10.9.2009 | 19:41
Einn af ábyrgðarmönnum Hrunsins hefur ekkert lært.
Það er gervihagvöxtur að virkja út um allar trissur fyrir lánsfé, þegar ekki er ljóst hvort virkjanirnar skili arði.
Kárahnjúkavirkjun var upphafi af Hrunadansinum mikla ásamt arfavitlausri vaxtastefnu og græðgivæðingu efnahagslífsins. Og afleiðingar hennar er áhyggjur af meintu gjaldþroti Landsvirkjunar. Virkjunin var ekki betur fjármögnuð en það.
Og stór verktakaiðnaður er meinsemd í þjóðfélaginu, og mjög varhugavert er að taka undir kröfur hans um tafarlausar lántökur í virkjanir.
Ef Hrunadansarar telja að erlendir fjárfesta séu reiðubúnir til þátttöku í kostnaði við virkjanir þá er það mál sem hefur farið mjög leynt. Ef vísað er í Kanadamennina hjá Magna þá er fjárfesting þeirra þess eðlis að þeir ætla að flytja inn einn penna til að skrifa upp á skuldabréf. Restina ætla þeir að greiða með hækkun raforkuverðs á Suðurnesjum. Gömul saga og ný hvernig viljugir vitleysingar láta plata sig. En fjármagn hafa þeir ekki ennþá sýnt.
En ef menn eru að tala um aðra fjárfesta þá finnast þeir kannski á fjöllum í næsta útkalli Landsbjargar. Alla vega er fréttaflutningurinn þannig að allir virðast vera týndir.
En það eru lög í landinu og og núverandi orkufyrirtæki hafa virkjunarréttinn á þeim svæðum sem eru með virkjunarleyfi. Til dæmis í neðri hluta Þjórsá.
Á að breyta lögum í skyndi og leyfa útlendingum að yfirtaka þessa virkjunarkosti. Eða á að gera Landsvirkjun endanlega gjaldþrota.
En auðvita spyr enginn Hannes þessara spurningar. Hann var jú í viðtali við íslenska fjölmiðlamenn. Þeir spyrja ekki. Þeir skrifa það niður sem þeim er sagt.
Læra menn aldrei af reynslunni?
Kveðja að austan.
Hefja á sókn í orkumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er því miður bitur sannleikur í þessum pistli hjá þér Ómar.
Ólafur Eiríksson, 10.9.2009 kl. 20:05
Ágætis greining á vandanum
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 20:30
Takk Jakobína.
Og blessaður Ólafur. Vissulega eru pistlar mínir þessa dagana hrærigrautar úr ýmsu, og oftast er háðið og spéið þar mest áberandi. En þeir eru líka byggðir á ákveðinni lífssýn sem hefur verið illilega nauðgað af ráðamönnum okkar síðustu misserin. Kaldhæðni er þekkt varnarviðbrögð í bjargarleysi, sumir segja að hún hafi bjargað geðheilsu Sovétmanna þegar ruglið var orðið öllum augljóst.
En þessi pistill, fyrir utan mína uppáhalds pílu þessa daganna, vanmátt fjölmiðlamanna okkar að miðla hlutlausum upplýsingum, er því miður sannur. Hverja fullyrðingu er hægt að rökstyðja með þekktum staðreyndum. Og þessi sannleikur er meira en sár, fáráðin eru meira af ætt satíra harmleikjaskáldanna. Ég get ælt þegar ég les leiðara eftir leiðara, og blogg eftir blogg mætra stóriðjusinna og einkaframtaksmanna, þegar þeir tala um hina miklu erlendu fjárfestingu Magna. Sú ælutilfinning kom eftir að upplýst var í hverju hún var fólgin. Og ég er meira að segja jákvæður í pistli mínum þegar ég get mér til að penninn hafi verið innfluttur, þó vissulega séu ennþá pennar til sölu í betri ritfangabúðum. ICEsave er ekki farið að bíta ennþá.
En óðagotið er algjört og vitið í lágmarki, hagkerfi sem sprakk á erlendu lánum sínum, ætlar að vinna sig út úr því með því að taka ennþá meiri lán, og svo myndi ég hlæja mig máttlausan ef eitthvað fyrirtæki frá Rúmeníu fengi stóriðjuverkið. Þetta er jú allt útboðsskylt og Hannes hefur bara umboð fyrir brotabrot af verktökum EES svæðisins.
En sjáum hvað setur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.9.2009 kl. 22:40
Manni verður illt og óglatt, Ómar. Og finnst oft að ekki sé búandi í landinu. Sálarlausir og vitskerrtir pólistískir flokkar eru að leggja land og líf okkar í rúst. Ekki þarf AGS nú mikið að hafa fyrir að arðræna landið og okkur og einkavæða öll ríkisfyrirtæki meðan við erum með vitleysinga við völd. Og hví komum við ekki flokka-druslunum frá völdum? Og af hverju eru rikisfyrirtæki ekki fagleg? Hví eru flokkar þar við völd? Það er undarlegt að hlusta á nokkra tala um að verið sé að moka skít fyrri stjórna. Það er ekki verið að moka neinn skít, það er verið að bæta ofan á hann dag hvern og sam-spillingin bætir bara ofan á sinn gamla skít. Venjulegt fólk er orðið örmagna.
ElleE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:38
Blessuð Elle.
Vissulega eru pólitíkusar okkar oft til vanþurftar, en þeir endurspegla hina ráðandi stétt, atvinnulífsins, hluta verkalýðshreyfingarinnar og háskólasamfélagsins.
Geta svona margir haft rangt fyrir sér???
Hvað segir sagan? Hefur einhver heyrt um Hrunið mikla 2008. Greinilega fáir því áfram er haldið á sömu braut. Og þessi braut nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar.
Þannig að vandinn er mun dýpri en svo að við flokkshestana eina sé að argast. Ég persónulega tel að við hinar "hugsandi" stéttir sé að sakast. Í raun hefur fátt komið að viti frá þeim fyrir utan tvær góðar greinar Herdísar Þorgeirsdóttur, frábær grein eftir Gunnar Hersvein í Morgunblaðinu um hvar er Rétt og hvar er Rangt í ICEsave deilunni og greinar Einars Más Guðmundssonar í Morgunblaðinu. Af blaðamönnum þá dettur mér einna helst í hug nafn Péturs Blöndals á Morgunblaðinu.
Vissulega hef ég gleymt einhverjum en gagnrýni flestra á ákveðna þætti, byggist oft á tíðum á stuðningi við aðra vitleysu eins og flokksvitleysu eða stuðningi við IFM. Það er þannig að það nægir ekki að hafa hluta stærðfræðidæmisins rétt.
En Andófið er að öðru leyti rekið áfram af venjulegu fólki, með mjög mismunandi bakgrunn. En almenningur er ekki að hlusta. Ekki í dag a.m.k.
Þess vegna heldur þjóðarskútan áfram að sökkva.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.9.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.