16.7.2009 | 09:40
Samþykkjum tvöfalt þjóðaratkvæði.
Aðeins sú gjörð getur hindrað bræðravíg vegna ESB aðildarumsóknar og vegna ICEsave Nauðungarinnar.
Ef þjóðin fær réttinn til að skera úr um aðild, þá er eina von Samfylkingarinnar og annarra ESB talsmanna, að fá viðunandi lausn í ICEsave deiluna. Hennar fyrsta verk yrði að tilkynna vinum sínum í Brussel að nú verði þeirri vitleysu að linna, kúgun og ofbeldi breta, yrði að víkja fyrir lögum og reglum ESB.
Gleymum því aldrei að Evrópa er byggð lýðræðisþjóðum sem virða mannréttindi og fara eftir leikreglum réttarríkisins.
Eina lausn ICEsave deilunnar er sú að reglur réttarríkisins verði virkjaðar. Treysti ESA og EFTA dómstóllinn sér ekki til að taka túlkun íslenskra stjórnvalda á tilskipun ESB um innlánstryggingar, þá standa íslensku lögin, því þá hefur Ísland engar reglur ESB brotið. En ef deilan er sett í réttan farveg og úrskurður kveðin upp, þá kemur tvennt til, annað hvort er hann okkur í hag, eða ekki. En ef svo verður þá þurfa sömu aðilar, ESA og EFTA dómstóllinn, að útskýra af hverju þeir dæma loksins núna, 10 árum frá setningu íslensku laganna. Og þeir þurfa líka að útskýra af hverju það gildir ekki það sem stendur í tilskipun ESB. Og þær útskýringar verða að vera góðar því hið meinta aðgerðarleysi þeirra skapar þeim skaðabótaábyrgð, sem íslensk stjórnvöld mun sækja.
Hin leiðin sem ESB getur farið er sú að taka málið upp og lýsa því yfir að það sé sameiginlegt verkefni EES svæðisins að leysa vandamál íslenska tryggingasjóðsins. Okkar hlutur er þá í hlutfalli við stærð okkar innan svæðisins.
Vilji ESB fá Ísland inn i sambandið þá verður að virkja lög og reglur sambandsins til að réttlát niðurstaða fáist í deilum Íslands og breta.. Annars verður aðildarumsókn kolfell í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðin er að ná vopnum sínum á ný. Lepparnir eru á hröðu undanhaldi.
Kveðja að austan.
Mikil óvissa um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir sem trúa á ESB vilja ekki að þjóðin fái að kjósa um þetta stóra mál, sem aðildarumsókn er. Þjóðin gæti haft rangt fyrir sér. Þeir vilja ekki praktísera alvöru lýðræði, enda er það ekki til í ESB.
Að skríða inn í ESB í miðri kreppu er eitruð blanda af uppgjöf og úrræðaleysi.
Haraldur Hansson, 16.7.2009 kl. 13:00
Blessaður Haraldur.
Er reyndar sammála þér og myndi því greiða atkvæði gegn aðild. En þó okkur byðist besti samningur heimssögunnar þá myndi ég líka greiða atkvæði gegn ESB aðild því þú borðar ekki fríviljugur með ofbeldismönnum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.7.2009 kl. 13:16
Ég myndi heldur ekki samþykkja aðild, sama hversu "góður samningur" væri í boði. Ekki vegna ofbeldis ESB í okkar garð, heldur vegna þess að ef við látum af hendi forræði yfir eigin velferð mun það koma í bakið á okkur síðar. Slíkt leiðir alltaf til tjóns, sama hvað hver segir. Hjá því verður ekki komist.
Haraldur Hansson, 16.7.2009 kl. 13:28
Blessaður Haraldur.
Þar hef ég ekki gert upp hug minn. Skil mjög vel þín rök en skjólið í víðsjárverðum heimi, þar sem uppgjör heimsálfa, heimspeki og trúarbragða er fyrirsjáanlegt, fyrst mér einnig vikta þungt. Og síðan er það vandamálið með gjaldmiðilinn.
En þessi vinnubrögð eru röng, eins röng eins og hægt er, þó þau henti Landráðafólki mjög vel. Klofin þjóð í herðar niður nær ekki að kljúfa sín vandamál, en til þess er leikurinn gerður að mínum dómi. Það getur ekkert annað skýrt vinnubrögð Samfylkingarinnar eftir Hrunið, en viljinn til að þjóna húsbændum sem eru kannski þessa heims, en ekki þessarar þjóðar.
Kveðja að austan,
Ómar Geirsson, 16.7.2009 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.