24.8.2009 | 18:23
Halló, Áróðursdeild!!!! Við þurfum ekki samúð.
Við þurfum réttlæti.
Og við þurfum að losna við keypta leiguliða kúgara okkar. Þar á meðal á Áróðursdeild Morgunblaðsins.
Í hundrað ára sögu vestrænna lýðræðisríkja, hefur engin þjóð þurft að sætta sig við eins auðmjúka taglhnýtinga eins og íslenska þjóðin hefur þurft að sætta sig við frá bankahruninu.
Fólk sem leitar með logandi ljósi að einhverju sem styður málstað kúgara sinna. Á þetta auma fólk engin börn eða foreldra?? Telur það að hið erlenda vald muni launa svo stuðning þess að það muni ekki þurfa á þjónustu íslenska ríkisins að halda?????
Það segir ýmislegt að þegar norskir fjölmiðlar gegnu hart fram gegn bulli norska fjármálaráðherrans um Nýfrjálshyggjusyndir íslensku þjóðarinnar, að þann dag fékk Kastljósið tvo fulltrúa Borgunarsinna til að flytja málstað breta fyrir alþjóð. Tilgangurinn var að skapa þrýsting á fjárlaganefnd Alþingis svo hún samþykkti ICEskave Nauðungina án fyrirvara.
Aldrei hefur íslenskt sjónvarp lotið lægra í svaðið en þann dag.
Enn þá dag í dag hefur Kastljós ekki séð ástæðu til að taka viðtal við Stefán Már Stefánsson, prófessor, um þau sjónarmið hans að kröfur breta og Hollendinga byggjast á hæpinni lögfræði. Hvað þá að Stefán hafi gefist tækifæri til að kynna fyrir þjóð sinni þau sjónarmið sín að ef um ríkisábyrgð sé að ræða, sem dómstólar verða þá að skera úr um, þá eigi íslenska þjóðin rétt á skaðabótum frá ESB vegna hins ófullkomna regluverks.
Það er jú lágmarkið að grundvallaratriði eins og ríkisábyrgðir séu orðaðar með skýrum hætti ef þjóðir eru þvingaðar til að gangast inn á þær.
Og Morgunblaðið, blað allra landsmanna og skjöldur sjálfstæðisbaráttu landsins í 80 ár, það hefur ekki heldur séð ástæðu til að gefa Stefáni Má tækifæri til að kynna sjónarmið sín.
Hvað veldur???? Hvað verðmiði er á svona þjónkun við erlend kúgunaröfl????
Allavega er svona frétta og blaðamennska til skammar öllum lýðræðisþjóðum.
Og ég endurtek það sem ég sagði í upphafi. Íslenska þjóðin þarfnast ekki samúðar kúgara okkar. Hún á rétt á að lög og reglur gildi um hana eins og aðrar þjóðir.
Hún þarfnast réttlætis.
Kveðja að austan.
Íslendingar verðskulda samúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1412721
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.
Löngu komin tími til, að menn skoði þessa tegund fólks.
Fyrir lok Sturlugnaraldar psruttu þesskonar lið upp úr jörðinn að þ´vi er virtist.
Sumir töldu þetta einu og aleinu bjargráð okkar, að þeir fengu að ganga um með parruk í befalningu Noregskonunga og síðar Kalmarssambandsins.
Nú vilja afkomendur þessara manna koma okkur undir SÖMU ríkin fyrir utan Noreg.
miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 24.8.2009 kl. 19:01
Blessaður Bjarni.
Já metnaður fólks getur teygt það út í allskonar vitleysu. En heimskan er verri, en verst er sá algjöri skortur á fagmennsku sem hrjáir fjölmiðlafólk okkar.
Mætti halda að þetta væri vírus eða önnur óáran.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.8.2009 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.