Það er ekki sama hvort Jón auðmaður eða Jón almenni eigi í hlut.

Jón auðmaður bað vin sinn á Bessastöðum að stoppa atlöguna að fjölmiðlaveldi hans.  Og við þeirri beiðni varð Ólafur enda hreinn dónaskapur að þiggja far með mönnum og neita þeim síðan um smá viðvik í staðinn.

Jón almenni bað forsetann um tækifæri til að segja álit sitt á þeim skuldaklyfjum auðmanna sem ríkisstjórn félagshyggjunnar hyggst leggja á bak hans.  En Jón almenni á enga hönk upp í erminni hans Ólafs og því er ekki hægt að bera þessi tvö ólíku mál saman.  

Ótrúlegt raunar að Ólafur skuli yfir höfðuð hafa reynt að útskýra hið augljósa.  Enda er það svo að þegar reynt er að útskýra hið augljósa, þá vill rökstuðningurinn oft flækjast fyrir mönnum.  Ólafur hefði til dæmis betur ekki borið það upp á Jón almenna að hann væri í einhverjum flokkspólitískum skotgröfum.  Fáránlegt því það er bakverkurinn vegna skuldaklyfjanna sem þjáir almenna Jón og fólk með bakverk bregst oft illa við þegar því er núið um nasir annarlegar hvatir fyrir kvörtunum sínum.  Þetta vita allir sem á annað borð hafa fengið alvöru bakverk. 

Því uppsker Ólafur aðeins háð og spott sem hann hefði örugglega losnað við ef hann hefði snapað far með einkaþotu Björgúlfs og haldið á vit glamúrins og látið handhafa forsetavaldsins um að skrifa upp á drápsklyfjarnar.  Fólk er hvort sem er vant því að hann sé aldrei heima hjá sér.

En sumum mönnum er ekki gefin mikil stjórnviska.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Yfirlýsingin hefur ekkert lagalegt gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldar færsla, Ómar.

Elvar (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elvar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 2040
  • Frá upphafi: 1412739

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1793
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband