Hvílík hræsni.

"Samstaða Norðurlanda" var mýta sem hrundi við minnsta mótbyr.

Aðeins ein þjóð sýndi íslensku þjóðinni samstöðu og það voru Færeyingar.  Önnur þjóð, Pólverjar reyndi það, en var kúguð af glæpamönnum til að tengja lán sitt kúgun breta.

Skandinavísku þjóðirnar vanvirtu rótgróin tengsl við íslensku þjóðina þegar þær kipptu af sér hendinni í kjölfar bankahrunsins.  

Á neyðarstundu spyrð þú ekki hvort bjánar séu með í för.  Þú hjálpar.  Það sem betur mátti og betur má fara, er síðan rætt þegar um hægist.

Í stað þess var yfirvofandi lyfjaskortur notaður sem þvingun til að láta þáverandi ráðamenn Íslands gefa út yfirlýsingar sem stórsköðuðu hagsmuni íslensku þjóðarinnar.  Yfirlýsingu um að lög og reglur giltu ekki lengur í Evrópu.  Aðeins hnefaréttur hins sterka.

Samstaða Norðurlanda fólst í því að leggja til límbandið utan um umbúðirnar sem réttlætisgyðjunni var pakkað inn í.  

Smán þeirra er mikil.

Því er það hámark velgjunnar hjá Morgunblaðinu að birta þetta útburðarvæl eftir Finnska utanríkisráðherrann.   Það er svona ritstjórnarstefna sem er hin stóra skýring á því að Morgunblaðið er að hverfa inn í tóm gleymskunnar til fundar við sína gömlu keppinauta, Tímann og Þjóðviljann.

Fólk nennir ekki að lesa slepju.

Kveðja að austan.


mbl.is „Snjallar raddir heyrast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Það er mikil sjálfsblekking að halda að svona "bræðralag" sé svo mikils virði í þessu samhengi. Bræður eru bræðrum verstir og hver er sjálfum sér næstur eru sannleikskorn dagsins. Þó svo að norðmenn vilji baða sjálfa sig í ljóma bræðralagsumhyggju sinnar þurfum við ekkert að kippa okkur upp við það. Við getum einna helst nagað okkur okkur í handarbökin fyrir að vera svona upp á þá komnir.

Norðmenn eru engir sérstakir vinir okkar og hafa aldrei verið það. En þeir eru samt nágrannar okkar og skulu hafa viðeigandi virðingu fyrir það.

Jonni, 21.8.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jonni.

Norðmenn eru ágætis fólk og norskur almenningur styður bræðraþjóð sína í þrengingum hennar.  En það var vellan í Finnska utanríkisráðherranum sem vakti klígju mína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.8.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband