Hver er að tala um að synja ICEsave????

Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að íslensk stjórnvöld ætli sér að reyna að standa við allar sínar skuldbindingar.

En íslenska ríkið er ekki í ábyrgð fyrir Tryggingasjóð innlána.  Og engin eftirlitsstofnun ESB eða EFTA hefur gert athugasemdir við túlkun íslenskra stjórnvalda á tilskipun ESB um innlánstryggingar.  Enda er ekki hægt að misskilja texta tilskipunarinnar þar sem segir að aðildarríki eru ekki í ábyrgð, ef þau hafi komið á fót innlánstryggingakerfi, sem uppfyllir skilyrði viðkomandi tilskipunar.

Á meðan engin athugasemd er gerð af lögbærum stofnunum, þá gilda íslensku lögin, staðreynd sem öllum er ljóst nema þeim sem hafa annarlega hagsmuna að gæta, til dæmis skriffinnum ESB sem vilja ekki viðurkenna gallað regluverk.

En sé túlkun íslenskra stjórnvalda röng, þá þarf dómur að falla um málið fyrst hjá EFTA dómnum, annað lögbundið ferli er ekki innan ramma EES samningsins.  En falli dómur gegn íslenskum lögunum, þá á og munu íslensk stjórnvöld (það er ef Leppar ESB fara ekki þar með öll völd) sækja rétt sinn til ESB um skaðabótakröfur því lög, án athugasemda í tíu ár, hljóta að skapa réttmæta ástæðu að ætla að þau hafi verið fullkomlega lögleg samkvæmt regluverki ESB.

Einnig verður að hafa í huga að núverandi ICEsave samkomulag er ekki samkomulag í þeirri merkingu að annar aðilinn sé frjáls samningsaðili.  Íslensk stjórnvöld beygðu sig undir ægikröfur breta þegar ljóst var að hryðjuverkaárás þeirra á Ísland hafði stórskað íslenskt efnahagslíf, og lífsnauðsynlegur innflutningur, eins og lyf og aðföng til heilbrigðiskerfisins, var að stöðvast.  Samningur undir þeim kringum stæðum er ólöglegur samkvæmt alþjóðalögum og honum má rifta um leið og Leppar ESB verða hraktir frá völdum.

En í ljósi þessa staðreynda um ólögmæti kúgunar breta, og alvarlegra athugasemda lögfræðideildar  Seðlabankans, þá er sú niðurstaða bankastjóra Seðlabankans að Ísland eigi að ríkistrygginga Tryggingasjóð innlána, án undangengis dóms EFTA dómsstólsins, algjörlega á skjön við málflutning bankans.

Telja má víst að Leppar ESB hafi þvingað bankastjórn Seðlabankans til að gefa út þessa yfirlýsingu, yfirlýsingu sem er algerlega á skjön við röksemdafærslu bankans. 

Lítum á nokkrar staðreyndir.

- öll vafaatriði samningsins falla gegn Íslandi.  

- við minnstu greiðsluerfiðleika ríkissjóðs, eða ríkisfyrirtækja, þá má gjaldfalla lánið og ganga á eigur íslenska ríkisins, hvar sem í þær næst.  Bara þetta atriði er landráð, sem skyldar forsetann til að fella samninginn, óháð því hvort tilkoma hans er eðlileg og lögmæt eður ei.

- öll viðreisn efnahagslífsins er gerð illmöguleg við svona miklar blóðtökur úr hagkerfinu.

- og ekki hvað síst hvað gerist ef ekki .....

Og þetta er kjarni málsins sem Seðlabankinn kemur skýrt áleiðis.  Hvað ef ekki????????

Hvað ef endurgreiðsluhlutfall eigna Landsbankans verða bara 50%?  

Hvað ef neyðarlögin halda ekki og endurgreiðslu hlutfallið verði á bilinu 10-25% sem tryggingasjóður fær á móti skuldbindingum sínum?

Hvað ef stöðvun verður viðvarandi í íslensku efnahagslífi, sem ekki er svo ólíklegt miðað við erfið ytri skilyrði og hátt vaxtastig, hvernig greiðir  þjóðarbúið þá af lánum sínum???  Í þessu samhengi verður að skoða viðvarandi erfiðleika í heimsbúskapnum, sem geta haft neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð.

Hvað ef rökfærsla er þekkt vopn kúgaðra á öllum tímum.  Shakespeare gerði þessa rökfærslu ódauðlega í ræðu Antoníusar við útför Sesars.  Þú segir eitthvað en öllum er ljóst hin merkingin, "hvað ef". 

Kúgaðir starfsmenn Seðlabankans hafa sagt álit sitt.  Þeir draga það ekki í efa að Ísland eigi að standa við sýnar skuldbindingar, en á þær hefur ekki reynt.  Og núverandi samningur er stórhættulegur íslensku þjóðarbúi.  Þeir gefa sér ófærar torfærur fyrir þjóðarbúið ef það á að eiga hina minnstu möguleika að greiða þá Nauðung sem núna liggur fyrir Alþingi.  Í raunveruleikanum fara menn greiðfærar leiðir, ekki ófærur, því er ljóst að Ísland muni ekki getað staðið undir hinni ólöglegu kúgun bretanna, nema þá því aðeins að óbærilegar byrgðar séu lagðar á þjóðina.

En slíkt er ekki gert í nútímaþjóðfélagi.  

Ceausescu  Rúmeníu forseti reyndi það, en hann endaði æfi sína fyrir aftökusveit.

Sögunni hættir til að endurtaka sig.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Alvarlegt að synja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að viðurkenna það að ég hef aldrei verið hrifinn af Davíð og meira að segja þótt hann leiðindafrekjuhundur. Afhverju læt ég þetta uppi núna? Jú af því ég sá Davíð í Málefninu og fannst hann komast nokkuð vel frá því. Hann skýrði ýmislegt fyrir mér allavega og finnst mér sjálfsagt að láta reyna á það hvort við berum í raun nokkra ábyrgð á ICEsave. Skv. tilskipuninni (allavega eins og Davíð sagði frá því) þá er ekki ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innlána og alls ekki ríkisábyrgð á einkabönkum.

Látum reyna á lögin, ef það er rétt sem Davíð og fleiri segja að þetta sé svona og skv. tilskipun ESB eða EES þá erum við laus allra mála. Bretar og fleiri verða jú að fallast á eigin lög.

Burkni (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Burkni.

Lögin eru okkar meginn og það er bábilja að ekki sé hægt að fara eftir lögum vegna þess að gagnaðili okkar vill það ekki.  Til þess eru lög til að fara eftir, og eina ástæða þess að íslensk stjórnvöld sættast á þessi sjónarmið er sú að þau vilja ekki styggja ESB

ICEsave Nauðungin er aðgöngumiði Samfylkingarinnar að ESB.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.7.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband