21.8.2009 | 13:36
Lýðskrum.
Steingrímur veit betur.
Ennþá hefur enginn sýnt fram á að Landsbankamenn hafi brotið lög með stofnun reikninga sinna í Hollandi og Bretlandi. Enda var allt gert með blessun íslenska, hollenska og breska fjármálaeftirlitsins.
EES samningurinn kveður skýrt á um sameiginlegt markaðssvæði. Tilskipun ESB um innlánstryggingar var með það höfuðmarkmiði að jafna samkeppnisskilyrði fjármálastofnana, óháð stærð heimaríkis. Þess vegna var gert ráð fyrir því að fjármálafyrirtækin sjálf, ekki einstök aðildarríki, fjármögnuðu innlánsverndina.
Landsbankinn greiddi samviskusamlega í trygggingasjóð innlána eins og tilskipun ESB gerði ráð fyrir. Bæði breska og hollenska fjármálaeftirlitið fylgdust með að öllum eðlilegum reglum um lausafé og ráðstöfun innlánsfjárins væri fylgt. Þau höfðu fullt vald til að grípa inn í ef þeim fannst á skorta á því sviði. Þau höfðu fullt vald til að stöðva innlánsreikningana ef þau töldu þá vera reista á ólöglegum forsendum. Það var ekki gert.
Á hvaða forsendum ætlar Steingrímur að höfða mál???? Að Landsbankinn fór á hausinn????
Gallinn er sá að það er ekki bannað að fara á hausinn. Hvorki í íslenskum lögum eða lögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins.
Ætlar hann að vísa í ICEsave Nauðungina????
Eru það Landsbankamenn sem eru að samþykkja hana?????
Líki Steingrími ekki við hana þá á hann að fara í mál við sjálfan sig. Það er hann sem er að neyða ólögunum upp á íslenska þjóð.
Það er aumingjaskapur á hæsta stigi hjá íslenskum ráðamönnum að standa ekki á rétti íslensku þjóðarinnar í ICEsave deilunni. Án þess réttar eru allir samningar ólöglegir, hversu skynsamlegir þeir annars virðast vera.
Steingrímur veit upp á sig skömmina og því þyrlar hann upp þessum blekkingarvef að skamma Albaníu fyrir Kína.
En hver trúir lýðskruminu?? Hver lætur blekkjast?
Svona fyrir utan Áróðursdeild Morgunblaðsins???
Kveðja að austan.
![]() |
Ríkið í mál vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 2555
- Frá upphafi: 1438582
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2036
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.