Hin meinta skuldbinding Íslands,

er ekki að finna í tilskipun ESB um innlánstryggingar.  Þetta viðurkenna bretar í lögfræðigreinargerð sinni sem þeir lögðu fyrir hinn svokallaða gerðardóm ESB sem átti að löghelga hina óréttmætu kúgun á hendur íslenskri alþýðu.

Enda er þetta augljóst öllum þeim sem eru læsir og hafa ekki ríkra hagsmuna að gæta að koma skuldbindingum Björgólfs og Björgólfs á íslenska þjóð.

En segjum að í Tilskipun ESB nr 94/19 hafi ekki staðið "tilskipun þessi geti ekki gert aðildarríki ábyrg gagnvart innstæðueigendum", heldur hafi það staðið að aðildarríki séu í bakábyrgð fyrir tryggingasjóði sína.  Þetta er grundvallarmál.  Segjum að ábyrgð aðildarríkja hafi verið skýrt ákveðin í tilskipun ESB um innlánstryggingar.

Þá kemur að grundvallarspurningu; Hefur ESB eða starfsmenn þess rétt til að setja slík íþyngjandi ákvæði inn í tilskipanir sínar???   Gerum okkur grein fyrir því hvað þetta þýðir.  Allir tryggingasjóðir eru langan tíma að byggjast upp þannig að ef ESB krefst ríkisábyrgðar, þá myndast strax gífurleg skuldbinding á ríkissjóði viðkomandi landa.  Skuldbinding, sem samkvæmt lögum, á að koma skýrt fram í ríkisreikningum allra aðildarríkja EES.  Og þessi skuldbinding er ótakmörkuð, það er ekki er kveðið á um hámark hennar.  Fræðilega getur hún verið margföld þjóðartekjum smárra ríkja ESB, ef til dæmis stærri bankastofnanir innan EES sæju sér hag í því að færa aðalstöðvar sínar til þeirra.  Svo gætu bankastofnanir smærra ríkja líka náð miklum árangri á EES svæðinu, og orðið hlutfallslegar mjög stórar miðað við stærð hagkerfis heimalandsins.  IKEA er stórveldi í húsgagnaframleiðslu, einhver Handelsbanki hefði getað orðið stórveldi á bankamarkaðnum, Sviss er til dæmis ekki fjölmennt land, en hýsir gríðarlega stórar bankastarfsemi.  Slíkt gæti auðveldað gerst hjá öðrum löndum og gerðist reyndar í tilviki Íslands.  En Ísland, þó ýkt sé, er ekki einsdæmi með hlutfallslega stórt bankakerfi.

Og þar sem skýrt var tekið fram í Tilskipun ESB að fjármögnun bankakerfisins mætti ekki íþyngja fjármálakerfinu og einnig var skýrt kveðið á um í Tilskipuninni að "heimilisfesti" fjármálastofnana ætti ekki skipta máli í starfsemi þeirra á hinum sameiginlega markaði (þess vegna er krafan um dótturfyrirtæki ólögleg samkvæmt tilskipun ESB), þá er ljóst að ríkisstjórnir aðildarríkja voru tilneyddar að leggja á gríðarlega háa aukaskatta til að mæta þeirri ríkisábyrgð sem kveðið var á um í Tilskipuninni.  Og sú aukaskattlagning væri hærri eftir því sem umsvif fjármálastofnana væru meiri.

Trúir nokkur sála því að embættismenn yfirþjóðlegs valds hafi slíkt vald????  Það þarf að hugsa málið áður en svona vitleysu er slegið fram.  Það má aldrei gleyma því að bankahrunið þurfti ekki að eiga sér stað núna í dag, það hefði alveg eins geta átt sér stað eftir 15 ár eða svo.  Og þá hefði sú staða getað orðið almenn í Evrópu að bankakerfið smærri aðildarþjóða væri orðin mjög hlutfallslega stór sökum sveigjanlegs regluverks.  Það hefðu getað verið 4-6 þjóðir sem hefðu orði fyrir bankahruni og ef um ótakmarkaða ábyrgð ríkisvalda væri að ræða, þá sæti almenningar viðkomandi landa uppi með ónýtt velferðarkerfi því ríkistekjurnar færu í hina meintu bakábyrgð.

Hvaða mannréttindi eru það að saklaus almenningur þjáist vegna starfsemi fjármálafyrirtækja???  Sem kannski að stofni til væru í erlendri eignaraðild en með heimilisfesti í viðkomandi landi.  

Og svona ríkisábyrgð gæti líka veitt almenningi stórþjóða miklum bússifjum.  Ef bankakerfið er öflugt þá standa þær ekki undir takmarkalausri ríkisábyrgð.   Það er auðvelt að fullyrða slíkt í yfirlýsingum sem hafa þann tilgang að róa markaði, en að framkvæma slíkt á lögformlegan hátt og láta slíkar skuldbindingar koma fram í ríkisreikngum, það gæti gert út um lánstraust margra stórþjóða.

Vissulega gætu margar þjóðir talið sig tilknúnar að gera slíkt, en þær láta ekki skriffinna ESB skipa sér fyrir um það.  Til þess hafa þeir ekkert vald.

Og þeir settu heldur aldrei inn ótakmarkaða ríkisábyrgð í tilskipun sinni um innlánstryggingar.  Þar var einmitt skýrt tekið fram að ríkisábyrgð væri óæskileg því hún gæti verið samkeppnishindrandi.  Því komu þeir á tryggingarkerfi sem kvað á um fjármögnun fjármálafyrirtækja, ekki almennings.

Í því liggur munurinn, öllum augljós, þar á meðal bretum.  En ekki íslenskum bretavinum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband