8.9.2009 | 09:15
Þegar Íslands gæfa varð leiksoppur smámenna.
Þegar þjóð kokgleypir kúgun og fyrirlitningu stórþjóða án þess að bera hönd fyrir höfuð sér, þá á hún sér ekki viðreisnar von.
Ekki á meðan smámennin stjórna.
Hvað sem sagt verður um Guðna Ágústsson, þá hafði hann rétt fyrir sér að einu réttu viðbrögð okkar sem þjóðar gegn hryðjuverkaárás breta gátu ekki verið önnur en þau að slíta stjórnmálasambandi við bretana og krefjast síðan neyðarfundar hjá Nató, og krefjast þar að ákvæði stofnsáttmála Nató um að árás á eitt ríki, væri árás á þau öll, að það ákvæði væri virkjað.
Hvað út úr því hefði komið má Guð vita, en sem sjálfstæð þjóð gátum við ekki annað.
Og þetta skilja allir þeir nema sá hluti þjóðarinnar sem elur landráð í hjarta og vinnur opinskátt gegn framtíð þjóðar sinnar. Með rógi og níði, blekkingum og lygi.
Þeir sem eru búnir að finna sér húsbændur í öðrum löndum. Þeir sem telja feita bankabók skipta meira máli á elliárum sínum en æra sín og sæmd.
Og þeim fól íslenska þjóðin völd.
Smámennin stjórna.
Kveðja að austan.
Guðni bauð þjóðstjórn ári fyrir fall bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 39
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5623
- Frá upphafi: 1399562
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 4796
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er algjör synd að vera með svona aumingja við stjórn á landinu. Það eina góða sem ég get hugsað mér við þetta ástand er að í næstu kosningum hlýtur að koma fólk sem að vill landinu vel og er með smá bein í nefinu.
Geir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 10:01
Blessaður Geir.
Hinn möguleikinn er sá að núverandi ráðamenn vaxi og þroskist. Lengi skal manninn reyna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.9.2009 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.