverjum undarlegum loforðum um grænar grundir, bara rétt hinumegin við hæðina.

Muna að koma á fundinn í Iðnó í kvöld kl. 20:00 og taktu sem flesta með þér :)

Axel Pétur Axelsson, 17.9.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel, og takk fyrir hvatninguna.

Er því miður búsettur austur á landi.  Ekki að það sé miður sem slíkt, en getur komið sér illa í tilveikum eins og þessum.

Og við það sem þú sagðir má bæta að Gylfi kom úr banka þegar Ari hætti.  Og fór Ari ekki í banka eða eitthvað multimilljóna dæmi, mig minnir það.

En að bjóða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn velkominn til landsins án skilyrða, það eru grundvallarsvik við alþýðu þessa lands.  Eftir þá gjörð mega þessir menn ekki kenna samtök sín við alþýðu.

En ég vona að þeir eigi eftir að iðrast gjörða sinna áður en það er orðið of seint.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2009 kl. 09:55

3 identicon

Minni á merki ASÍ - en það er heimurinn í hlekkjum, sjá http://asi.is

Það má oft skilja allskyns hópa og valdabákn út frá myndmálinu sem þeir nota

Georg O. Well (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 609
  • Sl. viku: 5644
  • Frá upphafi: 1399583

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 4815
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband