24.8.2009 | 16:49
Svona fór um sjóferð þá.
Baugur byggði upp eigið fé með því að taka meira að láni en eignir stóðu á móti.
Ekki kannski mjög skynsamlegt.
Samt er þessi speki hryggjarstykkið í endurreisn efnahagslífsins að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Gífurleg lántaka til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð sem jafnvel milljónaþjóðir yrðu stoltar af. Enda allt í lagi að eiga slíka peninga til vara, ef þeir eru eign. En að taka lán til þess er hagfræði þeirrar heimsku sem varð gjaldþrota 2008.
Enda eru það aðeins þeir hagfræðingar sem dásömuðu einkavæðinguna og alla "hagsældina" sem fylgdi útrásinni, sem sjá vitið í blöffinu.
Svo jú spákaupmenn og vogunarsjóðir sem hlakka til komandi veisluhalda.
En sá sem borgar brúsann, íslenskur almenningur er einskis spurður.
Honum er ekki vorkunn segir félagshyggjan að þræla sína lífstíð fyrir hagsæld fjárúlfa og spábraskara.
Fjárúlfar þurfa ekki lengur að púkka uppá Hannes greyið, því dag hafa þeir miklu öflugri talsmenn í þrælareksturinn.
Steingrímur og Jóhanna bregðast ekki vinum sínum.
Kveðja að austan.
Kröfur upp á 316,6 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 398
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6129
- Frá upphafi: 1399297
Annað
- Innlit í dag: 336
- Innlit sl. viku: 5191
- Gestir í dag: 310
- IP-tölur í dag: 306
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.