11.9.2009 | 21:55
Högni og Ögmundur, einu félagshyggjumennirnir sem þora andhæfa gegn helreið Nýfrjálshyggjunnar.
Aðrir svokallaðir félagshyggjumenn á Norðurlöndum reyndust vera heybrækur þegar á reyndi.
Ömurlegast af öllu því ömurlega, sem fólki hefur verið boðið upp á, er útburðarvæl Norska fjármálaráðherrans, sem talaði um sekt íslensku þjóðarinnar vegna Nýfrjálshyggjudekurs hennar.
Og jarmandi íslenskir prófessorar tóku undir.
Svona hefur mannsandi kverúlanta lítið þróast frá því að íslenskir klerkar kenndu syndugu lífi landsmanna um Móðuharðindin.
Aumt er þetta fólk og aumir eru þeirra forystumenn.
En Høgni Haydal bendir réttilega á að þeir sem verst standa fyrir, munu bera meginþunga byrðanna af bankahruninu, vegna hins gífurlega niðurskurðar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fyrirskipar á velferðarkerfinu. Og það að láta saklausa þjást vegna græðgivæðingu hins alþjóðlega efnahagslífs, er smánarblettur á félagshyggju Norðurlanda.
Það er ofsalega auðvelt að vera kammó þegar allt er í lukkunnar standi, og það er ofsalega auðvelt að láta taka myndir af sér í mótmælagöngum fyrir réttlátum málstað fólks í fjarlægum löndum. En að sýna samhug á neyðarstundu, er þessu fólki ofviða. Ofviða vegna þess að þetta fólk er ekkert annað en sýndarmennskan og fyrir vikið, nytsamir sakleysingjar hins alþjóðlega auðvalds. Það heldur að það sé eitthvað þegar það gjammar á torgum, en það lyppast niður við fyrsta blístur auðmagnsins og kemur slefandi til þess að þiggja molanna.
Á Íslandi voru molarnir skammtímaseta á ráðherrastól og upplifun þeirra tilfinningar að vera eitthvað þegar auðmagnið klappar á bakið. En þegar þetta fólk hefur gegnt hlutverki sínu, þá verðu því kastað á öskuhaugana, þar sem það á reyndar best heima. En þá mun hin endalegu svik, algjör yfirráð alþjóðlegs auðmagns yfir auðlindum Íslendinga, vera staðreynd sem ekki verður aftur tekin, nema þá með byltingu öreiganna (þjóðarinnar).
Og hvert er hlutverk VinstriGrænna???
Að sjá til þess að öll Andstaða við áform Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem eru dyggilega studd af ábyrgðarmönnum Hrunsins hjá Viðskiptalífinu, fari um víðan völl. Og það hefur þeim tekist. Sjálfur formaður Félagshyggjuflokksins er sá ráðherra sem ætlar að gefa erlendum kröfuhöfum íslenska þjóðarauðinn. Og hann gerir það með bros á vör, því fær hann svo fallegar myndir af sér í blöðunum og sjónvarpinu.
Og svo eru menn að gera grín af ljóskunum, ráðherrann bæði rauðhærður og sköllóttur.
En þá fær maður þessa frétt. Það fannst maður úr hópi félagshyggjufólks sem stóð keikur og sagði félögum sínum á danska þinginu, sannleikann um níðingskapinn, og þær þjáningar sem saklaust fólk mun verða fyrir hjá einni af bræðraþjóð þeirra.
Og hann er maður að meiri fyrir vikið að þora andæfa auðmagninu.
Og svo les maður bloggið hans Ögmunds, og í því er líka vonarneisti fólginn. Einn leiðtogi félagshyggjunnar hefur þó ekki gengið fyrir björg. Hann sér ógnina sem við blasir en telur kröftum sínum betur varið í að bjarga því sem bjargað verður.
Hann á líka hrós skilið, mest fyrir að taka ekki þátt á blekkingarleiknum.
Og hann er eini stjórnmálamaðurinn af vinstri væng sem hefur haldið æru sinni.
Einn er betra en ekki neitt.
Kveðja að austan.
Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 195
- Sl. sólarhring: 875
- Sl. viku: 5926
- Frá upphafi: 1399094
Annað
- Innlit í dag: 165
- Innlit sl. viku: 5020
- Gestir í dag: 160
- IP-tölur í dag: 157
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafi Högni heiður og þökk fyrir. Baráttan harðnar og harðnar.
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 11.9.2009 kl. 22:13
Blessaður Arinbjörn.
Já hún harðnar og harðnar. Núna ætla ég að safna kröftum og bíða eftir forystunni sem mun leiða þjóðina úr úr þessum táradal aðgerðarleysis og undirlægjuháttar. Þá mun ég leggjast á árarnar og róa og róa meðan heilsan þolir, og lengur til ef guð lofar.
En eins og ég sagði í spjalli mínu við Elle í pistlinum hér á undan, þá er ég kjaftstopp. Innst inni þá trúði ég ekki að landráðin yrðu algjör.
Ég vona að skynsamir, en kappsfullir menn hlusti á sáttarrödd þína. Ógnin sem blasir við íslenskri þjóð er svo skelfileg að engin orð eða sárindi, geta yfirskyggt hana. Sá sem fellur í þá gryfju að vilja frekar vega að samherja en að vega að Ógninni, hann mun iðrast þess ævilangt og lengur ef hægt er. Þegar öll vötn falla til Dýrafjarðar, þá skiptir ekki máli eftir hvaða lækjarkytru vonin rennur, það sem skiptir máli er að hún renni og að allar vonir sameinist í einu allsherjar fljóti baráttunnar við siðleysi auðmagnsins sem er að læsa þrælafjötrum sínum um íslenska þjóð.
Gangi ykkur vel að ná vopnum ykkar aftur Arinbjörn.
Baráttukveðjur að austan.
Ómar Geirsson, 11.9.2009 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.