Betra að veifa röngu tré en öngvu

segir Samfylkingin og lýgur "siðferðislegri ábyrgð" upp á þjóð sína.

En höfum staðreyndir málsins á hreinu.

Rangar yfirlýsingar ráðamanna skuldbinda enga þjóð.  Ólöglegar yfirlýsingar skuldbinda enga þjóð.

Og þvingaðar yfirlýsingar skuldbinda enga þjóð.

 

Það var rangt hjá íslenskum ráðamönnum í aðdraganda hrunsins að íslenska ríkið og íslenska þjóðin gætu ábyrgst íslenska bankastofnanir.  Bull verður ekki rétt þó ráðamenn haldi því fram.

Það var ólöglegt hjá meðlimi breska Verkamannaflokksins, Björgvini G Sigurðssyni, að gefa út yfirlýsingu um ábyrgð íslenskra stjórnvalda á ICEsave skuldbindingunum.  Þó honum hafi svo mikið langað til að ganga í augunum á flokkssystkinum sínum og þó hann hafi viljað gera sig gildandi í kokkteilboðum Brussel, þá bannar íslenska stjórnarskráin ótakmarkaða ábyrgð íslenska ríkisins.

Og stjórnarskrá Íslands vegur þyngra en gaspur ráðamanna.

Og þvingun og nauðung skapa enga réttarstöðu.  Allt sem íslenskir ráðamenn sögðu og fullyrtu undir þvingun bresku hryðjuverkastjórnarinnar, hefur ekkert gildi eða skapar engan rétt hryðjuverkamannanna á hendur íslensku þjóðinni.  Frakkar eru til dæmis ekki að senda Þjóðverjum í dag tæki og tól þó þeir hafi skuldbundið sig til að gera slíkt í lestarvagni einum í skóglendi utan Parísar einn sumardag í júní 1940.  Þegar ógnarvaldi kúgarans var hnekkt. þá féll öll Nauðung hans um leið.  Eins er það með nauðgarann, hann sleppur ekki við dóm, þó hann geti með kúgun og hótunum fengið fórnarlamb sitt til að draga kæru sína til baka.  Þvinguð yfirlýsing hefur ekkert gildi fyrir dómi.

 

Þegar Guðbjartur Hannesson er að tala um siðferðislega skyldu þjóðarinnar vegna yfirlýsinga ráðamanna þjóðarinnar í haust, þá er hann að bulla.  Bulla til þess eins að blekkja þjóð sína.

En hvort honum takist að blekkja aðra en vitgranna fjölmiðlamenn, það er önnur saga.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kolröng söguskýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband