7.9.2009 | 20:50
Er ekki betra að vera kosinn með svindli en lygi????
Hvað sögðu VinstriGrænir fyrir kosningar???
Ætluðu þeir að afhenda bretum og Hollendingum þjóðarauðinn????
Ætluðu þeir að gefa erlendum kröfuhöfum öll veð á Íslandi????'
Ætluðu þeir að stimpla allt ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu, sem neyddist til að kaupa sér húsnæði á uppsprengdu verði á þeim lánakjörum sem útrásarbankarnir buðu þeim, óráðsíufólki?? Ætti bæði skilið hirtingu tilsjónarmannsins og gapastokk Lögbirtingarblaðsins?????
Ætluðu þeir að nota ríkisfyrirtæki til að niðurgreiða rafmagn fyrir erlenda auðhringi??
Ætluðu þeir að bjóða almenningi og fyrirtækjum upp á okurvexti????
Ætluðu þeir að þagga niður alla umræðu um lögbrot útrásarvíkinga og samtryggingu þeirra og stjórnmálaflokkana með því að lögsækja rannsóknarblaðamenn??????
Sögðu þeir að aðalhugmyndafræðingur og verndari flokksins héti Jón Steinsson og væri Heimdellingur??
Og hvað sagði Jóhanna Sigurðardóttir??? Að hún væri aðalskaldborg fátæks alþýðufólks, eða sagði hún að hún hefði verið það????
Ég bara spyr.
En ég skal viðurkenna að seinasta spurningin er háð. Samfylkingin bar aldrei á móti því að hún hefði verið flokkur auðmanna og útrásarvíkinga, enda þjónaði hún þeim dyggilega með afskiptaleysi viðskiptaráðuneytisins.
Hún hlaut kosningu því hún sagði að þetta hefði samt allt verið Davíð Oddsyni að kenna og þjóðin keypti þá söguskýringu. Sú söguskýring er umdeilanleg en þó skýring en ekki lygi.
Það er munurinn á VinstriGrænum og Samfylkingunni.
VinstriGrænir sögðust bæði vera grænir og til vinstri.
Það er lygi.
Kveðja að austan.
Allt að 800 gervikjörstaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 540
- Sl. sólarhring: 718
- Sl. viku: 6124
- Frá upphafi: 1400063
Annað
- Innlit í dag: 491
- Innlit sl. viku: 5255
- Gestir í dag: 470
- IP-tölur í dag: 463
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.