Höfum við ekkert lært af einkavinavæðingunni.

Einkavinavæðing bankanna endaði í út í foraði gjaldþrota og svika.  Og íslenska þjóðin situr í súpunni.

Núna á að einkavæða aftur bankanna okkar, ríkið á að eiga þá rétt á meðan að fé almennings er dælt inn í þá til að greiða skuldir gömlu eigandanna.

Síðan fá nýir vinir stjórnmálaelítu landsins að eiga þjóðarbankanna.

Okkur er sagt að þessir nýju vinir séu miklu betri en gömlu einkavinirnir því þeir tala útlensku.  Má vel vera en ég opna ekki svo blöðin eða kíki á vefinn án þess að lesa fréttir af alheimsbankahruninu.  Sem er búið að kosta heimsbyggðina ómældar fjárhæðir.

Eru þessir bankar eitthvað betri en þeir gömlu??  Var ríkisvald viðkomandi landa ekki bara betur í stakk búið að aðstoða þá í gegnum ólgusjó fjármálakreppunnar?  Hvað tryggingu höfum við að þeir hafi eitthvað lært af fyrri mistökum.

Og af hverju eiga útlendingar að fá ríkiseigur gefins???

Þeir lánuðu gömlu bönkunum er okkur þá sagt.  Gott og vel, geta þeir ekki talað við skiptastjóra?  En íslenska ríkið stofnaði nýju bankanna með hluta af eigum þeirra gömlu.   Vissulega rétt og þar verður greiðsla að koma á móti,  Um það er ekki deilt.  En hvaða samhengi er frá eðlilegum greiðslum til þess að afhenda síðan erlendum kröfuhöfum kverkatak á þjóðarauðnum?????

Hver hefur gefið 63 mönnum það vald??????  

Er Ísland einræðisríki þar sem orð og vilji örfárra í stjórnmálaelítu landsins eru þau einu lög og reglur sem eftir er farið.  Hvað með stjórnarskrá landsins?  Hvað með vilja almennings???

Mega þessir 63 menn gera allt sem þeim dettur í hug???  Geta þeir sent fólk í þrælavinnu eins og stjórnvöld Norður Kóreu gera við sína þegna?   Hvað langt þurfa þessir 63 menn að teygja sig átt alræðis þar til þjóðin segir hingað og ekki lengra og segir að í landinu gilda lög og æðst þeirra laga er stjórnarskrá Íslands??

Hvers eðlis þurfa landráðin að vera, hvað þarf að vera mikil dýpt í þeim þar til dómsvaldið grípur inn í og lætur handtaka þessa menn?

Því þeir mega ekki hvað sem er.  Fyrst ICEsave og núna þetta.  Hvar eru mörkin????

Og það eru engin rök í málinu að segja að með þessu sé verið að skapa framtíðarviðskipti við viðkomandi banka og skapa velvild þeirra til íslensku bankanna.  Að hinir erlendu bankar hafi hag að því að þjónusta íslensk fyrirtæki vel.  

Hver segir það??  Jú, vitringarnir miklu sem fram á síðasta dag dásömuðu gömlu eigendur bankanna og útrás þeirra.  Og vissulega er það þannig að fífl í fortíð þarf ekki að vera fífl í framtíð.  En hvað rök styðja þessar fullyrðingar???  

Þetta gæti vissulega verið svona er hvað tryggingu hafa menn fyrir því????????  Er um það samið og gengið þannig frá því að hlutlaus úrskurðaraðili geti tekið eignarhlut þeirra til baka ef þeir uppfylli ekki þær væntingar sem til þeirra eru gerðar??????????????

Það er verið að leika sér að fjöreggi þjóðarinnar og ef væntingarnar eru ekki geirnegldar, þá eru þær einskis virði.  Því hlutirnir geta líka verið á hinn veginn.

Saga annarra landa kennir að það er rík tilhneiging erlendra banka að afhenda eigur heimamanna til svokallaðra alþjóðlegra fjárfesta fyrir lítinn pening.  Hver segir að það verði samið um öll þau vanskil sem eru hinn bitri raunveruleiki sem bæði almenningur og fyrirtæki eru að glíma við????

Hver segir það???   Hvað tryggingu hafa menn fyrir því???   

Orð eru ekki trygging.  Orðagjálfur þegar fjöregg þjóðarinnar er annarsvegar eru landráð.  Ekkert annað orð lýsir þessum samningum sem ríkisstjórn Félagshyggjuaflanna er að gera íslensku þjóðinni. 

Og þetta eru ekki mín orð.  Það stendur skýrum stöfum í stjórnarskránni hvað má og hvað má ekki.  Það er bannað að stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í tvísýnu.  Öll þessi gjörð er bönnuð samkvæmt stjórnarskrá Íslands.

Það er grundvallarmunur á því að ná sátt við erlenda kröfuhafa og að afhenda þeim öll veð á Íslandi á silfurfati.

Þeir sem sjá ekki muninn tilheyra ekki þessari þjóð.  Þeir eru í vinnu hjá öðrum, með erlent ríkisfang.

Hvaða heilabilun á sér stað hjá íslenskum vinstrimönnum að leyfa þessari óhæfu að gerast???

Og það eru ekki rök í málinu að segja að ef við gerum þetta ekki, þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn gert þetta og miklu verra til.  

Þjóðin sendi Sjálfstæðisflokkinn í sturtu til að þvo af sér skítafýlu Nýfrjálshyggjunnar og hún treysti vinstriflokkunum fyrir framtíð sinni.

Fyrst ICEsave glæpurinn, núna einkavinavæðingin hin seinni.

Engin þjóð í Evrópu á sér sögu um þvílíkar gjörðir innlendra manna gegn sinni eigin þjóð.  Hingað til hafa stórþjóðir þurft að ráðast á ríki með hervaldi til að koma í gegn afsali heimamanna á eignum sínum og framtíð.  Hernám og kúgun hafa ætíð verið þau tæki sem auðvaldið hefur beitt til að arðræna minni þjóðir.

En það dugar að senda símskeyti til Íslands.  Allavega þegar íslenskir vinstrimenn fara með völd.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Heldur 5% hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hætt við að það eigi eftir að dynja fleiri Icesave yfir þjóðina í kjölfar einkavinavæðinga.....

Hvernær ætli það verði skrúfað fyrir heita vatnið á Suðurnesjum vegna þess að það þarf að nota það í stóriðju....

....það þarf bara eitt til og það er að það sé ábatasamara fyrir eigendur.....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.9.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það er ýmislegt sem bendir til þess að þjóðin eigi eftir að vakna upp við vondan draum, en hvort þá sé of seint að iðrast, það mun tíminn leiða í ljós.

En ljóst er að núverandi stjórnarstefna nýtur stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.9.2009 kl. 21:17

3 identicon

Fyrst ríkisstudd bankarán á skuldurum.   Rán sem enn standa yfir.   Næst Iceslave.  Og núna landssalan nákvæmlega eftir höfði AGS.  Og hvað hefur ríkið núna lagt mikið af skattpeningum í bankana?   Já, svona vinnur AGS fyrir auðjöfra úr öðrum löndum.  Og á Íslandi þurfa þeir ekkert að hafa fyrir landssölunni.  Eitt símskeyti eins og þú lýsir svo vel Ómar.   Hin auma ríkisstjórn Evrópu-Jóhönnu leggst kylliflöt fyrir fjár- kúgurum.   Já, já, þið megið bara eiga bankana, orkuna, bara öll ríkisfyrirtæki sem þið viljið, ef þið bara leyfið okkur að skríða á fjórum fótum inn í himnaríkið YKKAR.   

ElleE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Mig setti hljóðan þegar ég heyrði fréttirnar, ég taldi alltaf að ríkið myndi eiga að minnsta kosti eitthvað í ætt við það sem er kallað ráðandi hlutur.

En allt að 95%, bara svona si svona.   Og það er ekki allt brjálað. 

En þegar ég er hljóður, þá skrifa ég svona pistla eins og þennan og þann næsta sem kom á eftir.  Gremjan er aðeins minni fyrir vikið.

Og ég taldi alltaf að barátta mín yrði við íhaldið því þetta grunaði mig strax í haust eftir aðkomu IFM.  En við félagshyggjuflokkanna, því hefði ég aldrei trúað.  Þetta er eins og að standa ævilangan vin að ljótu athæfi með börnum manns.  Svona gerir vinstra fólk ekki.  Þegar bolsévikarnir í Rússlandi drápu mann og annan og sveltu í þokkabót milljónir manna til dauðs, þá trúðu þeir því að þeir væru að skapa nýjan og betri heim fyrir öreiga landsins, og himnaríki á jörð væri einhverra mannslífa virði.  En íslenskir vinstrimenn fórna alþýðu landsins fyrir himnaríki auðmanna á landi okkar.  

Hvernig geta svikin verið svona algjör?????

Ég er kjaftstopp, ég segi ekki annað.  

En ég hef sagt það áður og ætla að segja það aftur.  Aumara fólk hefur íslenska þjóðin ekki alið.  Smán þess er algjör.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.9.2009 kl. 23:43

5 identicon

Aumara og hættulegra fólk höfum við ekki haft í ríkisstjórn Ómar, AGS þrælar sem eru núna að vinna af öllu afli við að selja okkur í ánauð.  Og maður verður dofinn og kjafstopp nánast af skelfingu. 

ElleE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:30

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Elle, þetta er satt, því miður, og það sem skelfir mig mest er friðurinn um þetta.  Og Andstöðufólkið, rífst um formið, í stað þess að læra af fortíðinni, og viðurkenna að fólk má hafa mismunandi áherslur.

Það er jú baráttan við hinn marghöfða þurs sem skiptir öllu.

En baráttukveðjur.  Ég ætla að hægja aðeins á mér og safna krötum fyrir lokabaráttu ICEsave.  

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 12.9.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband