3.9.2009 | 20:39
Skyldi fundurinn haldinn í járnbrautarvagni???
Viss hefð er fyrir slíkum fundarhöldum þegar sigraðir þjóðhöfðingjar skrifa upp á þá pappíra sem að þeim er rétt.
Vissulega er Ísland ekki sigrað land, en þjóðin steig það ógæfuspor að kjósa yfir sig sigrað fólk. Fólk sem lýsti yfir uppgjöf áður en stríðið hófst.
Því er táknrænt að funda í járnbrautarvagni sem ku vera til á safni í París.
Svo þegar þjóðin losnar við undirlægjurnar, þá er líka viss hefð að ómerkja járnbrautarnauðungarsamninga.
Skyldu Frakkar vilja lána vagninn????
Kveðja að austan.
Bréf til Hollands og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stríðið er löngu, löngu tapað. Það tapaðist í október 2008.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:15
Blessaður Helgi.
Mér heyrist á þér að þú sért tækur sem fylgdarsveinn Jóhönnu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.9.2009 kl. 08:22
Neinei, ég bara hef pínulítið vit á bankastarfssemi. Þegar bankar ríkis falla tekur ríkið á sig skuldirnar. Það er bara almenn skynsemi í bankageiranum og hefur alltaf verið. Það vill enginn tala um það þegar allt gengur vel, en þannig er það. Land sem myndi snúa baki við þeirri almennu skynsemi fær hvorki fjárfestingar né lán og er efnahagslega dauðadæmt.
Það kemur Jóhönnu ekkert við. Þeir sem stóðu fyrir þessu kerfi áttu að vita þetta og gera ráð fyrir þessu.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:24
Blessaður Helgi.
Ég var nú ekki að útiloka þann möguleika að þeir sem hefðu vit á bankastarfsemi gætu fylgt Jóhönnu í vagninn.
En þegar bankar riða til falls þá taka ríki ekki á sig skuldirnar. Hvaðan hefur þú þá vitneskju??? Bretarnir væru til dæmis ekki svona fúlir útí Kanann ef svo væri. En ef þú átt við innlán þá er það rétt að ríki reyna að verja sinn innlánsmarkað. En bakland slíkra aðgerða er gjaldmiðill viðkomandi ríkja og skattpeningur innlánsþega sem eru þau tæki sem gerir ríkisvaldi viðkomandi landa kleyft að baktryggja sinn innlánsmarkað. En þekkir þú dæmi þess að ríki ábyrgist innlán í öðrum löndum en sínum eigin, þá þætti mér vænt um að þú upplýstir mig um hvar slíkt hefði verið gert. Alltaf til í að bæta við fróðleikinn.
En þú ert ekki mjög fróður um viðskipti almennt ef þú telur að erlendir kröfuhafar bankanna séu eitthvað velta því fyrir sér hvernig íslensk stjórnvöld bregðist við ólöglegri kúgun breta og Hollendinga. Það sem skiptir þá máli eru endurheimtur sinna lána. Peningar sem fara í að uppfylla Nauðungarsamninga Jóhönnu fara til dæmis ekki í að aðstoða innlend fyrirtæki og lánastofnanir í að uppfylla sína lánasamninga.
Og síðan fá menn lán út á greiðsluhæfi og eignir. Land sem notar sinn þjóðarauð til að mæta ólögmætum fjárkúgunum, það er ekki tækt til að greiða önnur lán, eða fá ný lán. Hvernig þú getur ruglað þessu tvennu saman er mér óskiljanlegt. Hafir þú áhyggjur af efnahagslegri framtíð Íslands þá skaltu hafa áhyggjur af erlendu kröfuhöfum bankanna og þeim kostum sem þeim er boðið upp á. Eins skaltu hafa áhyggjur af gjaldþrota fyrirtækjum eins og Landsvirkjun sem er svo blint á sína stöðu að það hugsar um það eitt að slá fleiri lán í nýframkvæmdir þegar eldri framkvæmdir þeirra standa ekki undir sér. Þá fyrst verða málin slæm þegar sá skuldabaggi fellur á þjóðina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.9.2009 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.