Blessaður Steingrímur.

Mundu þínar fyrri þingræður, og þú munt sjá ljósið.

Alþýða þessa lands á erfitt, það er rétt.  En þú bætir ekki hennar kjör með því að láta hana axla skuldir auðmanna.

Heimild,  Steingrímur Joð Sigfússon, stjórnarandstöðuleiðtogi.

Blessuð sé minning hans.

Kveðja að austan.


mbl.is Hörkubarátta framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Ómar minn, það er langt síðan að ég heyrt frá þér.

  • Hvað á Steingrímur að gera í þessari stöðu?
  • Á hann og ríkisstjórnin að segja af sér?

Ég er t.a.m. viss um að þetta fólk væri þeirri hvíld fegið

  • Ef þessi stjórn segir af sér, vilt þú þá fá hægri stjórnina aftur?

Kristbjörn Árnason, 14.7.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristbjörn.

Þögnin kemur ekki til að góðu.  Þú ert á vissan hátt rödd skynseminnar, sem ég vil ekki skemma fyrir.  Ég  er hvass í minni gagnrýni og ef  ég læt sjá mig á slóðum eins og þínum, og gef jákvæð komment, þá  er ég hræddur um að þú gjaldir fyrir það.  Sama gildir um vin okkar beggja, Benedikt verðtryggingarbana.  Ég er með ykkur í anda.

En það er styttra milli okkar en þig grunar.

Já, ég vildi Steingrím, en ég vildi ekki ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  

Ég hefði viljað að Steingrímur léti Viðskiptaráð í friði með sínar lausnir.  Sjálfur kæmi hann með sínar.

Og ég vill ekki hægri stjórn.  Ég vill þjóðstjórn.  Um skynsemina og hagsmuni íslensks almennings í forgrunni.

Hverjir myndu ráðleggja??  Hudson og Stiglitz og ég færi létt með það líka.  Veistu af hverju?????

Það er vegna þess að ég les og hlusta á menn eins og þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 14:57

3 Smámynd: Elle_

Ég get nú ekki annað sagt, Kristbjörn og Ómar, en að þetta er bara sorglegt með hann Steingrím J. og ógnarvaldið sem hann hlýtur að vera undir. 

Elle_, 14.7.2009 kl. 16:50

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

E HE Ella, er einhver hér inni sem heldur að aftursætisbílstjórar hafi misst völdin

Kristbjörn Árnason, 14.7.2009 kl. 17:00

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Kristbjörn er gamall og góður félagshyggjumaður.  Þegar ég var ungur, fyrir áratugum síðan, þá las ég oft greinar eftir kallinn, og eins viðtöl við hann.

Ef þú ert að gera eitthvað rétt, en hann er á móti, þá skaltu hugsa þinn gang.  En ef hann er með, en ég er á móti????  Hvað þá???

Ég vona að ég hafi rétt fyrir mér og æra Steingríms, sem er góð og gild, og með dýpt  sem nær að innsta kjarna félagshyggjunnar, sé á rangri braut, en það er efinn.

Þó ég fullyrði, þá er það ekki þannig að ég skilji ekki sálarkvalir Steingríms.  En í þessum efa, verð ég að fylgja sannfæringu minni. 

Það gerir líka gott félagshyggjufólk eins og hún Jakobína, mesta kjarnorkukona réttlætisins í dag.

Þannig, ef ég hef rangt fyrir mér, þá er ég að minnsta kosti í góðum félagsskap.

Kveðja til þín, Elle.  Mitt blogg fær enda á morgun ef allt gengur að óskum. 

En í dag er ég að reyna að fá 1000 gesti.  

Ef tveir eru sammála mér, þá er til mikils unnið.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir báðir. 

Það er enn mín skoðun að Steingrímur J., sem var heiðarlegur og traustur, hljóti að hafa lent í klónum á ægivaldi, ef fer sem horfir.  Vona að hann komist í burtu núna og snúi við, blessaður maðurinn. 

Það verður leiðinlegt að geta ekki lesið bloggið þitt, Ómar.  Kemurðu kannski seinna í næstu styrjöld?

Elle_, 14.7.2009 kl. 17:20

7 Smámynd: Elle_

Og ætlaði að svara þessu:" En ef hann er með, en ég er á móti????  Hvað þá???"

Maður ætti alltaf að fylgja sinni sannfæringu, ekki annarra, og hvað sem fólk er viturt.  En ég veit þú vissir það vel.

Elle_, 14.7.2009 kl. 17:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Veit ekki.  Það væri betur ef þessi endaði með sigri, þannig að næsta orrusta væri í öðru stríði, kannski því sem Karl Bretaprins boðar gegn græðgi og skammsýni.

En ég á eftir að blogga um "Raddir siðblindunar" og þá hef ég ekki meira að segja.  Tel ekki með þessa smápistla sem eru bara eins og þeir eru.

Kveðja að austan.

En meðan ég man, Steigrímur er góður drengur, hvað veldur núverandi stöðu veit ég ekki, en ég vildi óska þess að allir gjörningar yrðu kveðnir í kútinn.  Þá eignumst við okkar gamla góða Steingrím.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband