Gömul sannindi og ný. Það eru ekki kerfin sem skipta máli heldur mennirnir.

Og samfélög mannanna.  Og markmið þessa samfélags og eini tilgangur er að skapa öryggi og velsæld allra einstaklinga innan síns samfélags.  Og gera þeim hópi einstaklinga sem kallast fjölskylda kleyft að eiga og ala upp nýja kynslóð samfélagsins.

Efnahagskerfið er tæki margra samfélaga til að eiga viðskipti sín á milli og það liggur í orðinu viðskipti að þau eiga sér ekki stað nema þau séu allra hagur.  

Og friður var fundinn upp þegar nógu margir föttuðu að sá sem þú rænir í dag, getur mætt á morgun og rænt þig.  Með öðrum orðum þá er ófriður óhagkvæmur fyrir efnahagsheildina þó margir einstakir hópa eða samfélög geti hagnast á honum tímabundið.  Í dag eru örlög allra jarðarbúa það samtvinnuð að ófriður er ekki valkostur nema fyrir áhugamenn um allsherjartortímingu.

Eins er það með skefjalausa græðgi þeirra sem eiga viðskipti án þess að skynja ábyrgð sína gagnvart samfélögum fólks og einstaklingum innan þeirra.  Í daglegu tali kölluð siðblinda.  Arðrán er ein birtingarmynd þess, stjórnlaus alþjóðavæðing önnur.  Stjórnlaus rányrkja náttúruauðlynda sú þriðja og svona má lengi telja.

Skefjalaus græðgi siðblindingja er sama meinsemd gagnvart samfélögum manna og stöðugur ófriður.  Eitthvað sem má ekki líðast lengur.

Gráðugir siðblindingjar hafa mótað heimspekikerfi til að réttlæta gjörðir sínar.  Og það heimspekikerfi drífur áfram það efnahagskerfi sem kallast Nýfrjálshyggjan.  Kjarni þessarar heimspeki er að allt sé leyfilegt ef það er gert undir merkjum viðskipta.  Og hún hampar samfélagi auðmanna og telur það æðra öðrum samfélagi mannanna.  Telur að drifkraftur þess að sem flestir stefni að því að verða auðmenn þá muni heildarhagur hámarkast.  Og eins og Stiglitzh bendir réttilega á, þá má finna einstaka vitleysinga sem trúa þessu eins og nýju neti en stuðningur flestra helgast af þeim tækifærum sem Nýfrjálshyggjan gefur þeim til að sölsa undir sig eitthvað sem þeir eiga ekki.  Græðgi margar er það mikil að þeim dugar ekki venjuleg viðskipti til að hagnast.  Og þar sem það varðar við lög að stela, þá er þjófnaðurinn löghelgaður með kenningum Nýfrjálshyggjunnar.

En Nýfrjálshyggjan, eins og aðrir ismar sem virða ekki grunnréttindi einstaklinga og samfélaga þeirra, er meinsemd sem grefur sig inn að kjarna mannkyns og eyðir því að lokum ef ekki er snúist til varnar.

Sú varnarbarátta er næsta stóra stríð mannsandans.  Hann náði að leggja að velli helstefnu kommúnismans og mannhatur nasismans og núna þarf að taka siðblindu Nýfrjálshyggjunnar, pakka henni inni og nota nútímatækni til að senda hana út í óravíddir geimsins. 

Stærsti glæpur Nýfrjálshyggjunnar er ekki  þær efnahagshörmungar sem hún hefur leitt yfir mannkynið í dag þar sem talið er að allt að þriðjungur heimsauðsins hafi gufað upp út í gufuhvolfið á nokkrum dögum (rafeindirnar sem skráðu þann auð hafa sameinast Norðurljósunum), og ekki heldur þær ómældu hörmungar sem venjulegt fólk hefur mátt þola að hennar völdum víðsvegar um heiminn.  Og stærsti glæpur hennar er ekki sá að hún hindraði mannsandann að takast á við vanda þriðja heimsins þegar færi gafst við fall kommúnismans og hann er ekki sú  atlaga sem hún hefur gert gegn öllum tilraunum siðmenningarinnar til að hefta skefjalausa rányrkju á auðlyndum jarðar því það gengur gegn skammtímagróða auðhringa.

Stærsti glæpur Nýfrjálshyggjunnar er sá að hún stal frjálsum markaðsviðskiptum, grunnforsendum fyrir hagsæld samfélaga mannanna og gerði þau að sínum.  Taldi grunnhyggnum sálum í trú um að frjáls viðskipti einstaklinga og fyrirtækja þeirra væri ofurseld lögmálum siðblindunnar og það að stöðva siðblinduna og mannhatur hennar, væri það sama og stöðva frjáls viðskipti.  Og þessu trúir margur góður og gegn íhaldsmaðurinn. 

En því fer fjarri sanni eins og margir ágætir menn eins og Josep Stiglitz hafa fært rök fyrir.  Fólk ætti að hlusta vel á málflutning hans og margra annarra ágætra gesta sem fram hafa komið í Silfri Egils í vetur, gesta eins og Hudson og Joly, sem hafa varað við Ragnarrökum Nýfrjálshyggjunnar sem núverandi Félagshyggjustjórn er að stuðla að með dyggri yfirstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sjálfu musteri Nýfrjálshyggjunnar.

Þetta er ekki flókið þó keyptir Leppar græðginnar haldi öðru fram.  Engin endurreisn efnahagslífsins getur átt sér stað án þátttöku almennings.  Og gjaldþrota almenningur er ekki þáttakandi í endurreisninni.  Það þrífst ekkert efnahagskerfi án þátttöku þess hóps einstaklinga sem kallast fjölskylda, og þegar fjölskyldan berst fyrir lífi sínu, ræður ekki við skuldir sínar og sér fram á að missa húsnæði sitt, þá tekur hún ekki þátt í endurreisninni.  Þrátt fyrir að Leppar Nýfrjálshyggjunnar kalli eftir samstöðu.

Það næst engin samstað án fólks.  Og það er villuljós sem leiðir út í ófæra keldu að telja að endurreisn fjármálakerfisins sé grunnforsenda árangurs.  Vissulega kemur það einhvers staðar í röðinni en grunnurinn kemur alltaf fyrst, án hans er ekkert endurreist.

Og grunnur alls er fólkið í landinu.

Og þeir sem halda öðru fram stjórnast aðeins af þeim hvötum að sjá viðskiptatækifæri fyrir sig í eymd fjöldans.  Það er jú alltaf þannig að einhver græðir á þjáningum annarra, en þeir eiga ekki að ráða för.

Og loks má benda á að Sigmar fann vit sitt í gær og tók hörkugott viðtal við Gunnar Tómasson.  Ég hef svo sem sagt þetta ótal sinnum en aldrei í Kastljósi, en það gerði Gunnar.

"Núverandi stjórnvöld með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru að endurreisa aftur það kerfi sem kom okkur í þrot upphaflega."

Meira er ekki um það að segja.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Þeir eyðilögðu kapítalismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Lifi Kommúnisminn!

Auðun Gíslason, 9.9.2009 kl. 10:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir Auðun.

Takk fyrir að þræla þér í gegnum pistilinn.  Eigum við ekki að sættast á að við lengi lifum án þess að einhver kerfi ráðskist með líf okkar og limi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.9.2009 kl. 12:09

3 identicon

Og burt með AGS ógnina.  Leyfum þeim ekki að eyðileggja okkur eins og Argentínu og fjölda landa og tökum ekki lán þeirra.  Þeir eru komnir inn á gafl og eru stórhættulegir. 

ElleE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Það liggur í hlutarins eðli ef fólk á  að búa áfram á landinu, sem hluti þess samfélags, sem að er stefnt, að annaðhvort breyti IFM um stefnu eða fer úr landi.

Félagshyggjan velur og verndar auðmenn, spurning af hverju almenningur veitir henni svona mikinn stuðning við það.  Ég hélt að stuðningur íhaldsins dygði til þess.

En það verða vatnaskil í haust.  Og vonandi hrista núverandi stjórnarflokkar af sér doðann.  Það vill enginn þær hörmungar sem við blasa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2009 kl. 09:03

5 identicon

Ómar, póstfangið fyrir AGS ógn landsins: ISLcontact@imf.org   +   rr-isl@imf.org

Og EU ógn við landið (Olli Rhen team): firstname.lastname@ec.europa.eu

Eigum við ekki að segja þeim að hypja sig?  Segja þeim að við vitum vel um eyðilegginguna sem þeir hafa valdið fjölda landa, eins og Argentínu?   Veit um fólk sem gerði það.  

ElleE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Takk fyrir póstföngin og góð hugmynd að sem flestir myndu senda þessum ágætu aðilum bréf.

En mér er ekki tamt að gera slíkt, liggur eitthvað í eðlinu.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband