Takið til heima hjá ykkur fyrst!!!

Þessi ályktun Bárunnar er vissulega bæði réttmæt og tímabær.

En verkalýðsfélög, og talsmenn verkalýðsfélaganna verða að líta fyrst í eigin barm.  

Hvað heitir aðalstuðningsmaður hins meinta aðgerðarleysis í málefnum heimilanna???'

Hver er það sem mótaði tillögur Jóhönnu Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, sem síðan voru meginuppistaða hins svokallaða aðgerðarpakka þáverandi ríkisstjórnar?  Sá maður kom fram stoltur í fjölmiðlum og sagðist hafa byggt á aðgerðum sem mótaðar voru 199 og eitthvað, í þáverandi smákreppu.  Þessi maður hafði ekki heyrt um hinar alvarlegu afleiðingar bankahrunsins þegar hann lét það út úr sér.

Hver er það sem síðan hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum og dásamað þau úræði sem í boði eru, greiðslufrystingu, greiðslujöfnun og greiðsluaðlögun, virkar fínt sagði maðurinn í einu viðtali í sumar?  Gallinn er bara sá að almenningur er illa upplýstur um þau úrræði sem í boði eru.  Ástæðan þess að þessi maður rauf langa þögn sína var sú að einhver fjölmiðlungur fékk vit í skamma stund og ljáði málflutningi Hagsmunasamtaka heimilanna  eyra.  Þá umræðu þurfti að kæfa.

Hver var það sem skrifaði upp á einhvern stöðugleikasáttmála þar sem stærsti vandi þjóðarinnar, vandi heimilanna og barnafjölskyldna, var aðeins afgreiddur með mjög óljósu orðalagi?  Líklegast átti að skipa enn eina nefndina; Einhver hefur verið blankur hjá ASÍ og vantað aukasporslur.

Hver er það sem hefur verið dragbítur á alla umræðu um raunhæfar lausnir sem virka á þeim mikla vanda sem við er að glíma?

Hver er það sem tekur hagsmuni fjármagnseiganda fram yfir hagsmuni launafólks?

Hver er það sem tekur þrönga flokkshagsmuni Samfylkingarinnar fram yfir hagsmuni almennings?

Já, hver er þetta?

Þessi maður þarf að víkja strax, með hann í forystu er allar ályktanir verkalýðsfélaga máttlaus orð sem fjúka út í vindinn.  Þeir sem taka ekki til heima hjá sér, eru vanhæfir að gagnrýna óreiðuna í öðrum húsum.

Verkalýðshreyfingin í dag er ekki trúverðugt afl í baráttu almennings fyrir að lifa af í þeim hamförum sem yfir hafa dunið.

Hún þarf fyrst að taka til í sínum eigin ranni.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Báran vill siðprútt samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 160
  • Sl. sólarhring: 549
  • Sl. viku: 5699
  • Frá upphafi: 1400456

Annað

  • Innlit í dag: 137
  • Innlit sl. viku: 4895
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband