15.7.2009 | 13:45
Hvaða blaðamennska er þetta eiginlega???
Efnislega sögðu lögfræðingar Seðlabankans fyrir þingnefndum Alþingis í gær, að samningurinn væri meingallaður og á honum væri alvarlegir hnökrar.
Séu þessir gallar og hnökrar bornir saman við ákvæði stjórnarskrárinnar sem meina stjórnvaldi á hverjum tíma að stefna efnahagslegum stöðugleika í hættu, með athöfnum sínum og fjárskuldbindingum, þá er ljóst að ICEsave Nauðungin er Landráðasamningur.
Og forseta Íslands er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá að samþykkja þessa Nauðung.
Maður skyldi ætla að Morgunblaðið gerði ítarlega grein fyrir þessum hnökrum og göllum, í stað þess að segja að lögfræðingar bankans gerðu "fleiri athugasemdir".
Á ákveðnum tímapunkti verða blaðamenn Morgunblaðsins að gera það upp við sig, hvaða húsbændum þeir þjóna.
Þjóðin á rétt á upplýstri umræðu um allar hliðar ICEsave málsins.
Kveðja að austan.
Skýrari lagaleg staða æskileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.