Nú er blogg mitt að kveldi komið.

Ég var eiginlega formlega hættur að blogga í byrjun maí, en ICEsave og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum skuldugs fólks, hélt mér við efnið.

Síðan þróuðust hlutirnir þannig að í margar vikur hef ég aðeins bloggað um eitt og það er ICEsave og gagnrýni á þá Nauðung sem við blasir að verði samþykkt á Alþingi í næstu viku.  Hvernig til hefur tekist og hvort ég hafi haft áhrif á nokkurn mann, aðra en þá sem hvort sem er eru sammála mér í gagnrýni minni, hef ég ekki hugmynd um.

Vona samt að þetta hafi einhverju skilað.

En núna er nóg komið og ég er að fara á slóðir tölvuleysis.  Treysti á að aðrir baráttumenn haldi áfram að skamma svikin og Nauðungina þar til yfir lýkur.  

Síðasta grein mín er krufning á málflutningi Helgu Völu í Morgunblaðinu í dag, eða gær á það víst að vera.  Málflutningur hennar er trúverðugur við fyrstu sýn, svo ég tók þann pólinn í hæðina að láta síðasta blogg mitt vera hólmganga við málflutning Borgunarsinna.  

Hvor hafði betur veit ég ekki, en langur var pistillinn.  En þar eiga samt að vera helstu rök okkar málsstaðar samankomin og því fróðlegt að lesa þeim sem áhuga hafa debati ólíkra sjónarmiða.  

En hvað um það, búinn hættur farinn.  

Takk fyrir mig.

Ómar Geirsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll;  Austanmaður vænn !

Þú skalt ei dirfast; Ómar minn, að hverfa í brottu, endanlega. Ég hefi; þó óduglegur sé, litið oftega við, hér hjá þér, og fyrir hönd velunnara þinna allra, vænti ég góðrar endurkomu þinnar - þá; rökkva tekur, meir.

Farnast megi þér, hið bezta, á þeim vettvangi, hver fyrir durum stendur, nú um hríð.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 02:58

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir mig Ómar. Þú hefur verið óþreytandi við andófið gegn þessum óskapaði sem icesave er. Ég hef amk. lesið alla þína pistla og verið þér innilega sammála. Rökfærsla þín er óaðfinnanleg og skotheld. Vildi óska að þú værir á hinu undarlega alþingi að berjast við óbermin sem vilja láta okkur borga skuldi peningaróna í útlöndum. Undarlegt lið.

Líði þér sem best í tölvuleysinu. Ég vona að þú sért ekki hættur að blogga því nóg verða tilefnin þegar nær dregur hausti en þá mun ég í það minnsta taka til óspilltra málana. Hef lítin tíma til þess um hásumarið. Ég er svona að njóta síðasta sumarsins áður en ógnir væntanlegs niðurskurðar á samfélaginu koma til framkvæmda. Næstu sumur verða grunar mig kaldari en þjóðin á að venjast. Þetta er undarleg veröld sem við lifum í eða ætti ég öllu heldur að segja undarlegt land?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.7.2009 kl. 03:01

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki voga þér að hætta endanlega Ómar, annars kem ég austur og þvinga þig til að skrifa áfram.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.7.2009 kl. 13:01

4 Smámynd: Umrenningur

Megir þú endurnærast og safna kröftum fyrir næstu lotu í (Vöðlavík).

Umrenningur, 17.7.2009 kl. 14:10

5 Smámynd: Elle_

Vertu blessaður í svip Ómar og kærar þakkir fyrir ötula vinnu.  Hittum þig þegar þú kemur í næstu styrjöld. (Tel mig vita af skrifum þínum að þú munir ekki geta þolað að þegja bara "and ít´s not over yet"confused smiley #17449).

Elle_, 17.7.2009 kl. 15:44

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég vona bara að þú birtist aftur sem fyrst Ómar. Sakna þín tilfinnanalega þegar ég fæ snatanna í heimsókn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 03:47

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir hlýleg orð kæru bloggvinir.

Það er nú ekki þannig að þó rökkvi með kvöldinu að það komi ekki dagur á eftir.  Og hvað hann ber í skauti má guð vita.

Blessaður Umrenningur, ekki veit ég hvernig þú veist um minn hjartfólgna stað en ég var ekki svo heppinn að komast í Víkina mína, það var skuldahalinn sem tók fyrri hlutann af fríinu, en eftir helgi, þá fæ ég tíu daga frí, hið minnsta í Vaðlavíkinni.  Það fyrsta alvöru í rúm tíu ár svo tilhlökkunin er mikil.

Elle, mín kæra.  Vissulega er stríðið ekki búið.  En ég tók að mér ICEsave vörnina á meðan flestir aðrir mætir menn höfðu hugann við annað, þó vissulega væri ICEsave inn í umræðunni.  Núna eru talsmenn þjóðarinnar út um allt að störfum að afhjúpa svikráð landráðafólks, og gera það svo vel að mín er ekki þörf lengur.  En við skulum vona að Alþingi samþykki vitleysuna óbreytta, því það mun vera upphafið að endalokum hennar.  Ég óttast mest plástra sem menn telji það illskásta í stöðunni. 

En gleymum því aldrei að lögin eru okkar megin.  Samþykki Alþingi samninginn óbreyttan þá snýst varnarbaráttan aðeins um útfærsluna á málsóknum til hlutaðeigandi dómstóla, og ég fæ ekki betur séð en nægir séu lögfræðingarnir til þess.  Herdís gæti til dæmis tekið að sér forystu hóps sem undirbyggi kæru til Mannréttindadómsstóls Evrópu.  Að láta saklausan almenning greiða skuldir þriðja aðila er grundvallarbrot á þeim sáttmála. 

Atli Gíslason gæti leitt hóp sem lögsækti þá sem samþykktu samninginn og brutu þar með stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Og Stefán og Björg gætu undirbúið málsókn á hendur ESA og EFTA dómstólsins fyrir að hafa ekki sagt orð um hið meinta ólögmæti íslensku laganna um Tryggingasjóð innlána.  Falli ICEsave á okkur þá er skaðabótaábyrgðin stofnana EES, við vorum jú í góðri trú með okkar lög.

Og blessuð Jakobína.  Ég vildi virkilega vera tiltækur til að létta þér lífið gegn Snötunum og kem við fyrsta tækifæri í þá hundahreinsun.  En á meðan verða baráttukveðjur mínar að duga.

Og  Axel minn kæri.  Þegar ég þekkti þig sem renglulegan slána, þá vissi ég alltaf að vitið væri mikið og það yrði notað til góðs.  Bið að heilsa pabba þínum og ömmu.

Óskar, baráttujaxl forna fræða.  Þegar hinum fornum skjaldamerkjum verður lyft til orrustu, þá mun ég fylgja leiðtogunum til hennar, þú getur treyst á það.

Og takk Arinbjörn.  Hef sagt það áður.  Menn eins og þú eru samviska þjóðarinnar.

Kveðja til ykkar allra og munum eitt, það er alltaf sól á Neistaflugi.  Bregðist það, þá er síðasta vígi hennar í Víkinni minni.

Ómar.

Ómar Geirsson, 29.7.2009 kl. 12:51

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er ennþá grannvaxinn Ómar, en er farinn að fylla betur út með árunum.  Hvort vitið sé mikið eða notað til góðs mun ég ekki dæma um, en eitt af ættareinkennunum, þrjóskan, hefur skilað sér.

Ég kem kveðjunum til skila og er viss um að þú fáir þær til baka.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.7.2009 kl. 13:20

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég get staðfest það Ómar að Axel er enn grannvaxinn og spengilegur en nokkuð vaxinn þó upp úr hárinu en þó fjallmyndarlegur. Vitsmunirnir virðast vera í þokkalegri notkun hjá drengnum, fæ ekki annað séð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.8.2009 kl. 03:23

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Gott að heyra Jakobína.   Drengurinn hefur staðið sig mjög vel.  Það þarf ekki mikið af svona ungu fólki til þess að við getum stöðvað kúgunaröflin.  Snilld Steingríms fellst í þeim blekkingarhjúp sem honum tókst að vefja um hugsjónir ungs fólks þannig að það hefur verið meira eða minna óvirkt í baráttunni gegn græðgisauðvaldinu eftir að VinstriGrænir fóru í stjórn.  Þessu þarf að breyta.

En gott gengi í baráttunni.  ICEsave þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum.  Ég hef mestar áhyggjur af plástrum, settum á í þeim tilgangi að hylja hinn daunilla gröft sem undir býr.  Margur góður drengur gæti talið sjálfum sér í trú um að slíkt væri illskásta lausnin.  

En það er engin lausn rétt, nema hún byggist á lögum og reglum hins siðaða þjóðfélags.  Þetta verður fólk að skilja.  Þinn ágæti varnarhópur til dæmis á mjög erfitt með að fatta þessa einföldu staðreynd.  Margir í þeim hóp mættu lesa greinar Stefáns og Herdísar betur.  Við eigum ekki að greiða krónu (jafnvel þó við ráðum við það), nema að undangenginni réttri málsmeðferð samkvæmt EES samningnum.  

Slíkt er nefnilega forsenda gagnmálssóknar okkar á hendur ESB/EFTA.  Það þýðir ekki að segja eitt í lögum en dæma síðan eftir seinni tíma hagsmunum.  Lögunum þarf að breyta fyrst.  Falli dómur gegn Íslandi, þá getur hann ekki byggst á réttri túlkun laga.  Og þar með eru forsendur Evrópu sem réttarríkja brostnar.

Enginn alvöru lögfræðingur mun láta slíkt gerast.  Og í því er okkar málsvörn fólgin.  

Réttlætinu.

En er farinn á vit rafeindarleysis.

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 5.8.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 5597
  • Frá upphafi: 1399536

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4772
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband