26.8.2009 | 15:13
Það er verið að selja land okkar
og stóra frétt dagsins er hvort einhver maður drakk of mikið, of lítið eða drakk ekki neitt.
Persónulega get ég ekki að því gert að þetta sé mál sem Sigmundur Ernir mun sjálfur takast á við og gera upp við sig og sína.
Biðjist hann afsökunar þá er málinu lokið.
En það sem hann sagði hreifur, eða ei, hafa mætir menn sagt bláedrú.
Og bláedrú menn ætla að selja land okkar á morgun.
En það er ekki frétt á Mbl.is.
Hefur einhver lesið ítarlega fréttaskýringu um haldfestu þessa svokallaða fyrirvara. Eða álit annarra lögmanna á ábendingunum um mögulega skuldjöfnun á móti bretum???
Nei það höfum við ekki gert. Frekar en annað það sem gæti styrkt málstað íslensku þjóðarinnar.
Þetta er aum blaðamennska.
Kveðja að austan.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 609
- Sl. sólarhring: 636
- Sl. viku: 6340
- Frá upphafi: 1399508
Annað
- Innlit í dag: 522
- Innlit sl. viku: 5377
- Gestir í dag: 478
- IP-tölur í dag: 472
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt , Tek undir þetta
DisaP (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:13
Takk Dísa.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 26.8.2009 kl. 20:04
Sæll Ómar. Já, vel mælt hér! Ég hef lesið öll þín skrif af mikilli athygli undanfarið. Flestar færslur þínar eru afar vandaðar, hnitmiðaðar og greinilega mjög mikil vinna lögð í margar þeirra. Very impressive! Gæti ekki verið meira sammála þér varðandi mest allt sem ég les hér á þessu bloggi. Sérstaklega þegar kemur að Icesave málinu(landráð!). Þakka þér kærlega fyrir.
Frosti Pálsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:36
Blessaður Frosti.
Takk fyrir hlý orð í minn garð. Ég er samt ánægðastur með að þú skuli ekki vera sammála öllu sem ég segi, því ég er það ekki sjálfur. Fréttatengdu pistlar mínir eru ádeilupistlar, settir fram til að ergja og erta andstæðinga mína í ICEsave deilunni. Og í framhaldinu þá vonast ég til að þeir veki einhverja til umhugsunar og fólk leggi sjálfstætt mat á málið. Og kynni sér röksemdir með og á móti.
En ádeilupistlar lúta alltaf sínum innri lögmálum og eru vissulega misjafnir að gæðum. En ég legg vinnu, eða hugsun í "alvöru" pistla mína og reyni þar að glíma við rök andstæðinga okkar og hnekkja þeim. Og þar koma einnig fram mínar raunverulegu skoðanir eða þannig. Og "alvaran" þekkist á því að pistlarnir eru yfirleitt langir og ekki fréttatengdir.
Og ég á eftir einn, sjálfan grunnpistilinn um ICEsave. Tek þar saman skoðanir mínar um það sem ég tel rétt og hvað ég tel rangt í þessu máli. Ég hef aðeins beðið eftir að Alþingi taki málið fyrir í lokaafgreiðslu málsins. Á meðan þeir sem tök hafa, mæta niður á Austurvöll í dag, þá ætla ég að setja saman mín mótmæli, og þar með er minni ICEsave vakt lokið.
En margt mjög gott fólk mun halda áfram þeirri vakt. Kannski er það besta við ICEsave deiluna hvað gott fólk með ólíkan bakgrunn og ólíkar lífsskoðanir hefur sameinast gegn Nauðunginni. Og slík sameining ólíkra lífsskoðana þarf að eiga sér stað ef íslensk þjóð ætlar að vinna bug á núverandi kreppu. Því hún er ekki bara efnahagsleg, heldur líka siðferðisleg og félagsleg. Gamla kerfið brást og það þarf að byggja upp nýtt og betra. Aðeins þannig er hægt að sameina þjóðina um nauðsynlegar fórnir.
Og þá höfum við ekki efni á sundrungu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.8.2009 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.